Inga Lísa er fjölkær: Gaf hverjum maka tvo daga í viku Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2018 16:00 Uppfært: 21:45 Innslaginu hefur verið bætt við hér að ofan. „Þetta getur orðið rosalega flókið net af fólki sem tengist allt í gegnum eina eða tvær manneskjur. Stundum ertu í sambandi með tveimur manneskjum og þau eru líka í sambandi, þá er þetta þríhyrningur,“ segir Inga Lísa Hansen. Hún og unnustinn hennar, Már Jóhann Löve, eru fjölkær. Það þýðir að þau geta verið ástfangin af og í sambandi með meira en einni manneskju í einu. Akureyringurinn Inga Lísa ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær.Fannst þetta nokkuð góð hugmynd „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann semsagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa. Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“Gaf hverjum maka tvo daga í viku Hún var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin. „Þá reyndi ég að skipta því svolítið á milli bara, ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga. Svo átti ég einn dag fyrir mig.“ Í dag eru þau Már hins vegar trúlofuð og búa með tveimur fallegum læðum í íbúð í Efra-Breiðholti. Þrátt fyrir að vera aðeins tvö í sambandinu eins og stendur segjast þau bæði opin fyrir því að fleiri bætist við. Rætt verður við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Uppfært: 21:45 Innslaginu hefur verið bætt við hér að ofan. „Þetta getur orðið rosalega flókið net af fólki sem tengist allt í gegnum eina eða tvær manneskjur. Stundum ertu í sambandi með tveimur manneskjum og þau eru líka í sambandi, þá er þetta þríhyrningur,“ segir Inga Lísa Hansen. Hún og unnustinn hennar, Már Jóhann Löve, eru fjölkær. Það þýðir að þau geta verið ástfangin af og í sambandi með meira en einni manneskju í einu. Akureyringurinn Inga Lísa ræddi málið í útvarpsviðtali á K100 á dögunum, en þar kom fram að þegar mest lét átti hún þrjá maka á sama tíma. Í samtali við Ísland í dag á Stöð 2 kveðst hún aðeins hafa verið sautján ára þegar hún uppgötvaði að hún væri fjölkær.Fannst þetta nokkuð góð hugmynd „Ég uppgötva það þegar ég kynntist vini mínum á Akureyri sem er giftur öðrum manni. Hann semsagt byrjar að ræða við mig um þetta, þeim líst rosalega vel á mig og við erum búin að vera góðir vinir, hvort að ég hefði áhuga á að vera í sambandi með þeim á sama tíma. Hann tekur sér tíma í að útskýra fyrir mér í hverju það felst, allt samþykki, hvernig það væri ef við værum afbrýðisöm eða eitthvað svoleiðis. Ég hugsaði bara að það væri nokkuð góð hugmynd, af hverju ekki,“ segir Inga Lísa. Hún ákvað að slá til og taldi að hún yrði bara reynslunni ríkari fyrir vikið. Fljótt fann hún hins vegar að þetta væri meira en bara góð hugmynd. „Svo komst ég bara að því að þetta er nánast í rauninni nauðsyn fyrir mig í dag.“Gaf hverjum maka tvo daga í viku Hún var í einu sambandi allt frá september 2011 fram í apríl 2016, á sama tíma var hún hins vegar með tveimur öðrum körlum frá 2013 til 2014 og átti auk þess kærustu frá nóvember 2015 fram í febrúar 2016, en sú var ekki fjölkær sjálf. Mánuði fyrir þau sambandsslit, í janúar 2016, byrjaði Inga Lísa með núverandi unnusta sínum. Hún þurfti því skiljanlega að koma ákveðnu kerfi á samskiptin. „Þá reyndi ég að skipta því svolítið á milli bara, ég gaf þeim alltaf tvo daga, tvo daga og tvo daga. Svo átti ég einn dag fyrir mig.“ Í dag eru þau Már hins vegar trúlofuð og búa með tveimur fallegum læðum í íbúð í Efra-Breiðholti. Þrátt fyrir að vera aðeins tvö í sambandinu eins og stendur segjast þau bæði opin fyrir því að fleiri bætist við. Rætt verður við þau Ingu Lísu og Má í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira