Lífið

Íslenskur dansari sigraði Dancing with the Stars í Belgíu

Sylvía Hall skrifar
Björk og James voru að vonum kampakát með sigurinn.
Björk og James voru að vonum kampakát með sigurinn. Instagram
Íslenski dansarinn Björk Gunnarsdóttir sigraði í dag belgísku útgáfuna af hinum sívinsælu Dancing with the Stars ásamt dansfélaga sínum James Cooke. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda í landinu og er dansfélagi Bjarkar einn vinsælasti sjónvarpsmaður Belga.

Björk hefur verið búsett í Hollandi frá 16 ára aldri og starfað sem dansari bæði í Hollandi og Belgíu en hún er með BA-gráðu í dansi. Hún hóf leik ásamt dansfélaga sínum í þáttunum um miðjan október og hefur leiðin aðeins legið upp á við enda fóru þau heim í dag með bikarinn sjálfan.





Í síðustu viku dansaði parið freestyle-dans við lagið Nutbush City Limits með söngkonunni Tinu Turner og má sjá atriðið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×