Kalla inn jólin með ýmsum perlum tónbókmenntanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2018 08:30 Hlíðarendakirkja var pökkuð þegar rangæskt tónlistarfólk kom þar fram í mars, nú verður það á Breiðabólstað og kirkjan þar mun óma af tónlist. Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð mun óma af tónlist í kvöld þegar Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Sigríður Aðalsteinsdóttir altsöngkona og Guðjón Halldór Óskarsson organisti láta nokkrar perlur tónbókmenntanna kalla inn jólin. Með þeim taka kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls þátt. Rut er um það bil að hendast á æfingu í kirkjunni þegar ég hringi. Hún segir þetta í fyrsta sinn sem hún taki þátt í jólatónleikum í Hlíðinni fögru. „Sveitungarnir báðu mig að vera með og mér hefur þótt það mjög gaman. Við völdum saman falleg verk svo sem Adagio eftir T. Albinon, Slá þú hjartans hörpustrengi eftir Bach, fiðlusónötu eftir Vivaldi og dásamlega aríu úr Jólaóratóríunni eftir Bach með altsöngkonu og fiðlu, svo dæmi séu tekin. Sigríður Aðalsteinsdóttir er skólastjóri í Tónlistarskóla Rangæinga og frábær altsöngkona. Hún syngur líka Helga nótt og þar tekur kórinn undir og ég spila röddina með, þannig er það líka í Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns sem allir syngja saman.“ Spurð hvort Breiðabólstaðarkirkja sé gott tónlistarhús svarar Rut: „Hlíðarendakirkja er betri sem slík, þar hljómar betur. Þess vegna völdum við hana fyrir Bachtónleikana sem við héldum í mars. En það fer betur um bæði kórfólk og áheyrendur í Breiðabólstaðarkirkju enda er hún stærri,“ segir Rut og upplýsir að tuttugu og fimm manns séu í kórunum. Hún segir þau hjónin dvelja um hálft árið í Fljótshlíðinni og góð tengsl hafa skapast milli þeirra og heimafólks. „Við vorum með átta tónleika í Hlöðunni okkar að Kvoslæk síðasta sumar og dveljum meira hér fyrir austan á þeim árstíma en fyrir sunnan að vetrinum. Það hefur samt enginn vetur verið núna en myrkrið er mikið hér í sveitinni í skammdeginu. Við reynum bara að lýsa það upp.“ Tónleikarnir í Breiðabólstaðarkirkju hefjast klukkan 20 í kvöld. Aðgangur er ókeypis og allir velkomir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð mun óma af tónlist í kvöld þegar Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Sigríður Aðalsteinsdóttir altsöngkona og Guðjón Halldór Óskarsson organisti láta nokkrar perlur tónbókmenntanna kalla inn jólin. Með þeim taka kirkjukórar Breiðabólstaðarprestakalls þátt. Rut er um það bil að hendast á æfingu í kirkjunni þegar ég hringi. Hún segir þetta í fyrsta sinn sem hún taki þátt í jólatónleikum í Hlíðinni fögru. „Sveitungarnir báðu mig að vera með og mér hefur þótt það mjög gaman. Við völdum saman falleg verk svo sem Adagio eftir T. Albinon, Slá þú hjartans hörpustrengi eftir Bach, fiðlusónötu eftir Vivaldi og dásamlega aríu úr Jólaóratóríunni eftir Bach með altsöngkonu og fiðlu, svo dæmi séu tekin. Sigríður Aðalsteinsdóttir er skólastjóri í Tónlistarskóla Rangæinga og frábær altsöngkona. Hún syngur líka Helga nótt og þar tekur kórinn undir og ég spila röddina með, þannig er það líka í Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns sem allir syngja saman.“ Spurð hvort Breiðabólstaðarkirkja sé gott tónlistarhús svarar Rut: „Hlíðarendakirkja er betri sem slík, þar hljómar betur. Þess vegna völdum við hana fyrir Bachtónleikana sem við héldum í mars. En það fer betur um bæði kórfólk og áheyrendur í Breiðabólstaðarkirkju enda er hún stærri,“ segir Rut og upplýsir að tuttugu og fimm manns séu í kórunum. Hún segir þau hjónin dvelja um hálft árið í Fljótshlíðinni og góð tengsl hafa skapast milli þeirra og heimafólks. „Við vorum með átta tónleika í Hlöðunni okkar að Kvoslæk síðasta sumar og dveljum meira hér fyrir austan á þeim árstíma en fyrir sunnan að vetrinum. Það hefur samt enginn vetur verið núna en myrkrið er mikið hér í sveitinni í skammdeginu. Við reynum bara að lýsa það upp.“ Tónleikarnir í Breiðabólstaðarkirkju hefjast klukkan 20 í kvöld. Aðgangur er ókeypis og allir velkomir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira