Uppstoppaður Hrútshaus í jólagjöf Magnús Hlynur Hreiðarsson. skrifar 9. desember 2018 20:15 Einn færasti uppstoppari landsins hefur vart undan að stoppa upp fallega hausa að vel hyrndum hrútum, þó hún sé sérhæfð í að stoppa upp fugla. Tófur og minkar eru líka í uppáhaldi hjá uppstopparanum. Bílskúr við Miðtún á Selfossi er vinnustaður Brynju Davíðsdóttur, hamskera eða uppstoppara eins og oftast er talað um. Á hillunum má sjá fullt af fallegum dýrum sem hún hefur stoppað upp og marga hrútshausa en þeir eru aðal vinnan hjá Brynju þessa dagana, enda líklegt að einhverjir fái innpakkaðan hrútshaus eða fugl í jólagjöf. Brynja lærði uppstoppun í Skotlandi. „Ég er hér að vinna önd og svo ég hef verið að finna hrútshausa undanfarnar vikur og það er fullt af fuglum sem bíða mín í uppstoppun fyrir jól“, segir Brynja. En út á hvað gengur vinnan hennar? „Frá minni hálfu gengur þetta út á náttúrufræðslu, það hefur alltaf snúist um það að fólk, og sérstaklega börn fái að umgangast og hafa nálægt sér þessa hluti sem þau geta þá spekúlerað í og hugsað þá um lífríkið og það sem er í kringum og það sem við þurfum að hugsa vel um. Það hefur alltaf verið hugsunin á bak við þetta hjá mér“. Brynja horfist hér í augun við Prúð en hann var ákaflega gæfur og skemmtilegur hrútur.Brynja er sérhæfð í að stoppa upp fugla enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna þegar fuglar eru annars vegar, hún vann til dæmis önnur og þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti sem haldið var í Salzburgh í febrúar á þessu ári fyrir heiðlóuunga og sandlóu. En aftur af hrútunum, hvað getur Brynja sagt okkur um þennan fallega hrútshaus? „Hann hét Prúður þessi og það var leitað til mín áður en hann var felldur og ég spurð hvort ég gæti stoppað hann upp. Þetta var mikill dálætishrútur á bænum, geðslagið var alveg sérstakt og það var mikið kjassað við hann. Ég vona að eigendurnir fyrirgefi mér að koma með hann hér í fréttirnar en þau báðu mig sérstaklega að hafa hann með ljúft augnaráð þannig að karakterinn skilað sér“, segir Brynja. Brynja hefur sérhæft sig í að stoppa fugla og hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir þá vinnu í gegnum árin. Hér eru nokkrir af fuglunum hennar.Magnús Hlynur Dýr Landbúnaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Einn færasti uppstoppari landsins hefur vart undan að stoppa upp fallega hausa að vel hyrndum hrútum, þó hún sé sérhæfð í að stoppa upp fugla. Tófur og minkar eru líka í uppáhaldi hjá uppstopparanum. Bílskúr við Miðtún á Selfossi er vinnustaður Brynju Davíðsdóttur, hamskera eða uppstoppara eins og oftast er talað um. Á hillunum má sjá fullt af fallegum dýrum sem hún hefur stoppað upp og marga hrútshausa en þeir eru aðal vinnan hjá Brynju þessa dagana, enda líklegt að einhverjir fái innpakkaðan hrútshaus eða fugl í jólagjöf. Brynja lærði uppstoppun í Skotlandi. „Ég er hér að vinna önd og svo ég hef verið að finna hrútshausa undanfarnar vikur og það er fullt af fuglum sem bíða mín í uppstoppun fyrir jól“, segir Brynja. En út á hvað gengur vinnan hennar? „Frá minni hálfu gengur þetta út á náttúrufræðslu, það hefur alltaf snúist um það að fólk, og sérstaklega börn fái að umgangast og hafa nálægt sér þessa hluti sem þau geta þá spekúlerað í og hugsað þá um lífríkið og það sem er í kringum og það sem við þurfum að hugsa vel um. Það hefur alltaf verið hugsunin á bak við þetta hjá mér“. Brynja horfist hér í augun við Prúð en hann var ákaflega gæfur og skemmtilegur hrútur.Brynja er sérhæfð í að stoppa upp fugla enda hefur hún unnið til fjölda verðlauna þegar fuglar eru annars vegar, hún vann til dæmis önnur og þriðju verðlaun á Evrópumeistaramóti sem haldið var í Salzburgh í febrúar á þessu ári fyrir heiðlóuunga og sandlóu. En aftur af hrútunum, hvað getur Brynja sagt okkur um þennan fallega hrútshaus? „Hann hét Prúður þessi og það var leitað til mín áður en hann var felldur og ég spurð hvort ég gæti stoppað hann upp. Þetta var mikill dálætishrútur á bænum, geðslagið var alveg sérstakt og það var mikið kjassað við hann. Ég vona að eigendurnir fyrirgefi mér að koma með hann hér í fréttirnar en þau báðu mig sérstaklega að hafa hann með ljúft augnaráð þannig að karakterinn skilað sér“, segir Brynja. Brynja hefur sérhæft sig í að stoppa fugla og hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir þá vinnu í gegnum árin. Hér eru nokkrir af fuglunum hennar.Magnús Hlynur
Dýr Landbúnaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira