„Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2018 20:30 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði. Fram kom í hagsjá Landsbankans í gær að stefnt gæti í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve dýrar íbúðirnar eru og því velt upp hvort bygging nýrra íbúða muni yfir höfuð koma til með að vinna á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. Drífa tekur undir að vissulega gæti stefnt í offramboð af nýjum íbúðum sem margar séu dýrari en fólk ræður við, enda séu þær margar byggðar í hagnaðarskini. „Við þurfum minni hagkvæmar íbúðir, við þurfum að ná stærðarhagkvæmni, við þurfum að ná því að það sé ekki verið að taka mikinn arð út úr íbúðabyggingum, það er að segja að þetta séu óhagnaðardrifin félög. Þannig náum við sem bestri skilvirkni, flestum íbúðum á sem hagkvæmustu kjörum,“ segir Drífa Snædal.Segir augljóst að ríkið þurfi að bæta í Bygging slíkra íbúða kostar engu að síður sitt en Drífa segir að ríkið verði að bæta í. „Það er augljóst og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það verður að bæta í. Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að leysa úr þessum brýna húsnæðisvanda sem hefur verið varað við í mörg ár og aðgerðarleysi stjórnvalda er núna að koma bara mjög illa niður á vinnandi fólki.“ Félagsmálaráðherra greindi í dag ákvörðun um að Íbúðarlánasjóður stofni opinbert leigufélag með áherslu á landsbyggðina. „Allar góðar lausnir í þessum málum eru skref í rétta átt,“ segir Drífa, innt eftir viðbrögðum við stofnun hins opinbera leigufélags sem fengið hefur nafnið Bríet. Þá kynnti Seðlabankinn vaxtaákvörðun í dag og haldast vextir bankans óbreyttir í 4,5 prósentum. „Við hefðum viljað sjá stýrivexti lækka að sjálfsögðu. Þeir eru alla vega ekki að hækka sem er gott. Ég veit ekki alveg hvaða skilaboð þetta eru frá Seðlabankanum en það er eitt af stærstu kjaramálum vinnandi fólks á Íslandi og íslenskrar alþýðu, það er að lækka vexti og maður hefði viljað sjá Seðlabankann leggjast á þær árar,“ segir Drífa. Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með byggingu dýrra íbúða að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún segir langsótt að halda því fram að offramboð verði af nýjum íbúðum sem byggð séu af óhagnaðardrifnum félögum. Hún fagnar stofnun opinbers leigufélags á landsbyggðinni en segir vaxtaákvörðun Seðlabankans vonbrigði. Fram kom í hagsjá Landsbankans í gær að stefnt gæti í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve dýrar íbúðirnar eru og því velt upp hvort bygging nýrra íbúða muni yfir höfuð koma til með að vinna á þeim vanda sem uppi er á húsnæðismarkaði. Drífa tekur undir að vissulega gæti stefnt í offramboð af nýjum íbúðum sem margar séu dýrari en fólk ræður við, enda séu þær margar byggðar í hagnaðarskini. „Við þurfum minni hagkvæmar íbúðir, við þurfum að ná stærðarhagkvæmni, við þurfum að ná því að það sé ekki verið að taka mikinn arð út úr íbúðabyggingum, það er að segja að þetta séu óhagnaðardrifin félög. Þannig náum við sem bestri skilvirkni, flestum íbúðum á sem hagkvæmustu kjörum,“ segir Drífa Snædal.Segir augljóst að ríkið þurfi að bæta í Bygging slíkra íbúða kostar engu að síður sitt en Drífa segir að ríkið verði að bæta í. „Það er augljóst og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það verður að bæta í. Ríkið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að leysa úr þessum brýna húsnæðisvanda sem hefur verið varað við í mörg ár og aðgerðarleysi stjórnvalda er núna að koma bara mjög illa niður á vinnandi fólki.“ Félagsmálaráðherra greindi í dag ákvörðun um að Íbúðarlánasjóður stofni opinbert leigufélag með áherslu á landsbyggðina. „Allar góðar lausnir í þessum málum eru skref í rétta átt,“ segir Drífa, innt eftir viðbrögðum við stofnun hins opinbera leigufélags sem fengið hefur nafnið Bríet. Þá kynnti Seðlabankinn vaxtaákvörðun í dag og haldast vextir bankans óbreyttir í 4,5 prósentum. „Við hefðum viljað sjá stýrivexti lækka að sjálfsögðu. Þeir eru alla vega ekki að hækka sem er gott. Ég veit ekki alveg hvaða skilaboð þetta eru frá Seðlabankanum en það er eitt af stærstu kjaramálum vinnandi fólks á Íslandi og íslenskrar alþýðu, það er að lækka vexti og maður hefði viljað sjá Seðlabankann leggjast á þær árar,“ segir Drífa.
Kjaramál Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. 12. desember 2018 09:30
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01