Mikil tímamót fyrir Borgarlínu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:30 Dagur segir tillögur viðræðuhópsins vera mikinn áfanga. Fréttablaðið/Ernir Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum til samgöngumálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins í gær. Hópurinn leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Lagt er til að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið á tímabili 15 ára samgönguáætlunar og er heildarkostnaður við þann áfanga áætlaður 42 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikinn áfanga og bætir við að það sé mikilvægt að þessar áherslur séu lagðar sameiginlega af hálfu ríkis og sveitarfélaga. „Þarna er í raun verið að nálgast málið mjög heildstætt út frá því sem er best fyrir umferðina, umhverfið og framtíðarþróun svæðisins,“ segir borgarstjóri. Að sögn Dags færa tillögur hópsins Borgarlínu nær því að verða að veruleika. „Það eru auðvitað bæði mikil tímamót en svo er líka mikilvægt að það sé breið samstaða og skilningur á því að til þess að gera almenningssamgöngur að frábærum valkosti þá þurfa þær að vera framúrskarandi góðar. Þá þurfum við að efla þær og þær þurfa að fá forgang í umferðinni. Þess vegna þarf að fjárfesta í þeim ekki síður en öðrum samgöngumátum. Það er í raun kjarninn í því sem felst í tillögum viðræðuhópsins.“ Einnig er lagt til að Miklabraut verði sett að hluta í stokk á öðru tímabili samgönguáætlunar og að 1,5 milljörðum verði ráðstafað í stofnstígaframkvæmdir, svo fátt eitt sé nefnt. Um Miklubrautina segir Dagur að sú framkvæmd hafi skorað einna hæst hvað varðar jákvæð áhrif á umferð. Það sé aukinheldur lífsgæðamál fyrir íbúa á svæðinu enda dragi framkvæmdin úr hljóð- og loftmengun og gefi færi á að „sameina Hlíðarnar á ný“. „Um leið er þetta framkvæmd sem nýtist öllum samgöngumátum. Það er lykilatriðið. Að þetta nýtist ekki bara þeim sem keyra heldur líka þeim sem nýta Borgarlínuna eða vilja fara gangandi eða hjólandi,“ bætir borgarstjóri við. Dagur segir að undanfarin ár hafi sveitarfélög og ríki unnið að því að efla stígakerfi svæðisins og nú sé verið að stíga frekari skref. Hann segir að það dugi ekki að hluti hjólreiðaleiðar sé góður heldur þurfi stígar helst að vera samfellt góðir alla leið sem hjólreiðafólk fer. „Eftir því sem við getum klárað að gera heildstætt hjólastíganet fyrir allt höfuðborgarsvæðið fyrr þeim mun betri er þessi valkostur. Við sjáum það nú þegar á tölunum að það er mestur vöxtur í hjólreiðum af öllum samgöngumátum á undanförnum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum til samgöngumálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins í gær. Hópurinn leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Lagt er til að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið á tímabili 15 ára samgönguáætlunar og er heildarkostnaður við þann áfanga áætlaður 42 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikinn áfanga og bætir við að það sé mikilvægt að þessar áherslur séu lagðar sameiginlega af hálfu ríkis og sveitarfélaga. „Þarna er í raun verið að nálgast málið mjög heildstætt út frá því sem er best fyrir umferðina, umhverfið og framtíðarþróun svæðisins,“ segir borgarstjóri. Að sögn Dags færa tillögur hópsins Borgarlínu nær því að verða að veruleika. „Það eru auðvitað bæði mikil tímamót en svo er líka mikilvægt að það sé breið samstaða og skilningur á því að til þess að gera almenningssamgöngur að frábærum valkosti þá þurfa þær að vera framúrskarandi góðar. Þá þurfum við að efla þær og þær þurfa að fá forgang í umferðinni. Þess vegna þarf að fjárfesta í þeim ekki síður en öðrum samgöngumátum. Það er í raun kjarninn í því sem felst í tillögum viðræðuhópsins.“ Einnig er lagt til að Miklabraut verði sett að hluta í stokk á öðru tímabili samgönguáætlunar og að 1,5 milljörðum verði ráðstafað í stofnstígaframkvæmdir, svo fátt eitt sé nefnt. Um Miklubrautina segir Dagur að sú framkvæmd hafi skorað einna hæst hvað varðar jákvæð áhrif á umferð. Það sé aukinheldur lífsgæðamál fyrir íbúa á svæðinu enda dragi framkvæmdin úr hljóð- og loftmengun og gefi færi á að „sameina Hlíðarnar á ný“. „Um leið er þetta framkvæmd sem nýtist öllum samgöngumátum. Það er lykilatriðið. Að þetta nýtist ekki bara þeim sem keyra heldur líka þeim sem nýta Borgarlínuna eða vilja fara gangandi eða hjólandi,“ bætir borgarstjóri við. Dagur segir að undanfarin ár hafi sveitarfélög og ríki unnið að því að efla stígakerfi svæðisins og nú sé verið að stíga frekari skref. Hann segir að það dugi ekki að hluti hjólreiðaleiðar sé góður heldur þurfi stígar helst að vera samfellt góðir alla leið sem hjólreiðafólk fer. „Eftir því sem við getum klárað að gera heildstætt hjólastíganet fyrir allt höfuðborgarsvæðið fyrr þeim mun betri er þessi valkostur. Við sjáum það nú þegar á tölunum að það er mestur vöxtur í hjólreiðum af öllum samgöngumátum á undanförnum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira