„Þetta er svo galið, herra forseti“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2018 18:17 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Ernir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega ákvörðun meirihlutans á þingi að lána Íslandspósti 1,5 milljarð króna. Hann gagnrýnir það að við umræðu um fjárlög hafi skyndilega fundist fjármunir „til að hella í gjaldþrota ohf“. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis afgreiddi í vikunni tillögu um að ríkissjóður fái heimild til að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð til að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins. Á lánið að vera háð því að fyrirtækið standi við fjárhagslega endurskipulagningu og haldi þingheimi upplýstum um framgang mála, að því er kom fram á vef RÚV í vikunni. „En á meðan fátækasta fólk á Íslandi þarf enn um hríð að bíða eftir réttlæti af hálfu þessarar ríkisstjórnar finna menn 1.500 milljónir sem á að hella, við 3. umræðu fjárlaga, í Íslandspóst ohf. án nokkurrar athugunar eða nokkurrar kröfu um að gerð verði úttekt á þessum rekstri. Það er engin krafa um það, það á bara að afhenda þessar 1.500 milljónir úr ríkissjóði,“ sagði Þorsteinn í ræðu á Alþingi í dag. Sagðist hann hafa áhyggjur af því að ákvörðun um lánveitinguna væri tekin „gagnrýnislaust“ á sama tíma og Íslandspóstur væri sakað um að hafa brotið gegn sátt á milli Íslandspóst og Samkeppniseftirlitsins varðandi rekstur dótturfélagsins ePósts. „Þetta er svo galið, herra forseti,“ sagði Þorsteinn um hina fyrirhugðu lánveitingu. Íslandspóstur Tengdar fréttir Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00 Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti. 5. desember 2018 06:00 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi harðlega ákvörðun meirihlutans á þingi að lána Íslandspósti 1,5 milljarð króna. Hann gagnrýnir það að við umræðu um fjárlög hafi skyndilega fundist fjármunir „til að hella í gjaldþrota ohf“. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis afgreiddi í vikunni tillögu um að ríkissjóður fái heimild til að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð til að mæta fjárhagsvanda fyrirtækisins. Á lánið að vera háð því að fyrirtækið standi við fjárhagslega endurskipulagningu og haldi þingheimi upplýstum um framgang mála, að því er kom fram á vef RÚV í vikunni. „En á meðan fátækasta fólk á Íslandi þarf enn um hríð að bíða eftir réttlæti af hálfu þessarar ríkisstjórnar finna menn 1.500 milljónir sem á að hella, við 3. umræðu fjárlaga, í Íslandspóst ohf. án nokkurrar athugunar eða nokkurrar kröfu um að gerð verði úttekt á þessum rekstri. Það er engin krafa um það, það á bara að afhenda þessar 1.500 milljónir úr ríkissjóði,“ sagði Þorsteinn í ræðu á Alþingi í dag. Sagðist hann hafa áhyggjur af því að ákvörðun um lánveitinguna væri tekin „gagnrýnislaust“ á sama tíma og Íslandspóstur væri sakað um að hafa brotið gegn sátt á milli Íslandspóst og Samkeppniseftirlitsins varðandi rekstur dótturfélagsins ePósts. „Þetta er svo galið, herra forseti,“ sagði Þorsteinn um hina fyrirhugðu lánveitingu.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00 Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti. 5. desember 2018 06:00 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Ekki liggur fyrir hjá Íslandspósti hve stóran hluta taps félagsins af samkeppni innan alþjónustu má rekja til innanlandsmarkaðar. Samkvæmt opinberum gögnum hefur viðvarandi tap verið á ákveðnum liðum innanlands. Samkeppnisaðila grunar a 3. desember 2018 07:00
Pósturinn hóf samruna í trássi við samkomulag Samruni Íslandspósts og dótturfélagsins ePósts var langt á veg kominn þegar eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið var tilkynnt um hann. Lán Póstsins til ePósts hefur enn ekki verið látið bera vexti. 5. desember 2018 06:00