Íbúar á Akureyri hugi að niðurföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. desember 2018 11:47 Snjó kyngdi niður á Akureyri um síðustu helgi. Lítið verður væntanlega eftir af honum um miðja vikuna. Vísir/Tryggvi Páll Versnandi veður er í kortunum með lægð sem gengur þessa stundina inn á landið. Búist er við því að veðrið verði hvað verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið. Íbúar á Akureyri eru beðnir um að losa vel frá holræsum því búist er við tíu stiga hita á morgun og því mun snjó leysa mjög hratt. Suðaustan hvassviðri gengur inn á sunnan og vestanvert landið síðdegis með allt að 25 metrum á sekúndu og rigningu á láglendi. Til fjalla er líklegt að úrkoman verði í formi slyddu eða snjókomu. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands búast megi við hríðarveðri á heiðum og fjallvegum um tíma. „Þetta er heiðarlegur stormur sem þýðir það að meðalvindur er vel yfir 20 metra á sekúndu og verður hviðótt undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ sagði Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. Veðrið nær hámarki á Suðvesturhorninu milli klukkan sex og sjö í kvöld þar sem veðrið verður hvað verst. Teitur segir að veðrir gangi svo hratt niður í kvöld þegar skilin verða komin yfir. „Það á aftur á móti enn eftir að versna á norðan- og austanverðu landinu. þar hvessir einnig og verður einhver úrkoma um tíma,“ segir Teitur. Teitur segir að það verði kröftugur lægðagangur alla vikuna, en eftir að lægðin gengur niður í kvöld mun lítil lægðarbylgja ganga yfir. „Hún færir okkur aðra gusu af hvassviðri og hlýrra loft, þannig að við búumst við því að á morgun verði hvöss sunnan átt. Þó ekki það hvöss að það þurfi að vara við henni, sérstaklega þar sem vegir verða orðnir auðir,“ segir Teitur. Eins fram hefur komið hefur snjódýpt á Akureyri verið með mesta móti síðustu dag en líkur á að þar verði breyting á. „Hitinn Norðanlands fer allvíða yfir tíu stigin og þá verður ör snjóbráðnun og þá þarf að athuga það í þéttbýli þar sem það er mikill snjór að passa að leysingavatnið komist sína leið og valdi ekki tjóni, segir Teitur. Teitur segir veðrabrigðin nú í desember ekki óvenjuleg. "Í rauninni eru þetta bara einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur. Í nótt var fyrir norðan svona tíu til fimmtán stiga frost en á morgun er búist við tíu til fimmtán stiga hita. Í rauninni má bara segja að þetta sé einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur og umhleypingar,“ segir Teitur. Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Versnandi veður er í kortunum með lægð sem gengur þessa stundina inn á landið. Búist er við því að veðrið verði hvað verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið. Íbúar á Akureyri eru beðnir um að losa vel frá holræsum því búist er við tíu stiga hita á morgun og því mun snjó leysa mjög hratt. Suðaustan hvassviðri gengur inn á sunnan og vestanvert landið síðdegis með allt að 25 metrum á sekúndu og rigningu á láglendi. Til fjalla er líklegt að úrkoman verði í formi slyddu eða snjókomu. Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands búast megi við hríðarveðri á heiðum og fjallvegum um tíma. „Þetta er heiðarlegur stormur sem þýðir það að meðalvindur er vel yfir 20 metra á sekúndu og verður hviðótt undir Eyjafjöllum, á Kjalarnesi og við Hafnarfjall,“ sagði Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi. Veðrið nær hámarki á Suðvesturhorninu milli klukkan sex og sjö í kvöld þar sem veðrið verður hvað verst. Teitur segir að veðrir gangi svo hratt niður í kvöld þegar skilin verða komin yfir. „Það á aftur á móti enn eftir að versna á norðan- og austanverðu landinu. þar hvessir einnig og verður einhver úrkoma um tíma,“ segir Teitur. Teitur segir að það verði kröftugur lægðagangur alla vikuna, en eftir að lægðin gengur niður í kvöld mun lítil lægðarbylgja ganga yfir. „Hún færir okkur aðra gusu af hvassviðri og hlýrra loft, þannig að við búumst við því að á morgun verði hvöss sunnan átt. Þó ekki það hvöss að það þurfi að vara við henni, sérstaklega þar sem vegir verða orðnir auðir,“ segir Teitur. Eins fram hefur komið hefur snjódýpt á Akureyri verið með mesta móti síðustu dag en líkur á að þar verði breyting á. „Hitinn Norðanlands fer allvíða yfir tíu stigin og þá verður ör snjóbráðnun og þá þarf að athuga það í þéttbýli þar sem það er mikill snjór að passa að leysingavatnið komist sína leið og valdi ekki tjóni, segir Teitur. Teitur segir veðrabrigðin nú í desember ekki óvenjuleg. "Í rauninni eru þetta bara einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur. Í nótt var fyrir norðan svona tíu til fimmtán stiga frost en á morgun er búist við tíu til fimmtán stiga hita. Í rauninni má bara segja að þetta sé einkenni á íslenska vetrinum, það eru þessar sveiflur og umhleypingar,“ segir Teitur.
Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?