Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. desember 2018 06:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta eru mjög sláandi niðurstöður. Væntingar stjórnenda á stöðunni í dag og sex mánuði fram í tímann eru þær verstu frá því að efnahagsuppsveiflan hófst eftir hrun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um niðurstöður nýrrar könnunar meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Umrædd könnun á mati á aðstæðum í atvinnulífinu er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans og er framkvæmd af Gallup. „Mér finnst þetta einn besti mælikvarðinn á stöðu hagkerfisins hverju sinni í ljósi þess að við höfum framkvæmt þessa könnun fjórum sinnum á ári í 16 ár,“ segir Halldór. Búast stjórnendur 30 prósent fyrirtækja við fækkun starfsmanna á næstu sex mánuðum en stjórnendur 10 prósenta fyrirtækja búast við fjölgun starfsmanna. „Alveg frá því í dýpstu kreppunni 2009 hafa fyrirtækin verið að bæta við sig fólki. Í fyrsta skipti núna frá því eftir hrun sjáum við skýr skil og stjórnendur fyrirtækja gera ráð fyrir að fækka verulega fólki á næstunni,“ segir Halldór. Miðað við stærðardreifingu fyrirtækjanna sem tóku þátt í könnuninni má gera ráð fyrir að störfum fækki um 1,2 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það yfirfært á allan vinnumarkaðinn myndi það þýða að störfum fækkaði um 1.400. „Efnahagslegur raunveruleiki knýr alltaf dyra að lokum. Eftir mikinn uppgang undanfarinna ára sjáum við að fyrirtækin eru farin að halda að sér höndum. Þetta er bara staðan í hagkerfinu, því miður.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
„Þetta eru mjög sláandi niðurstöður. Væntingar stjórnenda á stöðunni í dag og sex mánuði fram í tímann eru þær verstu frá því að efnahagsuppsveiflan hófst eftir hrun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um niðurstöður nýrrar könnunar meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Umrædd könnun á mati á aðstæðum í atvinnulífinu er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans og er framkvæmd af Gallup. „Mér finnst þetta einn besti mælikvarðinn á stöðu hagkerfisins hverju sinni í ljósi þess að við höfum framkvæmt þessa könnun fjórum sinnum á ári í 16 ár,“ segir Halldór. Búast stjórnendur 30 prósent fyrirtækja við fækkun starfsmanna á næstu sex mánuðum en stjórnendur 10 prósenta fyrirtækja búast við fjölgun starfsmanna. „Alveg frá því í dýpstu kreppunni 2009 hafa fyrirtækin verið að bæta við sig fólki. Í fyrsta skipti núna frá því eftir hrun sjáum við skýr skil og stjórnendur fyrirtækja gera ráð fyrir að fækka verulega fólki á næstunni,“ segir Halldór. Miðað við stærðardreifingu fyrirtækjanna sem tóku þátt í könnuninni má gera ráð fyrir að störfum fækki um 1,2 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það yfirfært á allan vinnumarkaðinn myndi það þýða að störfum fækkaði um 1.400. „Efnahagslegur raunveruleiki knýr alltaf dyra að lokum. Eftir mikinn uppgang undanfarinna ára sjáum við að fyrirtækin eru farin að halda að sér höndum. Þetta er bara staðan í hagkerfinu, því miður.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira