Lífið, alheimurinn, allt og þú Sigríður Jónsdóttir skrifar 13. desember 2018 11:00 Nálgun þeirra að sköpunarferlinu og framkvæmd er bæði pólitísk og einlæg, segir gagnrýnandi Fréttablaðsins. Af öllum þeim stöðum þar sem tilgangur lífsins er líklegur til að finnast er gamla Læknavaktin á Smáratorgi ekki ofarlega í huga, en einmitt þar hefur sviðslistahópurinn 16 elskendur opnað hugræna rannsóknarstöð. Þar fer ekki fram klassísk læknisskoðun heldur er skoðunin inn á við – sjálfskoðun. Leitin að tilgangi lífsins var frumsýnd í byrjun desember og sýningar standa yfir fram í miðjan janúar en sýningafjöldi er takmarkaður sem og áhorfendafjöldi. Eins og titillinn gefur til kynna þá setja 16 elskendur markmiðið hátt en taka fram að hér fer fram leit og lofa engum svörum. Þau taka sig ekki alvarlega heldur setja fremur ábyrgðina í hendur áhorfenda, eða huga í þessu tilviki. Þau eru einungis hér til að hjálpa og leiðbeina en ekki leysa þrautina fyrir okkur. Hér er ekki fyllt inn í eyðurnar með útskýringum, frekar er áhorfendum afhent verkefni: að finna tilgang lífsins. Allavega að hefja leitina. Áhorfendur fara í listrænan leiðangur inni á vaktinni, þar sem hver krókur og kimi er nýttur á óvæntan máta. Komið er við í nokkrum herbergjum og hvert þeirra inniheldur mismunandi upplifun, bæði í einrúmi og hópi. Uppsetningin er þannig skipulögð að hver sýning er frábrugðin þeirri næstu og ekki upplifa allir sömu sýninguna, jafnvel ekki þeir sem fara sama kvöld. Þessi stærðfræðilega skipulagning felur í sér mótsögn þar sem áhorfendur eru hvattir til að finna frelsið innra með sér, en eina leiðin er að fylgja nákvæmum leiðbeiningum og leiðarvísum, skapalóni og persónulegum verkefnabæklingi sem þátttakendur fá afhentan við komu á vaktina. Freistandi er að tala um hverja upplifun fyrir sig en slíkt myndi draga úr áhrifunum. En hér er tilvistin skoðuð frá alls konar sjónarhornum: náttúrunni, minningum, handanheimum, dauðanum og þú-inu. Sextán elskendur snúa upp á allar þær væntingar og hugmyndir sem við höfum um sjálfskoðun og gera góðlátlegt grín að þessari stöðugu leit að lífsfyllingu. Þrátt fyrir það vakna áleitnar spurningar um tilganginn með þessu lífi og okkar stað í veröld sem er full af gervi, glingri og gráum svæðum. Ekki er hægt að tala um frammistöðu einstakra meðlima 16 elskenda í sýningu á borð við Leitin að tilgangi lífsins. Frekar er hægt að tala um sköpun og afstöðu innan verksins. Nálgun þeirra að sköpunarferlinu og framkvæmd er bæði pólitísk og einlæg. Hópurinn, sem samanstendur af listafólki úr margvíslegum áttum, vinnur þverfaglega en hvorki leikstjóri né leikskáld eru skrifuð fyrir sýningunni. Meðlimir eru ekki einu sinni nefndir sérstaklega í kynningarefni. Afstaða innan verksins er vinaleg en einhvern veginn á skjön. Súrrealískar aðgerðir eru framkvæmdar eins og ekkert sé eðlilegra og innihaldslausar sjálfshjálparræður settar fram í fullri alvöru og vinalegheitum. Í einni skáldsögu sinni skrifaði höfundurinn Douglas Adams um ofurtölvuna Djúp, hugsun sem reiknaði út að tilgangur lífsins væri talan 42. Útreikningurinn tók tölvuna 7,5 milljón ár og sú niðurstaða olli áheyrendum töluverðum vonbrigðum þegar hún var tilkynnt. Liðin eru þrjú og hálft ár frá síðustu sýningu 16 elskenda og líkurnar á því að finna tilgang lífsins á Smáratorgi eru alveg jafn góðar ef ekki betri heldur en að bíða eftir svari ofurtölvunnar. En öruggt er að áhorfendur verða ekki fyrir vonbrigðum. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Af öllum þeim stöðum þar sem tilgangur lífsins er líklegur til að finnast er gamla Læknavaktin á Smáratorgi ekki ofarlega í huga, en einmitt þar hefur sviðslistahópurinn 16 elskendur opnað hugræna rannsóknarstöð. Þar fer ekki fram klassísk læknisskoðun heldur er skoðunin inn á við – sjálfskoðun. Leitin að tilgangi lífsins var frumsýnd í byrjun desember og sýningar standa yfir fram í miðjan janúar en sýningafjöldi er takmarkaður sem og áhorfendafjöldi. Eins og titillinn gefur til kynna þá setja 16 elskendur markmiðið hátt en taka fram að hér fer fram leit og lofa engum svörum. Þau taka sig ekki alvarlega heldur setja fremur ábyrgðina í hendur áhorfenda, eða huga í þessu tilviki. Þau eru einungis hér til að hjálpa og leiðbeina en ekki leysa þrautina fyrir okkur. Hér er ekki fyllt inn í eyðurnar með útskýringum, frekar er áhorfendum afhent verkefni: að finna tilgang lífsins. Allavega að hefja leitina. Áhorfendur fara í listrænan leiðangur inni á vaktinni, þar sem hver krókur og kimi er nýttur á óvæntan máta. Komið er við í nokkrum herbergjum og hvert þeirra inniheldur mismunandi upplifun, bæði í einrúmi og hópi. Uppsetningin er þannig skipulögð að hver sýning er frábrugðin þeirri næstu og ekki upplifa allir sömu sýninguna, jafnvel ekki þeir sem fara sama kvöld. Þessi stærðfræðilega skipulagning felur í sér mótsögn þar sem áhorfendur eru hvattir til að finna frelsið innra með sér, en eina leiðin er að fylgja nákvæmum leiðbeiningum og leiðarvísum, skapalóni og persónulegum verkefnabæklingi sem þátttakendur fá afhentan við komu á vaktina. Freistandi er að tala um hverja upplifun fyrir sig en slíkt myndi draga úr áhrifunum. En hér er tilvistin skoðuð frá alls konar sjónarhornum: náttúrunni, minningum, handanheimum, dauðanum og þú-inu. Sextán elskendur snúa upp á allar þær væntingar og hugmyndir sem við höfum um sjálfskoðun og gera góðlátlegt grín að þessari stöðugu leit að lífsfyllingu. Þrátt fyrir það vakna áleitnar spurningar um tilganginn með þessu lífi og okkar stað í veröld sem er full af gervi, glingri og gráum svæðum. Ekki er hægt að tala um frammistöðu einstakra meðlima 16 elskenda í sýningu á borð við Leitin að tilgangi lífsins. Frekar er hægt að tala um sköpun og afstöðu innan verksins. Nálgun þeirra að sköpunarferlinu og framkvæmd er bæði pólitísk og einlæg. Hópurinn, sem samanstendur af listafólki úr margvíslegum áttum, vinnur þverfaglega en hvorki leikstjóri né leikskáld eru skrifuð fyrir sýningunni. Meðlimir eru ekki einu sinni nefndir sérstaklega í kynningarefni. Afstaða innan verksins er vinaleg en einhvern veginn á skjön. Súrrealískar aðgerðir eru framkvæmdar eins og ekkert sé eðlilegra og innihaldslausar sjálfshjálparræður settar fram í fullri alvöru og vinalegheitum. Í einni skáldsögu sinni skrifaði höfundurinn Douglas Adams um ofurtölvuna Djúp, hugsun sem reiknaði út að tilgangur lífsins væri talan 42. Útreikningurinn tók tölvuna 7,5 milljón ár og sú niðurstaða olli áheyrendum töluverðum vonbrigðum þegar hún var tilkynnt. Liðin eru þrjú og hálft ár frá síðustu sýningu 16 elskenda og líkurnar á því að finna tilgang lífsins á Smáratorgi eru alveg jafn góðar ef ekki betri heldur en að bíða eftir svari ofurtölvunnar. En öruggt er að áhorfendur verða ekki fyrir vonbrigðum.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira