Kaupin á gula vestinu ekki í nafni VR Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2018 21:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.Gul vesti eru orðin táknmynd fyrir þau hörðu mótmæli sem sett hafa svip á franskar stórborgir síðustu helgar. Átta Frakkar hafa látið lífið í mótmælunum, auk þess sem mótmælendur hafa valdið miklu eignatjóni. Íslenskir verkalýðsforingjar hafa nú sótt innblástur í frönsku mótmælin og segjast vera farnir að panta gul vesti. En hvað þýðir það? Er verkalýðshreyfingin að boða óeirðir og skemmdarverk? „Alls ekki, alls ekki. Það er langt í frá. Það eina sem ég er að gera - og þetta er ég að gera sem persóna. Ég er ekki að gera þetta í nafni félagsins – er að kaupa mér gult vesti til að lýsa yfir vonbrigðum mínum með stjórnmálin. Þetta er kannski mín leið til að segja þjóðinni að ég er búinn að fá nóg af þessu ástandi. Ef einhverjir fleiri vilja vesti þá geta þeir haft samband við mig og það er svo fólki algjörlega frjálst hvað það gerir í kjölfarið en ég mun aldrei styðja ofbeldi,“ segir Ragnar Þór.Sjá einnig: Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almenningsGylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar geti að endingu bitnað á lífskjörum almennings í íslenska krónuhagkerfinu. Ragnar Þór gefur lítið fyrir áhyggjur prófessorsins. „Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef það er skarkali að það heyrist eitthvað lífsmark frá verkalýðshreyfingunni þá verður það bara að vera þannig ef honum finnst það. Það er margt að í okkar samfélagi og ég held að orsakir veikingu krónunnar getum við ekki verið að rekja til verkalýðshreyfingarinnar eða kröfugerðarinnar því kröfugerðin sem slík er mjög ábyrg. Hún snýr að kerfisbreytingum fyrst og fremst. Kerfisbreytingum sem kosta ekki neitt og þurfa ekki að kosta neitt þannig að ég hafna þessu og vísa þessu algjörlega á bug.“ Efnahagsmál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00 Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.Gul vesti eru orðin táknmynd fyrir þau hörðu mótmæli sem sett hafa svip á franskar stórborgir síðustu helgar. Átta Frakkar hafa látið lífið í mótmælunum, auk þess sem mótmælendur hafa valdið miklu eignatjóni. Íslenskir verkalýðsforingjar hafa nú sótt innblástur í frönsku mótmælin og segjast vera farnir að panta gul vesti. En hvað þýðir það? Er verkalýðshreyfingin að boða óeirðir og skemmdarverk? „Alls ekki, alls ekki. Það er langt í frá. Það eina sem ég er að gera - og þetta er ég að gera sem persóna. Ég er ekki að gera þetta í nafni félagsins – er að kaupa mér gult vesti til að lýsa yfir vonbrigðum mínum með stjórnmálin. Þetta er kannski mín leið til að segja þjóðinni að ég er búinn að fá nóg af þessu ástandi. Ef einhverjir fleiri vilja vesti þá geta þeir haft samband við mig og það er svo fólki algjörlega frjálst hvað það gerir í kjölfarið en ég mun aldrei styðja ofbeldi,“ segir Ragnar Þór.Sjá einnig: Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almenningsGylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar geti að endingu bitnað á lífskjörum almennings í íslenska krónuhagkerfinu. Ragnar Þór gefur lítið fyrir áhyggjur prófessorsins. „Ég er algjörlega ósammála þessu. Ef það er skarkali að það heyrist eitthvað lífsmark frá verkalýðshreyfingunni þá verður það bara að vera þannig ef honum finnst það. Það er margt að í okkar samfélagi og ég held að orsakir veikingu krónunnar getum við ekki verið að rekja til verkalýðshreyfingarinnar eða kröfugerðarinnar því kröfugerðin sem slík er mjög ábyrg. Hún snýr að kerfisbreytingum fyrst og fremst. Kerfisbreytingum sem kosta ekki neitt og þurfa ekki að kosta neitt þannig að ég hafna þessu og vísa þessu algjörlega á bug.“
Efnahagsmál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30 Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00 Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Raunverulegar kerfisbreytingar lykill að sátt á vinnumarkaði Formaður VR segir að það ætti að skýrast í lok vikunnar hvort samningsaðilar nái saman eða kjaraviðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara. Launaliðurinn hafi þegar verið ræddur lítillega en ýmis mál séu í vinnslu. 11. desember 2018 07:30
Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin í átökum vetrarins. 15. desember 2018 19:00
Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. 16. desember 2018 13:19