Heimildarmynd og nýtt lag Benedikt Bóas skrifar 5. desember 2018 06:30 Guðný er gríðarlega eftirsóttur skemmtikraftur. „Textarnir voru erfiðir í byrjun en lögin hafa alltaf verið ágæt. Textarnir eru að koma líka,“ segir Guðný María Arnþórsdóttir söngkona en nýjasta lag hennar, Fýlupúkinn, kom út fyrir nokkrum dögum og er þegar komið yfir þúsund spilanir á YouTube. Vinsælasta lagið hennar, Okkar okkar páska, hefur verið spilað 80 þúsund sinnum. Guðný, sem er 63 ára, segir að lagið Fýlupúkinn sé ekki samið um þá Klaustursþingmenn sem sátu að sumbli. „Þó maður gæti haldið það eftir fréttum að dæma,“ segir hún og hlær. Guðný sló fyrst í gegn með Páskalaginu sínu og er einnig nýbúin að gefa út sitt annað jólalag, Það eru jól, sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa horft á og notið. Hún á annað jólalag á lager.„Ég er alltaf að læra meira og meira og er öruggari á sviðinu,“ segir Guðný María sem er með miðstig í píanóleik frá Tónskóla Hörpunnar en segist annars vera alin upp í stöðugu tónlistarnámi í Þingeyjarsveit.aðsend„Þetta byrjaði allt með jólalagakeppni Rásar 2. Þannig byrjaði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“ Síðan hefur mikill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn afkastamesti listamaður YouTube. Fyrir utan að semja lögin og textana spilar hún á píanó og trommur og jafnvel raddar ef þarf. „Ofan á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trúlega einsdæmi af ömmu.“ Velgengnin hefur ekki farið fram hjá neinum og er verið að vinna að heimildarmyndinni Guðný hún María, sem Frosti Jón „Gringó“ Runólfsson er að taka. „Hann er byrjaður að skjóta myndina. Mér hefur gengið mjög vel á mjög skömmum tíma og við förum um víðan völl. Trúlega förum við norður líka, heim í Þingeyjarsveit. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt eins og lagið – þó það heiti fýlupúkinn.“Fýlupúkinn Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Taktu þína fýlu og frekjuköstin með, sendu henni grýlu, ofaní tösku treð, reiðiköstum pakka, ég sakna ekki neitt, né skammir þínar þakka, og vonsku yfirleitt. Dragðu upp elsku þína, dugnaðinn og þor, sjáðu kosti þína, sérhvert gæfuspor, svo fegurð þína sjái, sem ég elska mest, endalaust og dái, þetta fer þér best. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Fullur eða edrú, í öllu ástandi, brjálæði þitt er jú, voða þreytandi, stjórnsemi og gremju, sendu bara burt, dómhörkunni hentu, það er svo ófagurt. Þú lúkkar mikið betur, svona brosandi, verður annar maður, líka hlæjandi, það er ekkert að missa, elsku vinur minn, ég mun þig síðan kyssa, beint á munninn þinn. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, engin fýla hér, ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, sem léttir okkar lund Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Textarnir voru erfiðir í byrjun en lögin hafa alltaf verið ágæt. Textarnir eru að koma líka,“ segir Guðný María Arnþórsdóttir söngkona en nýjasta lag hennar, Fýlupúkinn, kom út fyrir nokkrum dögum og er þegar komið yfir þúsund spilanir á YouTube. Vinsælasta lagið hennar, Okkar okkar páska, hefur verið spilað 80 þúsund sinnum. Guðný, sem er 63 ára, segir að lagið Fýlupúkinn sé ekki samið um þá Klaustursþingmenn sem sátu að sumbli. „Þó maður gæti haldið það eftir fréttum að dæma,“ segir hún og hlær. Guðný sló fyrst í gegn með Páskalaginu sínu og er einnig nýbúin að gefa út sitt annað jólalag, Það eru jól, sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa horft á og notið. Hún á annað jólalag á lager.„Ég er alltaf að læra meira og meira og er öruggari á sviðinu,“ segir Guðný María sem er með miðstig í píanóleik frá Tónskóla Hörpunnar en segist annars vera alin upp í stöðugu tónlistarnámi í Þingeyjarsveit.aðsend„Þetta byrjaði allt með jólalagakeppni Rásar 2. Þannig byrjaði ævintýrið og ég vona að ég sé að verða betri og betri.“ Síðan hefur mikill fjöldi laga flætt frá henni og óhætt að segja að hún sé einn afkastamesti listamaður YouTube. Fyrir utan að semja lögin og textana spilar hún á píanó og trommur og jafnvel raddar ef þarf. „Ofan á þetta er ég að troða upp um allt land – sem er trúlega einsdæmi af ömmu.“ Velgengnin hefur ekki farið fram hjá neinum og er verið að vinna að heimildarmyndinni Guðný hún María, sem Frosti Jón „Gringó“ Runólfsson er að taka. „Hann er byrjaður að skjóta myndina. Mér hefur gengið mjög vel á mjög skömmum tíma og við förum um víðan völl. Trúlega förum við norður líka, heim í Þingeyjarsveit. Þetta er allt saman mjög skemmtilegt eins og lagið – þó það heiti fýlupúkinn.“Fýlupúkinn Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Taktu þína fýlu og frekjuköstin með, sendu henni grýlu, ofaní tösku treð, reiðiköstum pakka, ég sakna ekki neitt, né skammir þínar þakka, og vonsku yfirleitt. Dragðu upp elsku þína, dugnaðinn og þor, sjáðu kosti þína, sérhvert gæfuspor, svo fegurð þína sjái, sem ég elska mest, endalaust og dái, þetta fer þér best. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, því er fýla í þér? Ég ætla að hlæja meira og leika þessa stund, bara fallegt heyra, hvað þyngir þína lund? Fullur eða edrú, í öllu ástandi, brjálæði þitt er jú, voða þreytandi, stjórnsemi og gremju, sendu bara burt, dómhörkunni hentu, það er svo ófagurt. Þú lúkkar mikið betur, svona brosandi, verður annar maður, líka hlæjandi, það er ekkert að missa, elsku vinur minn, ég mun þig síðan kyssa, beint á munninn þinn. Ég ætla að hlæja bara, í dag og skemmta mér, ekki brosið spara, engin fýla hér, ég ætla að hlæja meira, og leika þessa stund, bara fallegt heyra, sem léttir okkar lund
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira