Göngin borgi sig upp á 28 árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2018 19:45 Það styttist í að göngin opni Vísir/Tryggvi Páll Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. Fimm og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng sér loksins fyrir endan á þeim en á blaðamannafundi í dag var gjaldskrá ganganna og fyrirkomulag innheimtu, sem hefst 2. janúar, kynnt. „Við verðum með myndavélar sem munu greina hvaða bifreið er að keyra í gegn. Menn geta skráð sig inn á heimasíðunni okkar, veggjald.is og þannig tryggt að það þurfi enginn að greiða meira en 1.500 krónur fyrir ferðina,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. Stök ferð fólksbíls í gegnum göngin mun kosta 1500 krónur en hægt verður að kaupa inneign og lækka þannig gjaldið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar. Þannig geta þeir sem sjá fyrir sér að ferðast oft í gegnum göngin komið verðinu á hverri ferð niður í 700 krónur.Framkvæmdir hafa staðið yfir á sjötta ár.Vísir/TryggviFramkvæmdin hefur mátt þola töluverða gagnrýni en Hilmar segir göngin þegar hafa sýnt mikilvægi sitt er vegurinn um Víkurskarð, sem göngin munu vera valkostur við, lokaðist á dögunum vegna veðurs. „Við höfum séð það síðustu daga hvað þetta skiptir miklu. Við höfum verið að hleypa neyðarumferð hérna í gegn,“ segir Hilmar. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina mun vera í kringum 17 milljarðar. „Auðvitað hafa menn bara lent hér í atvikum sem þeir hafa ekki lent í annars staðar. Og það er alveg frábært að við séum komnir í gegnum það. Og það er auðvitað alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir það að þá er útlit fyrir að takist að borga þessu göng upp á þeim tíma sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Hilmar.Hvað er það langur tími?„Það eru 28 ár.“ Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. Fimm og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng sér loksins fyrir endan á þeim en á blaðamannafundi í dag var gjaldskrá ganganna og fyrirkomulag innheimtu, sem hefst 2. janúar, kynnt. „Við verðum með myndavélar sem munu greina hvaða bifreið er að keyra í gegn. Menn geta skráð sig inn á heimasíðunni okkar, veggjald.is og þannig tryggt að það þurfi enginn að greiða meira en 1.500 krónur fyrir ferðina,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. Stök ferð fólksbíls í gegnum göngin mun kosta 1500 krónur en hægt verður að kaupa inneign og lækka þannig gjaldið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar. Þannig geta þeir sem sjá fyrir sér að ferðast oft í gegnum göngin komið verðinu á hverri ferð niður í 700 krónur.Framkvæmdir hafa staðið yfir á sjötta ár.Vísir/TryggviFramkvæmdin hefur mátt þola töluverða gagnrýni en Hilmar segir göngin þegar hafa sýnt mikilvægi sitt er vegurinn um Víkurskarð, sem göngin munu vera valkostur við, lokaðist á dögunum vegna veðurs. „Við höfum séð það síðustu daga hvað þetta skiptir miklu. Við höfum verið að hleypa neyðarumferð hérna í gegn,“ segir Hilmar. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina mun vera í kringum 17 milljarðar. „Auðvitað hafa menn bara lent hér í atvikum sem þeir hafa ekki lent í annars staðar. Og það er alveg frábært að við séum komnir í gegnum það. Og það er auðvitað alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir það að þá er útlit fyrir að takist að borga þessu göng upp á þeim tíma sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Hilmar.Hvað er það langur tími?„Það eru 28 ár.“
Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38