SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2018 18:45 Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. Útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar renna út um áramót. Aðilar bæði almenna og opinbera vinnumarkaðarins komu til þrettánda samráðsfundur þeirra með stjórnvöldum í Ráðherrabústaðnum í dag. Fyrir liggur að formenn að minnsta kosti sjö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins telja viðræður um nýjan kjarasamning ganga allt of hægt og vilja vísa deilunni strax til Ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur vænlegra að halda viðræðum áfram án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég held að það sé fullkomlega ótímabært að vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara og ég hef gengið svo langt að segja að ég telji það óskynsamlegt á sama tíma. Við erum rétt búin að funda sjö sinnum með deiluaðilum, SGS og VR og þar erum við rétt búin að ávarpa þessa stærstu þætti í kröfugerðinni,” segir Halldór Benjamín. Nær útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar á almenna markaðnum renna út um áramótin en Halldór segir markmiðið að klára samningagerðina í janúar.Finnst ykkur hjá Samtökum atvinnulífsins að þið séuð að tala við forystu sem er ekki alveg sameinuð hinum megin við samningaborðið? „Ég held að við verðum bara að sjá hvernig það mun þróast núna á næstu dögum. Hins vegar breytir það því ekki að það sem er aðalatriðið í þessu er hver er gangurinn í hagkerfinu og hvað er til skiptanna í þessu samfélagi á næstu mánuðum og árum,” segir Halldór Benjamín. Verðmæti verði ekki til með kjarasamningum heldur séu þeir til að skipta verðmætum segir Halldór. Þar talar hann á svipuðum nótum og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem sagði í viðtali við Morgunblaðið að ríkisstjórnin muni endurskoða áform um skattalækkanir verði samið á óraunhæfum nótum.Var það ekki óhentug sprengja á þessum tímapunkti? „Nei eru þetta ekki bara augljós sannindi? En ég er ekkert að spá því að menn semji ekki skynsamlega. Það hljóta að vera allar líkur á því að menn leiti leiða til að ráðstafa því svigrúmi sem er til staðar. En ef menn enda með samninga sem samrýmast ekki stöðunni í hagkerfinu er það skylda stjórnvalda að bregðast við því,” segir Bjarni. Drífa Sædal forseti Alþýðusambandsins segir niðurstöðu ekki komna í skatta- og húsnæðismál sem muni ráða mestu um hvernig takist til við kjarasamninga.Yfirlýsingar fjármálaráðherra varðandi mögulegar skattalækkanir og útkomu kjarasamninga, eru þær til að auðvelda málin? „Það að hóta vinnandi fólki með svona yfirlýsingum verður ekki til að leysa deiluna, nei,” segir forseti ASÍ. Farið sé að gæta óþreyju meðal sumra forystumanna verkalýðsfélaganna sem vilji flýta samningaferlinu en málin séu alltaf í höndum samninganefnda félaganna. Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 Skýrist á næstu dögum hvort samninganefnd SGS klofnar Á formannafundi félaganna á föstudag vildu sjö félaganna vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara en ellefu félög vildu láta reyna lengur á viðræður við atvinnurekendur. 18. desember 2018 19:00 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. Útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar renna út um áramót. Aðilar bæði almenna og opinbera vinnumarkaðarins komu til þrettánda samráðsfundur þeirra með stjórnvöldum í Ráðherrabústaðnum í dag. Fyrir liggur að formenn að minnsta kosti sjö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins telja viðræður um nýjan kjarasamning ganga allt of hægt og vilja vísa deilunni strax til Ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur vænlegra að halda viðræðum áfram án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég held að það sé fullkomlega ótímabært að vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara og ég hef gengið svo langt að segja að ég telji það óskynsamlegt á sama tíma. Við erum rétt búin að funda sjö sinnum með deiluaðilum, SGS og VR og þar erum við rétt búin að ávarpa þessa stærstu þætti í kröfugerðinni,” segir Halldór Benjamín. Nær útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar á almenna markaðnum renna út um áramótin en Halldór segir markmiðið að klára samningagerðina í janúar.Finnst ykkur hjá Samtökum atvinnulífsins að þið séuð að tala við forystu sem er ekki alveg sameinuð hinum megin við samningaborðið? „Ég held að við verðum bara að sjá hvernig það mun þróast núna á næstu dögum. Hins vegar breytir það því ekki að það sem er aðalatriðið í þessu er hver er gangurinn í hagkerfinu og hvað er til skiptanna í þessu samfélagi á næstu mánuðum og árum,” segir Halldór Benjamín. Verðmæti verði ekki til með kjarasamningum heldur séu þeir til að skipta verðmætum segir Halldór. Þar talar hann á svipuðum nótum og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem sagði í viðtali við Morgunblaðið að ríkisstjórnin muni endurskoða áform um skattalækkanir verði samið á óraunhæfum nótum.Var það ekki óhentug sprengja á þessum tímapunkti? „Nei eru þetta ekki bara augljós sannindi? En ég er ekkert að spá því að menn semji ekki skynsamlega. Það hljóta að vera allar líkur á því að menn leiti leiða til að ráðstafa því svigrúmi sem er til staðar. En ef menn enda með samninga sem samrýmast ekki stöðunni í hagkerfinu er það skylda stjórnvalda að bregðast við því,” segir Bjarni. Drífa Sædal forseti Alþýðusambandsins segir niðurstöðu ekki komna í skatta- og húsnæðismál sem muni ráða mestu um hvernig takist til við kjarasamninga.Yfirlýsingar fjármálaráðherra varðandi mögulegar skattalækkanir og útkomu kjarasamninga, eru þær til að auðvelda málin? „Það að hóta vinnandi fólki með svona yfirlýsingum verður ekki til að leysa deiluna, nei,” segir forseti ASÍ. Farið sé að gæta óþreyju meðal sumra forystumanna verkalýðsfélaganna sem vilji flýta samningaferlinu en málin séu alltaf í höndum samninganefnda félaganna.
Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 Skýrist á næstu dögum hvort samninganefnd SGS klofnar Á formannafundi félaganna á föstudag vildu sjö félaganna vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara en ellefu félög vildu láta reyna lengur á viðræður við atvinnurekendur. 18. desember 2018 19:00 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00
Skýrist á næstu dögum hvort samninganefnd SGS klofnar Á formannafundi félaganna á föstudag vildu sjö félaganna vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara en ellefu félög vildu láta reyna lengur á viðræður við atvinnurekendur. 18. desember 2018 19:00
Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44