Stórbætt aðgengi að íslenskri listasögu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2018 17:30 Listasafn Íslands. Vinnuhópur á vegum Listasafns Íslands hefur ásamt Myndstefi, höfundaréttarsamtökum myndhöfunda, unnið að gerð samnings um myndbirtingu höfundaréttarvarinna verka. Við undirritun hans munu söfn fá leyfi til að birta ljósmyndir á veflægri safnmunaskrá af safnkosti í höfundarétti. Með þessu stóreykst aðgengi almennings og skóla að upplýsingum úr safnmunaskrám. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Íslands. Myndstef mun undirrita slíka samninga um birtingu höfundaréttarvarins efnis við Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands á morgun klukkan 16:30 að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Undirritunin fer fram í Listasafni Íslands. Aðgengi skóla og almennings að upplýsingum úr safnmunaskrám listasafna á netinu hefur til þessa nær eingöngu einskorðast við textaupplýsingar en nú verður mögulegt að birta ljósmynd af verkum (stafræn birting) ásamt textaupplýsingum. Með þessum nýja samningi verður því íslensk sjónlist gerð mun aðgengilegri til kennslu og fyrir almenning. Samningurinn er saminn með öll söfn í huga því almennt heyrir alltaf einhver hluti safnkosts undir höfundarétt sjónlista.6,7 milljónir mynda Öll söfn sem hafa öðlast viðurkenningu safnaráðs eða eru í eigu íslenska ríkisins og starfa eftir lögum geta gengið til samninga við Myndstef. Viðkomandi safn greiðir árlegt gjald til Myndstefs og skuldbindur sig til að gæta sæmdarréttar við skráningar og merkingar samkvæmt lögum um höfundarétt. Óheimilt verður að nota ljósmyndir sem birtast úr safnmunaskránum af höfundaréttarvörðu efni í fjárhagslegu skyni. Myndir eru vatnsmerktar en nú sem áður, þarf að hafa samband við viðkomandi safn og kaupa leyfi til slíkra nota og greiða höfundarétt af notkun í samræmi við samninga. Í safneign Listasafns Íslands eru nú um 13.000 verk. Safnið fer sjálft með höfundarétt nokkurra listamanna sem hafa ánafnað safninu eða þjóðinni þann rétt. Eins eru verk listamanna sem ekki eru lengur í höfundarrétti í safneign Listasafns Íslands. Markmiðið er að koma myndum af safnkosti safnsins á vefinn í áföngum á næstu misserum og veita með því ríkulegt aðgengi að íslenskri listasögu, ekki síst samtímalistar. Þjóðminjasafn Íslands varðveitir einnig fjölbreyttan listrænan safnkost en stærsta safnheild þess er Ljósmyndasafn Íslands þar sem nú eru um 6,7 milljón ljósmyndir. Stærstur hluti þess er í söfnum frá um 240 ljósmyndurum sem spanna tímann frá upphafi ljósmyndunar á Íslandi um 1860 og til dagsins í dag. Stór hluti ljósmyndaefnisins er í höfundarétti og hefur safnið gert sérstaka samninga við handhafa höfundaréttar, gengið frá kaupum á höfundarétti og líka fengið slíkan rétt í arf. Það er söfnunum mikilvægt að ganga til þessara samninga við Myndstef í ljósi þess að ákveðin óvissa hefur ríkt um heimildir safna til birtinga úr safnmunaskrám á netinu. Safnmunir Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands eru skráðir á www.sarpur.is Höfundaréttur Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Vinnuhópur á vegum Listasafns Íslands hefur ásamt Myndstefi, höfundaréttarsamtökum myndhöfunda, unnið að gerð samnings um myndbirtingu höfundaréttarvarinna verka. Við undirritun hans munu söfn fá leyfi til að birta ljósmyndir á veflægri safnmunaskrá af safnkosti í höfundarétti. Með þessu stóreykst aðgengi almennings og skóla að upplýsingum úr safnmunaskrám. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Listasafni Íslands. Myndstef mun undirrita slíka samninga um birtingu höfundaréttarvarins efnis við Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands á morgun klukkan 16:30 að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Undirritunin fer fram í Listasafni Íslands. Aðgengi skóla og almennings að upplýsingum úr safnmunaskrám listasafna á netinu hefur til þessa nær eingöngu einskorðast við textaupplýsingar en nú verður mögulegt að birta ljósmynd af verkum (stafræn birting) ásamt textaupplýsingum. Með þessum nýja samningi verður því íslensk sjónlist gerð mun aðgengilegri til kennslu og fyrir almenning. Samningurinn er saminn með öll söfn í huga því almennt heyrir alltaf einhver hluti safnkosts undir höfundarétt sjónlista.6,7 milljónir mynda Öll söfn sem hafa öðlast viðurkenningu safnaráðs eða eru í eigu íslenska ríkisins og starfa eftir lögum geta gengið til samninga við Myndstef. Viðkomandi safn greiðir árlegt gjald til Myndstefs og skuldbindur sig til að gæta sæmdarréttar við skráningar og merkingar samkvæmt lögum um höfundarétt. Óheimilt verður að nota ljósmyndir sem birtast úr safnmunaskránum af höfundaréttarvörðu efni í fjárhagslegu skyni. Myndir eru vatnsmerktar en nú sem áður, þarf að hafa samband við viðkomandi safn og kaupa leyfi til slíkra nota og greiða höfundarétt af notkun í samræmi við samninga. Í safneign Listasafns Íslands eru nú um 13.000 verk. Safnið fer sjálft með höfundarétt nokkurra listamanna sem hafa ánafnað safninu eða þjóðinni þann rétt. Eins eru verk listamanna sem ekki eru lengur í höfundarrétti í safneign Listasafns Íslands. Markmiðið er að koma myndum af safnkosti safnsins á vefinn í áföngum á næstu misserum og veita með því ríkulegt aðgengi að íslenskri listasögu, ekki síst samtímalistar. Þjóðminjasafn Íslands varðveitir einnig fjölbreyttan listrænan safnkost en stærsta safnheild þess er Ljósmyndasafn Íslands þar sem nú eru um 6,7 milljón ljósmyndir. Stærstur hluti þess er í söfnum frá um 240 ljósmyndurum sem spanna tímann frá upphafi ljósmyndunar á Íslandi um 1860 og til dagsins í dag. Stór hluti ljósmyndaefnisins er í höfundarétti og hefur safnið gert sérstaka samninga við handhafa höfundaréttar, gengið frá kaupum á höfundarétti og líka fengið slíkan rétt í arf. Það er söfnunum mikilvægt að ganga til þessara samninga við Myndstef í ljósi þess að ákveðin óvissa hefur ríkt um heimildir safna til birtinga úr safnmunaskrám á netinu. Safnmunir Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands eru skráðir á www.sarpur.is
Höfundaréttur Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira