Innlent

Hellt uppá ketilkaffi í jólaskóginum

Sighvatur Jónsson skrifar
Forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sagaði fyrsta tréð í jólaskógi Skógræktarfélags bæjarins í dag. Boðið var upp á fjársjóðsleit í skóginum, jólasöng og harmonikkuspil.

Þá gæddu gestir sér á lummum, heitu súkkulaði og ketilkaffi en hellt er uppá hið norska skógarkaffi á gamla mátann.

„Við setjum vatn í pottinn, látum það sjóða, hellum kaffinu í og látum það hitna aftur, svona á að fara sjö sinnum með ketilinn og hræra í með birkigrein, þá verður þetta alvöru kaffi,“ sagði Elísabet Kristjánsdóttir kaffigerðarmeistari við jólaskóginn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×