Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 18:34 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki farist að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þannig væru viðræðurnar komnar í fastmótað ferli en ljóst sé að einungis nokkrir dagar séu þar til samningar renna út. Samninganefndir munu funda á morgun og næstu skref gætu verið ákveðin á miðvikudaginn. Ragnar segir enga uppgjöf felast í því að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þá er þetta í rauninni að fara á næsta stig í formlegum ferlum sem samningaferlið þarf að fara í gegn, til þess að geta hugsanlega myndað ákveðin þrýsting á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins svo þau fari að taka þetta meira alvarlegra en mér finnst þau vera að gera,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að samningar renni út um áramótin og kröfugerð launþega hafi sömuleiðis legið fyrir í rúma tvo mánuði. „Ef þessu verður vísað til ríkissáttasemjara munum við að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar að ná saman þar. Það liggur alveg fyrir. Það er enginn uppgjafartónn í okkur með að vísa þessu þangað. Við ætlum að reyna hvað við getum að leysa málið þar, komi til þess. Við erum að skoða þetta. Þetta er auðvitað ekkert sem ég ræð einn.“ Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag sagði Ragnar Þór að hugur væri í fólki varðandi það að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ragnar segir ljóst að tafir muni kosta félagsmenn gríðarlegar upphæðir ef samningar tefjast. „Ef það er vísvitandi verið að tefja ferlana sem við þurfum að vinna í, þá kostar það okkar félagsmenn gríðarlegar upphæðir í kjarabótum,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki farist að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þannig væru viðræðurnar komnar í fastmótað ferli en ljóst sé að einungis nokkrir dagar séu þar til samningar renna út. Samninganefndir munu funda á morgun og næstu skref gætu verið ákveðin á miðvikudaginn. Ragnar segir enga uppgjöf felast í því að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þá er þetta í rauninni að fara á næsta stig í formlegum ferlum sem samningaferlið þarf að fara í gegn, til þess að geta hugsanlega myndað ákveðin þrýsting á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins svo þau fari að taka þetta meira alvarlegra en mér finnst þau vera að gera,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að samningar renni út um áramótin og kröfugerð launþega hafi sömuleiðis legið fyrir í rúma tvo mánuði. „Ef þessu verður vísað til ríkissáttasemjara munum við að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar að ná saman þar. Það liggur alveg fyrir. Það er enginn uppgjafartónn í okkur með að vísa þessu þangað. Við ætlum að reyna hvað við getum að leysa málið þar, komi til þess. Við erum að skoða þetta. Þetta er auðvitað ekkert sem ég ræð einn.“ Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag sagði Ragnar Þór að hugur væri í fólki varðandi það að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ragnar segir ljóst að tafir muni kosta félagsmenn gríðarlegar upphæðir ef samningar tefjast. „Ef það er vísvitandi verið að tefja ferlana sem við þurfum að vinna í, þá kostar það okkar félagsmenn gríðarlegar upphæðir í kjarabótum,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira