Kristín Þóra Haraldsdóttir valin í Shooting Stars 2019 Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2018 22:11 Kristín Þóra Haraldsdóttir. FBL/ERNIR Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2019. Á hverju ári velja European Film Promotion (EFP) samtökin tíu unga og efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Dómnefnd EFP hafði eftirfarandi að segja um valið á Kristínu: „Kristín sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum. Hún er einstaklega sannfærandi og endurspeglar ávallt krefjandi persónur, hún býr yfir leiftrandi og ákveðinni hæfni til að reyna á mörkin hjá upplifun áhorfenda og vinnur sér inn ítrasta traust okkar og athygli. Þetta er sannarlega ótrúlegur hæfileiki sem er einstakt í fari leikkonu.” Kristín Þóra hefur vakið athygli og hlotið lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Andið Eðlilega, eftir Ísold Uggadóttur, þar sem hún fer með hlutverk einstæðu móðurinnar Láru. Hún var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa fyrir leik sinn í Andið Eðlilega, en myndin vann meðal annars verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni og hefur nú unnið til alls tíu verðlauna. Kristín lék einnig í kvikmyndinni Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2018. Þar fór hún með hlutverk Magneu á fullorðinsárunum sem hefur leiðst inn í harðan heim eiturlyfjafíknar. Kristín hefur leikið í verðlaunasjónvarpsþáttaseríum á borð við Fanga í leikstjórn Ragnars Bragasonar, auk þess sem hún hefur komið fram á sviði bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd til Grímunnar fjórum sinnum og hlaut Grímuverðlaunin árið 2016 fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, að auki hlaut hún Stefaníustjakann frá minningarsjóð frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014. Á árunum 1998-2007 var fjöldi þátttakenda á milli 16-25 en frá og með árinu 2008 hafa einungis 10 leikarar verið valdir í Shooting Stars hópinn. Þetta er í 22. sinn sem Shooting Stars fer fram á Berlinale hátíðinni. Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið Shooting Stars eru m.a. Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003),Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999, Hilmir Snær Guðnason 2000, Baltasar Kormákur 2001, Margrét Vilhjálmsdóttir 2002, Nína Dögg Filippusdóttir 2003, Tómas Lemarquis 2004, Álfrún Örnólfsdóttir 2005, Björn Hlynur Haraldsson 2006, Gísli Örn Garðarsson 2007, Hilmar Guðjónsson 2012, Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014, Hera Hilmarsdóttir 2015, Atli Óskar Fjalarsson 2016. Ingvar Sigurðsson leikari var í Shooting Stars hópnum árið 1999 en nú situr hann að þessu sinni í dómnefnd EFP um val á leikurum. Auk hans voru Avy Kaufman sem sér um leikaraval (casting director), kvikmyndagagnrýnandinn Tara Karajica frá Serbíu, Teona Strugar Mitevska sem er leikstjóri frá Makedóníu og Macdara Kelleher, framleiðandi frá Írlandi. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið valin í Shooting Stars hópinn árið 2019. Á hverju ári velja European Film Promotion (EFP) samtökin tíu unga og efnilega leikara og leikkonur, úr hópi aðildarlanda samtakana, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. Dómnefnd EFP hafði eftirfarandi að segja um valið á Kristínu: „Kristín sýnir mjög djúpa innsýn og skilning á hlutverkum sínum. Hún er einstaklega sannfærandi og endurspeglar ávallt krefjandi persónur, hún býr yfir leiftrandi og ákveðinni hæfni til að reyna á mörkin hjá upplifun áhorfenda og vinnur sér inn ítrasta traust okkar og athygli. Þetta er sannarlega ótrúlegur hæfileiki sem er einstakt í fari leikkonu.” Kristín Þóra hefur vakið athygli og hlotið lof fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Andið Eðlilega, eftir Ísold Uggadóttur, þar sem hún fer með hlutverk einstæðu móðurinnar Láru. Hún var valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa fyrir leik sinn í Andið Eðlilega, en myndin vann meðal annars verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni og hefur nú unnið til alls tíu verðlauna. Kristín lék einnig í kvikmyndinni Lof mér að falla, eftir Baldvin Z, sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto 2018. Þar fór hún með hlutverk Magneu á fullorðinsárunum sem hefur leiðst inn í harðan heim eiturlyfjafíknar. Kristín hefur leikið í verðlaunasjónvarpsþáttaseríum á borð við Fanga í leikstjórn Ragnars Bragasonar, auk þess sem hún hefur komið fram á sviði bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Kristín Þóra hefur verið tilnefnd til Grímunnar fjórum sinnum og hlaut Grímuverðlaunin árið 2016 fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, að auki hlaut hún Stefaníustjakann frá minningarsjóð frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014. Á árunum 1998-2007 var fjöldi þátttakenda á milli 16-25 en frá og með árinu 2008 hafa einungis 10 leikarar verið valdir í Shooting Stars hópinn. Þetta er í 22. sinn sem Shooting Stars fer fram á Berlinale hátíðinni. Dæmi um þekkta leikara sem hafa verið Shooting Stars eru m.a. Alicia Vikander (2010), Carey Mulligan (2009), Nikolaj Lie Kaas (2003),Daniel Brühl (2003) og Daniel Craig (2000). Íslenskir leikarar sem áður hafa verið í Shooting Stars hópnum eru: Ingvar E. Sigurðsson 1999, Hilmir Snær Guðnason 2000, Baltasar Kormákur 2001, Margrét Vilhjálmsdóttir 2002, Nína Dögg Filippusdóttir 2003, Tómas Lemarquis 2004, Álfrún Örnólfsdóttir 2005, Björn Hlynur Haraldsson 2006, Gísli Örn Garðarsson 2007, Hilmar Guðjónsson 2012, Edda Magnason (íslensk/sænsk leikkona sem var valin fyrir hönd Svíþjóðar) 2014, Hera Hilmarsdóttir 2015, Atli Óskar Fjalarsson 2016. Ingvar Sigurðsson leikari var í Shooting Stars hópnum árið 1999 en nú situr hann að þessu sinni í dómnefnd EFP um val á leikurum. Auk hans voru Avy Kaufman sem sér um leikaraval (casting director), kvikmyndagagnrýnandinn Tara Karajica frá Serbíu, Teona Strugar Mitevska sem er leikstjóri frá Makedóníu og Macdara Kelleher, framleiðandi frá Írlandi.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira