Félögin þrjú gera kröfu um afturvirkni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2018 08:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Eyþór Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) gera kröfu um að samningar félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) muni gilda afturvirkt til þess dags er núverandi samningar renna sitt skeið. Stéttarfélögin þrjú klufu sig nýverið út úr samfloti með Starfsgreinasambandinu (SGS) og vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur þrætuaðila verður á morgun. „Fundurinn er hugsaður til gagnaöflunar þar sem sáttasemjari mun kalla eftir kröfugerðum okkar og þeirra. Ég vænti ekki stórra tíðinda af þessum fundi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Vilhjálmur segir þó að félögin muni reyna að knýja SA til að svara grundvallarspurningum er lúta að kröfugerð félaganna. „Í gegnum tíðina hefur það gerst að samningar hafa kannski ekki náðst fyrr en fjórum eða fimm mánuðum eftir að forveri þeirra rennur út. Dragist viðræður í mánuð þýðir það að launafólk verður af allt að fjórum milljörðum,“ segir Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkAð sögn Vilhjálms er það „ófrávíkjanleg krafa“ félaganna þriggja að samningarnir verði afturvirkir til 1. janúar á næsta ári. Fordæmi séu fyrir því meðal starfsmanna ríkisins að kjör hafi verið leiðrétt afturvirkt en því hafi ekki verið til að dreifa á almennum markaði. „Samkomulag um afturvirkni mun gera okkur kleift að nýta tímann vel. Verði fallist á það mun verða meira andrými til að semja. Ef ekki þá verður að hraða samningum. Afleiðingarnar geta orðið slæmar ef sátt næst ekki,“ segir Vilhjálmur. „Á fundinum munum við fara með ríkissáttasemjara yfir gögn sem við höfum áður farið yfir með félögunum þremur og SGS. Þar eru rúmlega 200 síður stútfullar af tillögum og greiningum frá SA. Nú hefst þetta formlega ferli en samtímis höldum við áfram að semja við önnur félög sem ekki hafa vísað málinu til sáttasemjara. Gangurinn í þeirri vinnu er mjög góður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41 Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) gera kröfu um að samningar félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) muni gilda afturvirkt til þess dags er núverandi samningar renna sitt skeið. Stéttarfélögin þrjú klufu sig nýverið út úr samfloti með Starfsgreinasambandinu (SGS) og vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Fyrsti fundur þrætuaðila verður á morgun. „Fundurinn er hugsaður til gagnaöflunar þar sem sáttasemjari mun kalla eftir kröfugerðum okkar og þeirra. Ég vænti ekki stórra tíðinda af þessum fundi,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Vilhjálmur segir þó að félögin muni reyna að knýja SA til að svara grundvallarspurningum er lúta að kröfugerð félaganna. „Í gegnum tíðina hefur það gerst að samningar hafa kannski ekki náðst fyrr en fjórum eða fimm mánuðum eftir að forveri þeirra rennur út. Dragist viðræður í mánuð þýðir það að launafólk verður af allt að fjórum milljörðum,“ segir Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Fréttablaðið/Anton BrinkAð sögn Vilhjálms er það „ófrávíkjanleg krafa“ félaganna þriggja að samningarnir verði afturvirkir til 1. janúar á næsta ári. Fordæmi séu fyrir því meðal starfsmanna ríkisins að kjör hafi verið leiðrétt afturvirkt en því hafi ekki verið til að dreifa á almennum markaði. „Samkomulag um afturvirkni mun gera okkur kleift að nýta tímann vel. Verði fallist á það mun verða meira andrými til að semja. Ef ekki þá verður að hraða samningum. Afleiðingarnar geta orðið slæmar ef sátt næst ekki,“ segir Vilhjálmur. „Á fundinum munum við fara með ríkissáttasemjara yfir gögn sem við höfum áður farið yfir með félögunum þremur og SGS. Þar eru rúmlega 200 síður stútfullar af tillögum og greiningum frá SA. Nú hefst þetta formlega ferli en samtímis höldum við áfram að semja við önnur félög sem ekki hafa vísað málinu til sáttasemjara. Gangurinn í þeirri vinnu er mjög góður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21 Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41 Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 21. desember 2018 12:21
Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir skrif Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra vera öfgafull níðskrif. 23. desember 2018 16:41
Segir SA ýkja kröfur verkalýðsfélaganna Formaður VR býst við að fleiri verkalýðsfélög komi í samflot með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness sem vísuðu kjaradeilu sinni við samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara í dag. 21. desember 2018 18:30