Seldi pakkaferðir án leyfis og trygginga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. desember 2018 07:15 Íshellaskoðunarfyrirtækið Goecco var ekki með rétta leyfið og greiddi ekki rekstrarstöðvunartryggingu til Ferðamálastofu. Fréttablaðið/Anton Brink Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap sloppið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann viðskiptavinum bréf þar sem hann tilkynnti að Icelandic Ice Cave Guides (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskiptavinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu – sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönnum sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhagsstöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til viðskiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta viðskiptavinanna sem ekki fá endurgreitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslumiðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábendingum Ferðamálastofu hefur stofnunin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfislausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tryggingar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Ef farið hefði verið að lögum og reglum við sölu ferða með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefðu viðskiptavinir sem nú sitja uppi með stórtap sloppið mun betur frá rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu stöðvaðist rekstur ferðaþjónustufyrirtækis Jónasar Freydal fyrir um fjórum vikum. Þann 8. nóvember sendi hann viðskiptavinum bréf þar sem hann tilkynnti að Icelandic Ice Cave Guides (Íslenskir íshellaleiðsögumenn ehf.) hefðu orðið gjaldþrota þann dag og því yrði ekkert af ferðum sem seldar voru undir vörumerkinu Goecco. Síðan þá hafa margir viðskiptavinir kvartað undan því að fá ekkert endurgreitt og undan því að engin svör fáist frá fyrirtækinu – sem reyndar er ekki enn búið að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrir. Goecco seldi tveggja og þriggja daga pakkaferðir með hótelgistingu innifalinni. Kostuðu þriggja daga ferðir 1.890 dollara fyrir tvo, eða ríflega 230 þúsund krónur. Til þess að selja ferðir sem vara meira en einn dag þarf svokallað ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu. Slíkt leyfi var ekki til staðar hjá Goecco og Íslenskum íshellaleiðsögumönnum sem höfðu hins vegar skráningu sem ferðaskipuleggjandi. Í því felst aðeins leyfi til dagsferða. Hefðu ferðir Goecco verið seldar undir merkjum fyrirtækis með ferðaskrifstofuleyfi hefði það þurft að borga tryggingar í samræmi við umsvif sín og mat á fjárhagsstöðu. Ferðamálastofa hefði verið handhafi tryggingarinnar og getað gengið í hana án dóms til að endurgreiða þeim viðskiptavinum sem ekki hefðu verið farnir af stað í ferð eða ekki getað lokið ferð. Er þar um að ræða rekstrarstöðvunar- og gjaldþrotatryggingu. Í fyrrnefndu bréfi Goecco til viðskiptavina var lögð áhersla á að fyrirtækið hefði ávallt staðið skil á sköttum og haldið orðspori sínu hreinu. Þarna vantaði þó upp á að Goecco hafi fylgt lögum og reglum og það bitnar á þeim hluta viðskiptavinanna sem ekki fá endurgreitt í gegn um aðrar tryggingar, greiðslukortafyrirtæki eða greiðslumiðlunina PayPal sem Goecco nýtti. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu felst eftirlit með þessum málum í því að fylgt er eftir ábendingum sem berast stofnuninni. Viðkomandi er þá sent bréf með áskorun um úrbætur, til dæmis að sækja einfaldlega um ferðaskrifstofuleyfi. Slíkt kostar ekki mikið fé en felur þó í sér nokkurn kostnað vegna trygginga og kvöð um skil á ársreikningum. Hafi ekki verið farið að ábendingum Ferðamálastofu hefur stofnunin ekki haft nein tól til að knýja viðkomandi til að láta af leyfislausri starfsemi. Á þessu verður þó breyting um áramótin þegar ný lög taka gildi og Ferðamálastofa fær heimild til að leggja dagsektir á slík fyrirtæki.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tryggingar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira