Íbúar á Akureyri hugi að niðurföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. desember 2018 11:47 Snjó kyngdi niður á Akureyri um síðustu helgi. Lítið verður væntanlega eftir af honum um miðja vikuna. Vísir/Tryggvi Páll Versnandi veður er í kortunum með lægð sem gengur þessa stundina inn á landið. Búist er við því að veðrið verði hvað verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið. Íbúar á Akureyri eru beðnir um að losa vel frá holræsum því búist er við tíu stiga hita á morgun og því mun snjó leysa mjög hratt. Suðaustan hvassviðri gengur inn á sunnan og vestanvert landið síðdegis með allt að 25 metrum á sekúndu og rigningu á láglendi. Til fjalla er líklegt að úrkoman verði í formi slyddu eða snjókomu. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands búast megi við hríðarveðri á heiðum og fjallvegum um tíma. „Þetta er heiðarlegur stormur sem þýðir það að meðalvindur er vel yfir 20 metra á sekúndu og verður hviðótt undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ sagði Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. Veðrið nær hámarki á Suðvesturhorninu milli klukkan sex og sjö í kvöld þar sem veðrið verður hvað verst. Teitur segir að veðrir gangi svo hratt niður í kvöld þegar skilin verða komin yfir. „Það á aftur á móti enn eftir að versna á norðan- og austanverðu landinu. þar hvessir einnig og verður einhver úrkoma um tíma,“ segir Teitur. Teitur segir að það verði kröftugur lægðagangur alla vikuna, en eftir að lægðin gengur niður í kvöld mun lítil lægðarbylgja ganga yfir. „Hún færir okkur aðra gusu af hvassviðri og hlýrra loft, þannig að við búumst við því að á morgun verði hvöss sunnan átt. Þó ekki það hvöss að það þurfi að vara við henni, sérstaklega þar sem vegir verða orðnir auðir,“ segir Teitur. Eins fram hefur komið hefur snjódýpt á Akureyri verið með mesta móti síðustu dag en líkur á að þar verði breyting á. „Hitinn Norðanlands fer allvíða yfir tíu stigin og þá verður ör snjóbráðnun og þá þarf að athuga það í þéttbýli þar sem það er mikill snjór að passa að leysingavatnið komist sína leið og valdi ekki tjóni, segir Teitur. Teitur segir veðrabrigðin nú í desember ekki óvenjuleg. "Í rauninni eru þetta bara einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur. Í nótt var fyrir norðan svona tíu til fimmtán stiga frost en á morgun er búist við tíu til fimmtán stiga hita. Í rauninni má bara segja að þetta sé einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur og umhleypingar,“ segir Teitur. Veður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Versnandi veður er í kortunum með lægð sem gengur þessa stundina inn á landið. Búist er við því að veðrið verði hvað verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið. Íbúar á Akureyri eru beðnir um að losa vel frá holræsum því búist er við tíu stiga hita á morgun og því mun snjó leysa mjög hratt. Suðaustan hvassviðri gengur inn á sunnan og vestanvert landið síðdegis með allt að 25 metrum á sekúndu og rigningu á láglendi. Til fjalla er líklegt að úrkoman verði í formi slyddu eða snjókomu. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands búast megi við hríðarveðri á heiðum og fjallvegum um tíma. „Þetta er heiðarlegur stormur sem þýðir það að meðalvindur er vel yfir 20 metra á sekúndu og verður hviðótt undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ sagði Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. Veðrið nær hámarki á Suðvesturhorninu milli klukkan sex og sjö í kvöld þar sem veðrið verður hvað verst. Teitur segir að veðrir gangi svo hratt niður í kvöld þegar skilin verða komin yfir. „Það á aftur á móti enn eftir að versna á norðan- og austanverðu landinu. þar hvessir einnig og verður einhver úrkoma um tíma,“ segir Teitur. Teitur segir að það verði kröftugur lægðagangur alla vikuna, en eftir að lægðin gengur niður í kvöld mun lítil lægðarbylgja ganga yfir. „Hún færir okkur aðra gusu af hvassviðri og hlýrra loft, þannig að við búumst við því að á morgun verði hvöss sunnan átt. Þó ekki það hvöss að það þurfi að vara við henni, sérstaklega þar sem vegir verða orðnir auðir,“ segir Teitur. Eins fram hefur komið hefur snjódýpt á Akureyri verið með mesta móti síðustu dag en líkur á að þar verði breyting á. „Hitinn Norðanlands fer allvíða yfir tíu stigin og þá verður ör snjóbráðnun og þá þarf að athuga það í þéttbýli þar sem það er mikill snjór að passa að leysingavatnið komist sína leið og valdi ekki tjóni, segir Teitur. Teitur segir veðrabrigðin nú í desember ekki óvenjuleg. "Í rauninni eru þetta bara einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur. Í nótt var fyrir norðan svona tíu til fimmtán stiga frost en á morgun er búist við tíu til fimmtán stiga hita. Í rauninni má bara segja að þetta sé einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur og umhleypingar,“ segir Teitur.
Veður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira