Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2018 10:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði að sum ummæli þingmannanna sex, sem náðust á upptöku á barnum Klaustri á síðustu viku, hafi ekki komið sér á óvart. Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru gestir þjóðmálaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þau eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar og Klaustursmálið, sem skekið hefur fjölmiðla frá því að upptökur á samtali sex þingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins voru birtar á miðvikudag.Aldrei upplifað aðra eins kvenfyrirlitningu Sigurður Ingi sagði málið blauta tusku í andlit Alþingis og samfélagsins, sérstaklega í ljósi þess að gengið hafi vel að uppræta slík viðhorf á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Hann sagðist á sama máli og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, og lagði áherslu á að ábyrgðin á ummælunum sem féllu á Klaustri lægi hjá þeim sem áttu í hlut. „Ég er á sama stað og Páll að þrátt fyrir að vissulega þurfi þingið og við öll að takast á við þetta þá bera þeir sem þarna voru alla ábyrgð á þessari umræðu,“ sagði Sigurður Ingi. Fjórir þingmannanna á Klaustri eru úr Miðflokknum, sem klofnaði upp úr flokki Sigurðar Inga, Framsóknarflokknum. Því var um að ræða fólk sem ráðherrann hefur starfað náið með, líkt og í tilfelli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar. Sigurður var því inntur eftir því hvort Klaustursupptökurnar hafi varpað ljósi á þeirra innri mann. „Ég veit ekki hvað ég á að fara langt út í það, Kristján, en sumt kom mér ekki á óvart. En hversu orðræðan var ljót, verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei upplifað að menn geti setið saman í þrjá klukkutíma og verið kerfisbundið að fara með þessa mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu, sem þarna fór fram. Ég ætla bara að segja það.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/vilhelmLágkúran á ábyrgð þingmannanna sex Þorgerður Katrín mótmælti því að ríkisstjórnin hafi náð verulegum árangri í jafnréttismálum. „Það er kannski dæmi um það að samráðsleysi, eða samráð ríkisstjórnarinnar er á hennar forsendum. En ekki á forsendum þingsins.“ Hún tók þó undir orð Sigurðar Inga að þingmennirnir á Klaustri bæru ábyrgð á orðum sínum, en áréttaði að þingið þyrfti einnig að bregðast við. Mikilvægt sé að konur fái að búa við örugga vinnustaðamenningu, og það hafi konur á Alþingi ekki endilega búið við. „Ég get alveg tekið undir það að þeirra er ábyrgðin. Þessi lágkúra sem birtist okkur á klausturbarnum er algjörlega á þeirra ábyrgð,“ sagði Þorgerður Katrín. „Er ekki ástæða fyrir þingið að skoða hvort alþingiskonur séu líka varðar með jafnréttislögum, eins og aðrar konur í samfélaginu eiga að vera?“ Þá vildi Þorgerður Katrín að siðanefnd Alþingis kæmi saman og undir það tók Sigurður Ingi. Hann ítrekaði að sér fyndist líklegt að forsætisnefndin vísi málinu til siðanefndar og sagði það óhjákvæmilegt að upptökurnar hafi afleiðingar en ekki væri hægt að segja til um það hver lendingin yrði. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði að sum ummæli þingmannanna sex, sem náðust á upptöku á barnum Klaustri á síðustu viku, hafi ekki komið sér á óvart. Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar voru gestir þjóðmálaþáttarins Sprengisands á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þau eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar og Klaustursmálið, sem skekið hefur fjölmiðla frá því að upptökur á samtali sex þingmanna úr Miðflokki og Flokki fólksins voru birtar á miðvikudag.Aldrei upplifað aðra eins kvenfyrirlitningu Sigurður Ingi sagði málið blauta tusku í andlit Alþingis og samfélagsins, sérstaklega í ljósi þess að gengið hafi vel að uppræta slík viðhorf á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Hann sagðist á sama máli og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, og lagði áherslu á að ábyrgðin á ummælunum sem féllu á Klaustri lægi hjá þeim sem áttu í hlut. „Ég er á sama stað og Páll að þrátt fyrir að vissulega þurfi þingið og við öll að takast á við þetta þá bera þeir sem þarna voru alla ábyrgð á þessari umræðu,“ sagði Sigurður Ingi. Fjórir þingmannanna á Klaustri eru úr Miðflokknum, sem klofnaði upp úr flokki Sigurðar Inga, Framsóknarflokknum. Því var um að ræða fólk sem ráðherrann hefur starfað náið með, líkt og í tilfelli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar. Sigurður var því inntur eftir því hvort Klaustursupptökurnar hafi varpað ljósi á þeirra innri mann. „Ég veit ekki hvað ég á að fara langt út í það, Kristján, en sumt kom mér ekki á óvart. En hversu orðræðan var ljót, verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei upplifað að menn geti setið saman í þrjá klukkutíma og verið kerfisbundið að fara með þessa mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu, sem þarna fór fram. Ég ætla bara að segja það.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/vilhelmLágkúran á ábyrgð þingmannanna sex Þorgerður Katrín mótmælti því að ríkisstjórnin hafi náð verulegum árangri í jafnréttismálum. „Það er kannski dæmi um það að samráðsleysi, eða samráð ríkisstjórnarinnar er á hennar forsendum. En ekki á forsendum þingsins.“ Hún tók þó undir orð Sigurðar Inga að þingmennirnir á Klaustri bæru ábyrgð á orðum sínum, en áréttaði að þingið þyrfti einnig að bregðast við. Mikilvægt sé að konur fái að búa við örugga vinnustaðamenningu, og það hafi konur á Alþingi ekki endilega búið við. „Ég get alveg tekið undir það að þeirra er ábyrgðin. Þessi lágkúra sem birtist okkur á klausturbarnum er algjörlega á þeirra ábyrgð,“ sagði Þorgerður Katrín. „Er ekki ástæða fyrir þingið að skoða hvort alþingiskonur séu líka varðar með jafnréttislögum, eins og aðrar konur í samfélaginu eiga að vera?“ Þá vildi Þorgerður Katrín að siðanefnd Alþingis kæmi saman og undir það tók Sigurður Ingi. Hann ítrekaði að sér fyndist líklegt að forsætisnefndin vísi málinu til siðanefndar og sagði það óhjákvæmilegt að upptökurnar hafi afleiðingar en ekki væri hægt að segja til um það hver lendingin yrði.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50
„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11