Um er að ræða rúmgóða og bjarta þriggja herbergja íbúð á annarri og efstu hæð í þríbýlishúsi að Leifsgötu 22.
Íbúðin er um hundrað fermetrar að stærð og var húsið byggt árið 1933 en ásett verð er 39,9 milljónir. Það sem er athyglisvert við kaupverðið er að fasteignamatið er 45,1 milljón.
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni en þar er nýtt parket á gólfi og eignin nýmáluð.
Hér að neðan má sjá myndir úr íbúðinni.






