Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2018 09:29 Elton John og Freddie Mercury var vel til vina. Mynd/Samsett Erlendir miðlar rifja nú upp brot úr sjálfsævisögu tónlistarmannsins Elton John þar sem hann minntist hinstu daga starfsbróður síns, Freddie Mercury sem lést úr alnæmi árið 1991. Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. Sjá einnig: Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Mercury, hinn goðsagnakenndi söngvari hljómsveitarinnar Queen, fór afar leynt með veikindi sín en margir veltu því þó fyrir sér síðustu árin hvort hann væri smitaður af HIV. Samstarfsmenn hans og vinir neituðu því þó að hann væri veikur. Mercury sjálfur sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann væri með alnæmi. Hann lést daginn eftir, þann 24. nóvember 1991.Vissi að skelfilegur dauði var í vændum Elton John minnist vinar síns í bókinni Love is the Cure: On Life, Loss and the End of Aids sem kom út árið 2013. Þar rifjar hann upp hvernig hinn hlédrægi Mercury þagði um veikindi sín, allt fram til hinsta dags en bókarkaflinn var birtur á vef Indy í gær. „En Freddie sagði mér að hann væri með HIV skömmu eftir að hann greindist árið 1987. Ég var niðurbrotinn. Ég hafði þegar séð hvernig sjúkdómurinn fór með marga vini mína. Ég vissi nákvæmlega hvað hann myndi gera Freddie. Og hann vissi það líka. Hann vissi að dauði, skelfilegur dauði, væri í vændum.“Elton John og Freddie Mercury ásamt Peter Straker árið 1977.Getty/Hulton ArchiveHinsta jólagjöfin Þá hampar Elton hugrekki Mercury og varpar ljósi á það hversu vel hann hugsaði um vini sína, jafnvel þegar hann var sjálfur við dauðans dyr. Því til sönnunar rekur Elton söguna af því þegar honum barst óvænt jólagjöf frá Mercury, að honum látnum. „Freddie lést 24. nóvember 1991 og ég syrgði hann enn mörgum vikum eftir jarðarförina. Á jóladag fékk ég veður af því að Freddie hafði skilið eftir hinsta vitnisburðinn um ósérhlífni sína,“ skrifar Elton. Hann segir að vinur þeirra Freddie hafi bankað upp á með óvænta gjöf: málverk eftir uppáhalds listamann Eltons, hinn breska Henry Scott Tuke, og meðfylgjandi var bréf frá Freddie. „Það þyrmdi yfir mig, fjörutíu og fjögurra ára gamlan, og ég grét eins og barn. Þarna var þessi fallegi maður, að deyja úr alnæmi, og hinstu dagana tókst honum einhvern veginn að finna jólagjöf handa mér. Þetta var sorglegt augnablik en ég hugsa oft um það þegar ég minnist Freddie vegna þess að það fangar persónuleika hans. Í dauðanum minnti hann mig á það sem gerði hann svo einstakan í lifanda lífi.“ Á alþjóðlega alnæmisdeginum í gær var greint frá því að á Íslandi höfðu alls 389 manns greinst með HIV/alnæmi í lok ársins 2017. Þar af voru 282 karlar og 107 konur. Þá er aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa á þessu ári miðað við síðasta ár. Í lok október 2018 hafði HIV-sýking verið staðfest hjá 34 einstaklingum, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins. Tónlist Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Flugfreyjuhatturinn á hilluna eftir 36 ár: Kynntist Rod Stewart og Freddie Mercury "Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn.“ 8. nóvember 2018 10:30 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Erlendir miðlar rifja nú upp brot úr sjálfsævisögu tónlistarmannsins Elton John þar sem hann minntist hinstu daga starfsbróður síns, Freddie Mercury sem lést úr alnæmi árið 1991. Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. Sjá einnig: Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Mercury, hinn goðsagnakenndi söngvari hljómsveitarinnar Queen, fór afar leynt með veikindi sín en margir veltu því þó fyrir sér síðustu árin hvort hann væri smitaður af HIV. Samstarfsmenn hans og vinir neituðu því þó að hann væri veikur. Mercury sjálfur sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann væri með alnæmi. Hann lést daginn eftir, þann 24. nóvember 1991.Vissi að skelfilegur dauði var í vændum Elton John minnist vinar síns í bókinni Love is the Cure: On Life, Loss and the End of Aids sem kom út árið 2013. Þar rifjar hann upp hvernig hinn hlédrægi Mercury þagði um veikindi sín, allt fram til hinsta dags en bókarkaflinn var birtur á vef Indy í gær. „En Freddie sagði mér að hann væri með HIV skömmu eftir að hann greindist árið 1987. Ég var niðurbrotinn. Ég hafði þegar séð hvernig sjúkdómurinn fór með marga vini mína. Ég vissi nákvæmlega hvað hann myndi gera Freddie. Og hann vissi það líka. Hann vissi að dauði, skelfilegur dauði, væri í vændum.“Elton John og Freddie Mercury ásamt Peter Straker árið 1977.Getty/Hulton ArchiveHinsta jólagjöfin Þá hampar Elton hugrekki Mercury og varpar ljósi á það hversu vel hann hugsaði um vini sína, jafnvel þegar hann var sjálfur við dauðans dyr. Því til sönnunar rekur Elton söguna af því þegar honum barst óvænt jólagjöf frá Mercury, að honum látnum. „Freddie lést 24. nóvember 1991 og ég syrgði hann enn mörgum vikum eftir jarðarförina. Á jóladag fékk ég veður af því að Freddie hafði skilið eftir hinsta vitnisburðinn um ósérhlífni sína,“ skrifar Elton. Hann segir að vinur þeirra Freddie hafi bankað upp á með óvænta gjöf: málverk eftir uppáhalds listamann Eltons, hinn breska Henry Scott Tuke, og meðfylgjandi var bréf frá Freddie. „Það þyrmdi yfir mig, fjörutíu og fjögurra ára gamlan, og ég grét eins og barn. Þarna var þessi fallegi maður, að deyja úr alnæmi, og hinstu dagana tókst honum einhvern veginn að finna jólagjöf handa mér. Þetta var sorglegt augnablik en ég hugsa oft um það þegar ég minnist Freddie vegna þess að það fangar persónuleika hans. Í dauðanum minnti hann mig á það sem gerði hann svo einstakan í lifanda lífi.“ Á alþjóðlega alnæmisdeginum í gær var greint frá því að á Íslandi höfðu alls 389 manns greinst með HIV/alnæmi í lok ársins 2017. Þar af voru 282 karlar og 107 konur. Þá er aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa á þessu ári miðað við síðasta ár. Í lok október 2018 hafði HIV-sýking verið staðfest hjá 34 einstaklingum, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins.
Tónlist Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Flugfreyjuhatturinn á hilluna eftir 36 ár: Kynntist Rod Stewart og Freddie Mercury "Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn.“ 8. nóvember 2018 10:30 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45
Flugfreyjuhatturinn á hilluna eftir 36 ár: Kynntist Rod Stewart og Freddie Mercury "Ég byrjaði fyrst árið 1979 um sumar. Þá sá ég auglýsingu í blaðinu og við tókum okkur saman nokkrar vinkonur úr Módel 79, sem voru svona sýningarsamtök, að sækja um. Við sóttum um og ég flaug inn.“ 8. nóvember 2018 10:30
Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30