Ágóði af peningaþvætti yfirleitt gerður upptækur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. desember 2018 07:30 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjallað var um mál Júlíusar í Panama-skjölunum svokölluðu. Brot Júlíusar fólst í því að hafa árin 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum hjá UBS-banka á Ermarsundseyjunni Jersey andvirði 131 til 146 milljóna króna en um var að ræða tekjur sem komu til vegna viðskipta bílaumboðsins Ingvars Helgasonar á árunum 1982 til 1993 sem voru ekki taldar fram til skatts. Árið 2014 ráðstafaði Júlíus þessum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi og inn á reikning hjá bankanum Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar hans voru skráðir ákærði, eiginkona hans og börn. Fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, sem ákærði þvætti með þessum hætti, var á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Ágóði Júlíusar af brotinu er hins vegar ekki gerður upptækur eins og tíðkast í peningaþvættismálum, en hvorki var gerð krafa um kyrrsetningu fjármunanna meðan rannsókn stóð yfir, né upptöku þeirra með dómi. Fyrir tæpum mánuði féll einnig dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna peningaþvættis en fjárhæðin sem þar var um að ræða var um það bil fimmfalt lægri en í tilviki Júlíusar eða rúmar átta milljónir. Fékk dómfelldi í því máli, Hafþór Logi Hlynsson, 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir brotið auk þess sem ágóði brotsins var gerður upptækur; rúmlega tvær og hálf milljón í peningum ásamt vöxtum og verðbótum og Tesla-bifreið af 2014 árgerð. Sami saksóknari sótti þessi mál og sami dómari við héraðsdóm dæmdi. Á það ber þó að líta að Hafþór á langan sakaferil að baki og rauf skilorð með broti sínu. Að frátalinni upptöku ágóðans skýrir sakaferill og skilorðsrof Hafþórs muninn á þyngd refsingarinnar í þessum málum en dómurinn yfir Hafþóri er bæði tveimur mánuðum lengri og óskilorðsbundinn. Birtist í Fréttablaðinu Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fjallað var um mál Júlíusar í Panama-skjölunum svokölluðu. Brot Júlíusar fólst í því að hafa árin 2010 til 2014 geymt á bankareikningi sínum hjá UBS-banka á Ermarsundseyjunni Jersey andvirði 131 til 146 milljóna króna en um var að ræða tekjur sem komu til vegna viðskipta bílaumboðsins Ingvars Helgasonar á árunum 1982 til 1993 sem voru ekki taldar fram til skatts. Árið 2014 ráðstafaði Júlíus þessum fjármunum af fyrrnefndum bankareikningi og inn á reikning hjá bankanum Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation. Rétthafar hans voru skráðir ákærði, eiginkona hans og börn. Fjárhæð hins ólögmæta ávinnings, sem ákærði þvætti með þessum hætti, var á bilinu 49 til 57 milljónir króna. Ágóði Júlíusar af brotinu er hins vegar ekki gerður upptækur eins og tíðkast í peningaþvættismálum, en hvorki var gerð krafa um kyrrsetningu fjármunanna meðan rannsókn stóð yfir, né upptöku þeirra með dómi. Fyrir tæpum mánuði féll einnig dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna peningaþvættis en fjárhæðin sem þar var um að ræða var um það bil fimmfalt lægri en í tilviki Júlíusar eða rúmar átta milljónir. Fékk dómfelldi í því máli, Hafþór Logi Hlynsson, 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm fyrir brotið auk þess sem ágóði brotsins var gerður upptækur; rúmlega tvær og hálf milljón í peningum ásamt vöxtum og verðbótum og Tesla-bifreið af 2014 árgerð. Sami saksóknari sótti þessi mál og sami dómari við héraðsdóm dæmdi. Á það ber þó að líta að Hafþór á langan sakaferil að baki og rauf skilorð með broti sínu. Að frátalinni upptöku ágóðans skýrir sakaferill og skilorðsrof Hafþórs muninn á þyngd refsingarinnar í þessum málum en dómurinn yfir Hafþóri er bæði tveimur mánuðum lengri og óskilorðsbundinn.
Birtist í Fréttablaðinu Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42
Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30