Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. desember 2018 19:00 Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki áhyggjur af hruni í ferðaþjónustu þó hægst hafi á vexti. Hann vonar að vöxtur næstu ára verði í takt við það sem innviðir landins og samfélagið ráða við. Fyrsti áfangi um álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi var kynnt í dag. Tilgangur verkefnisins er að leggja mat á álag á innviði, umhverfi og samfélag gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi byggt á fyrirliggjandi gögnum en skýrslan sem var kynnt í dag er niðurstaða fyrri áfanga verkefnisins þar sem um er að ræða uppsetningu á álagsvísum sem munu þróast samhliða aukinni þekkingu og rannsóknum.Enn aukning þrátt fyrir að hún sé ekki eins hröð Verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að verkefninu, segir að þegar vinnu við álagsmatið verði lokið nýtist það við að gera áætlanir til dæmis vegna ásóknar ferðamanna á einstaka ferðamannastaði og til þess að undirbúa greinina fyrir óvæntar aðstæður.Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá EfluVísir/Stöð 2„Það er þá hluti af því að við setjum okkur ákveðnar forsendur um það hver vöxturinn verður inn í framtíðina byggt á þessu módeli. Þannig að allt frá því að horfa á fækkun í stéttinni yfir í að horfa á þessa miklu aukningu sem hefur verið á síðustu árum og að hún verði áframhaldandi, að það er þá hluti af þeirri sviðsmyndagerð og þeirri skoðun sem að fer fram núna í þessum seinni áfanga verkefnisins,“ segir Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að gert álagsmatsins. Álagsvísarnir fjórir sem skoðaðir eru, eru Efnahagslegt jafnvægi, annars vegar á innviði og fjárfestingar og hins vegar á þjóðhagslega stærð en jafnframt eru skoðuð áhrif á umhverfið sem og á samfélagið. Í seinni áfanga verkefnisins sem hófst í október verða álagvísarnir gildissettir þar sem metið verður hvort þolmörkum hafi verið náð. Met fjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári og var stærsti dagurinn í ágústmánuði, þegar níutíu þúsund manns voru á landinu á einum degi. Aðsóknin til landsins í ár gefur til kynna að enn eitt metið í komu ferðamanna til landsins verði slegið.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamálaVísir/Stöð 2Ekkert samfélag þolir þennan vöxt mörg ár í röð „Ég held að það verði aukning í ferðamönnum til Íslands um ókomin ár og ekki bara til Íslands, það er bara almenn aukning á ferðamönnum í heiminum,“ sagði Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sem hefur umsjón með gerð álagsmatsins. Óskar segir að þrátt fyrir að vöxturinn sé ekki jafn hraður og áður verði áfram vöxtur í greininni og að vonandi verði hann í takt við það sem innviðir landsins ráði við. „Fréttamenn spyrja mig mjög mikið að því hvort að alls sé ekki að fara til fjandans að því að vöxturinn hefur minnkað úr 40 prósentum niður í tuttugu eða tíu prósent. Það var alveg nauðsynlegt, það hefði allt farið til fjandans ef hann hefði ekki minnkað. Það er ekkert samfélag sem þolir vaxtaprósentu í tveggja stafa tölu mörg ár í röð, það er bara ekki til í heiminum,“ sagði Óskar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki áhyggjur af hruni í ferðaþjónustu þó hægst hafi á vexti. Hann vonar að vöxtur næstu ára verði í takt við það sem innviðir landins og samfélagið ráða við. Fyrsti áfangi um álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi var kynnt í dag. Tilgangur verkefnisins er að leggja mat á álag á innviði, umhverfi og samfélag gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi byggt á fyrirliggjandi gögnum en skýrslan sem var kynnt í dag er niðurstaða fyrri áfanga verkefnisins þar sem um er að ræða uppsetningu á álagsvísum sem munu þróast samhliða aukinni þekkingu og rannsóknum.Enn aukning þrátt fyrir að hún sé ekki eins hröð Verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að verkefninu, segir að þegar vinnu við álagsmatið verði lokið nýtist það við að gera áætlanir til dæmis vegna ásóknar ferðamanna á einstaka ferðamannastaði og til þess að undirbúa greinina fyrir óvæntar aðstæður.Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá EfluVísir/Stöð 2„Það er þá hluti af því að við setjum okkur ákveðnar forsendur um það hver vöxturinn verður inn í framtíðina byggt á þessu módeli. Þannig að allt frá því að horfa á fækkun í stéttinni yfir í að horfa á þessa miklu aukningu sem hefur verið á síðustu árum og að hún verði áframhaldandi, að það er þá hluti af þeirri sviðsmyndagerð og þeirri skoðun sem að fer fram núna í þessum seinni áfanga verkefnisins,“ segir Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að gert álagsmatsins. Álagsvísarnir fjórir sem skoðaðir eru, eru Efnahagslegt jafnvægi, annars vegar á innviði og fjárfestingar og hins vegar á þjóðhagslega stærð en jafnframt eru skoðuð áhrif á umhverfið sem og á samfélagið. Í seinni áfanga verkefnisins sem hófst í október verða álagvísarnir gildissettir þar sem metið verður hvort þolmörkum hafi verið náð. Met fjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári og var stærsti dagurinn í ágústmánuði, þegar níutíu þúsund manns voru á landinu á einum degi. Aðsóknin til landsins í ár gefur til kynna að enn eitt metið í komu ferðamanna til landsins verði slegið.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamálaVísir/Stöð 2Ekkert samfélag þolir þennan vöxt mörg ár í röð „Ég held að það verði aukning í ferðamönnum til Íslands um ókomin ár og ekki bara til Íslands, það er bara almenn aukning á ferðamönnum í heiminum,“ sagði Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sem hefur umsjón með gerð álagsmatsins. Óskar segir að þrátt fyrir að vöxturinn sé ekki jafn hraður og áður verði áfram vöxtur í greininni og að vonandi verði hann í takt við það sem innviðir landsins ráði við. „Fréttamenn spyrja mig mjög mikið að því hvort að alls sé ekki að fara til fjandans að því að vöxturinn hefur minnkað úr 40 prósentum niður í tuttugu eða tíu prósent. Það var alveg nauðsynlegt, það hefði allt farið til fjandans ef hann hefði ekki minnkað. Það er ekkert samfélag sem þolir vaxtaprósentu í tveggja stafa tölu mörg ár í röð, það er bara ekki til í heiminum,“ sagði Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira