Ferlið hjá sáttasemjara hafið Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. desember 2018 07:00 Frá sáttafundinum í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari situr við enda borðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þetta var fyrsti fundur. Við lögðum fram öll gögn sem voru nokkur hundruð blaðsíður af efni sem við höfum farið yfir með samninganefndum VR og Starfsgreinasambandsins. Þarna eru ítarlegar greiningar og tillögur að því hvernig hægt er að greiða úr stöðunni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að það hefði nú ekki gerst mikið á fundinum. „Af okkar hálfu fórum við yfir stutta greinargerð sem við skiluðum inn til ríkissáttasemjara og það hvernig viðræður hefðu gengið og hvers vegna við hefðum talið rétt að vísa. Ég upplifi það mjög sterkt að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa en ég er líka mjög ánægð með að vera þarna með félögum mínum úr Verkalýðsfélagi Akraness og VR,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir að Samtök atvinnulífsins hefðu kosið að vísa deilunni ekki til ríkissáttasemjara. „Lögin eru hins vegar þannig að það er nóg að annar aðilinn ákveði að vísa. Ég hefði viljað halda þessu áfram í sama farvegi og áður enda fannst mér gangurinn vera ágætur.“ Hann leggur áherslu á að samhliða þessum sáttaviðræðum séu SA á fleygiferð í samningaviðræðum við þau félög SGS sem ekki hafa vísað og iðnaðarmannasamfélagið. „Við munum funda mjög oft með þeim á fyrstu dögum nýs árs. Það er mikið kapp og áhersla lögð á þá samningafundi.“ Þá séu fyrir utan aðalsamningaborðið ýmsir sérhópar sem hittist og ræði ýmis smærri málefni. „Við reyndum að koma þeirri skoðun okkar áleiðis að við teldum mikilvægt að stjórnvöld kæmu með einhver svör um þeirra innlegg jafnvel þótt við gerum okkur auðvitað fulla grein fyrir því að slíkar viðræður fara ekki fram við þetta borð. Við vildum engu að síður koma því að,“ segir Sólveig Anna. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 9. janúar. „Þar munum við fara yfir okkar kröfugerðir og útskýra þær. SA mun að sama skapi fara yfir sína sýn á málin og sín gögn. Við höldum bara okkar vinnu áfram,“ segir Sólveig Anna. Hún tekur fram að þeir undirhópar sem verið hafa að störfum innan Starfsgreinasambandsins starfi áfram. „Við munum taka áfram þátt í því starfi ásamt félögum okkar í SGS þannig að sú vinna mun halda markvisst áfram. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að það hefur gengið mjög vel í mörgum hópum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Þetta var fyrsti fundur. Við lögðum fram öll gögn sem voru nokkur hundruð blaðsíður af efni sem við höfum farið yfir með samninganefndum VR og Starfsgreinasambandsins. Þarna eru ítarlegar greiningar og tillögur að því hvernig hægt er að greiða úr stöðunni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að það hefði nú ekki gerst mikið á fundinum. „Af okkar hálfu fórum við yfir stutta greinargerð sem við skiluðum inn til ríkissáttasemjara og það hvernig viðræður hefðu gengið og hvers vegna við hefðum talið rétt að vísa. Ég upplifi það mjög sterkt að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa en ég er líka mjög ánægð með að vera þarna með félögum mínum úr Verkalýðsfélagi Akraness og VR,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir að Samtök atvinnulífsins hefðu kosið að vísa deilunni ekki til ríkissáttasemjara. „Lögin eru hins vegar þannig að það er nóg að annar aðilinn ákveði að vísa. Ég hefði viljað halda þessu áfram í sama farvegi og áður enda fannst mér gangurinn vera ágætur.“ Hann leggur áherslu á að samhliða þessum sáttaviðræðum séu SA á fleygiferð í samningaviðræðum við þau félög SGS sem ekki hafa vísað og iðnaðarmannasamfélagið. „Við munum funda mjög oft með þeim á fyrstu dögum nýs árs. Það er mikið kapp og áhersla lögð á þá samningafundi.“ Þá séu fyrir utan aðalsamningaborðið ýmsir sérhópar sem hittist og ræði ýmis smærri málefni. „Við reyndum að koma þeirri skoðun okkar áleiðis að við teldum mikilvægt að stjórnvöld kæmu með einhver svör um þeirra innlegg jafnvel þótt við gerum okkur auðvitað fulla grein fyrir því að slíkar viðræður fara ekki fram við þetta borð. Við vildum engu að síður koma því að,“ segir Sólveig Anna. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 9. janúar. „Þar munum við fara yfir okkar kröfugerðir og útskýra þær. SA mun að sama skapi fara yfir sína sýn á málin og sín gögn. Við höldum bara okkar vinnu áfram,“ segir Sólveig Anna. Hún tekur fram að þeir undirhópar sem verið hafa að störfum innan Starfsgreinasambandsins starfi áfram. „Við munum taka áfram þátt í því starfi ásamt félögum okkar í SGS þannig að sú vinna mun halda markvisst áfram. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að það hefur gengið mjög vel í mörgum hópum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira