Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 18:34 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki farist að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þannig væru viðræðurnar komnar í fastmótað ferli en ljóst sé að einungis nokkrir dagar séu þar til samningar renna út. Samninganefndir munu funda á morgun og næstu skref gætu verið ákveðin á miðvikudaginn. Ragnar segir enga uppgjöf felast í því að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þá er þetta í rauninni að fara á næsta stig í formlegum ferlum sem samningaferlið þarf að fara í gegn, til þess að geta hugsanlega myndað ákveðin þrýsting á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins svo þau fari að taka þetta meira alvarlegra en mér finnst þau vera að gera,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að samningar renni út um áramótin og kröfugerð launþega hafi sömuleiðis legið fyrir í rúma tvo mánuði. „Ef þessu verður vísað til ríkissáttasemjara munum við að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar að ná saman þar. Það liggur alveg fyrir. Það er enginn uppgjafartónn í okkur með að vísa þessu þangað. Við ætlum að reyna hvað við getum að leysa málið þar, komi til þess. Við erum að skoða þetta. Þetta er auðvitað ekkert sem ég ræð einn.“ Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag sagði Ragnar Þór að hugur væri í fólki varðandi það að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ragnar segir ljóst að tafir muni kosta félagsmenn gríðarlegar upphæðir ef samningar tefjast. „Ef það er vísvitandi verið að tefja ferlana sem við þurfum að vinna í, þá kostar það okkar félagsmenn gríðarlegar upphæðir í kjarabótum,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki farist að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þannig væru viðræðurnar komnar í fastmótað ferli en ljóst sé að einungis nokkrir dagar séu þar til samningar renna út. Samninganefndir munu funda á morgun og næstu skref gætu verið ákveðin á miðvikudaginn. Ragnar segir enga uppgjöf felast í því að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þá er þetta í rauninni að fara á næsta stig í formlegum ferlum sem samningaferlið þarf að fara í gegn, til þess að geta hugsanlega myndað ákveðin þrýsting á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins svo þau fari að taka þetta meira alvarlegra en mér finnst þau vera að gera,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að samningar renni út um áramótin og kröfugerð launþega hafi sömuleiðis legið fyrir í rúma tvo mánuði. „Ef þessu verður vísað til ríkissáttasemjara munum við að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar að ná saman þar. Það liggur alveg fyrir. Það er enginn uppgjafartónn í okkur með að vísa þessu þangað. Við ætlum að reyna hvað við getum að leysa málið þar, komi til þess. Við erum að skoða þetta. Þetta er auðvitað ekkert sem ég ræð einn.“ Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag sagði Ragnar Þór að hugur væri í fólki varðandi það að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ragnar segir ljóst að tafir muni kosta félagsmenn gríðarlegar upphæðir ef samningar tefjast. „Ef það er vísvitandi verið að tefja ferlana sem við þurfum að vinna í, þá kostar það okkar félagsmenn gríðarlegar upphæðir í kjarabótum,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira