„Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2018 23:06 Jodie Foster hefur tvívegis fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Myndin verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna árið 2019. Foster mun bregða sér í hlutverk tónlistarkennarans Höllu sem aðgerðasinni í þágu náttúruverndar og hefur horn í síðu álfyrirtækja sem skaða að hennar mati óspillt hálendi Íslands.Klippa: Kona fer í stríð - sýnishornSkortir orð til að lýsa hrifningu Foster segir myndina hafa heillað sig svo mikið að hana skorti orð til að lýsa hrifningu sinni. Hún segir söguna eiga erindi í dag, hún sé falleg og áhrifarík. Hún segir Höllu vera verndara plánetunnar, hún sé sterk kona sem sé tilbúin að fórna öllu til að breyta rétt. Kona fer í stríð var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið sumar en hún hefur einnig verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Haifa, Hamborg og Melbourne. Myndin hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í október síðastliðnum. Foster segir endurgerðina eiga að gerast í Bandaríkjunum en gaf ekki upp hvenær hún fer í tökur eða hvenær hún á að koma út. „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu,“ er haft eftir Jodie Foster á vef Deadline. „Það er heiður á að fá að taka við taumi hins hæfileikaríka leikstjóra Benedikts Erlingssonar,“ bætir hún við.Enginn betri en Jodie til að leika Höllu Benedikt Erlingsson segir í færslu á Facebook að það sé enginn betur til þess fallinn en Jodie Foster að leika fjallkonuna Höllu. Foster hefur tvívegis hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik, en það var fyrir myndirnar The Accused og Silence of the Lambs. „Ég get tekið hattinn ofan fyrir öllu því sem hún hefur staðið fyrir. Hún er baráttukona og um leið ikon. Og við í föruneyti Konunnar sem fór í stríð erum blessuð af þessar samfylgd. Og ferðin er ekki á enda runnin,“ segir Benedikt. Menning Tengdar fréttir Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið. Myndin verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna árið 2019. Foster mun bregða sér í hlutverk tónlistarkennarans Höllu sem aðgerðasinni í þágu náttúruverndar og hefur horn í síðu álfyrirtækja sem skaða að hennar mati óspillt hálendi Íslands.Klippa: Kona fer í stríð - sýnishornSkortir orð til að lýsa hrifningu Foster segir myndina hafa heillað sig svo mikið að hana skorti orð til að lýsa hrifningu sinni. Hún segir söguna eiga erindi í dag, hún sé falleg og áhrifarík. Hún segir Höllu vera verndara plánetunnar, hún sé sterk kona sem sé tilbúin að fórna öllu til að breyta rétt. Kona fer í stríð var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið sumar en hún hefur einnig verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Haifa, Hamborg og Melbourne. Myndin hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í október síðastliðnum. Foster segir endurgerðina eiga að gerast í Bandaríkjunum en gaf ekki upp hvenær hún fer í tökur eða hvenær hún á að koma út. „Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu,“ er haft eftir Jodie Foster á vef Deadline. „Það er heiður á að fá að taka við taumi hins hæfileikaríka leikstjóra Benedikts Erlingssonar,“ bætir hún við.Enginn betri en Jodie til að leika Höllu Benedikt Erlingsson segir í færslu á Facebook að það sé enginn betur til þess fallinn en Jodie Foster að leika fjallkonuna Höllu. Foster hefur tvívegis hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik, en það var fyrir myndirnar The Accused og Silence of the Lambs. „Ég get tekið hattinn ofan fyrir öllu því sem hún hefur staðið fyrir. Hún er baráttukona og um leið ikon. Og við í föruneyti Konunnar sem fór í stríð erum blessuð af þessar samfylgd. Og ferðin er ekki á enda runnin,“ segir Benedikt.
Menning Tengdar fréttir Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19 Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Segir Hollywood og Tom Cruise geta lært margt af nýjustu mynd sinni Benedikt Erlingsson fór mikinn í samtali við blaðamenn í Los Angeles. 26. október 2018 14:19
Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. 14. nóvember 2018 13:18
Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11