Innlent

Byggði jólaþorp úr Lego kubbum

Sighvatur Jónsson skrifar
Það er mikið þolinmæðisverk að byggja jólaþorp úr kubbum.
Það er mikið þolinmæðisverk að byggja jólaþorp úr kubbum. Vísir/Arnar
Jólaþorp úr Lego kubbum er þriggja ára verkefni Atla Jóhanns Guðbjörnssonar byggingafræðings í Reykjavík. Þrír jólasveinar eru í þorpinu og stærðarinnar lest. Atli segist ætla að bæta við jólasveinum, þeir geti allt eins orðið þrettán talsins með tímanum.

Atli Jóhann lærði byggingafræði í Horsens í Danmörku.Vísir/Arnar
Atli Jóhann lærði byggingafræði í Danmörku. Lego áhuginn kviknaði þó fyrst fyrir alvöru eftir að hann flutti aftur til Íslands á ný fyrir fjórtán árum.

Atli Jóhann hefur byggt allt frá íslenskum björgunarbáti að jólaþorpi með öllu tilheyrandi. Húsin og stærstu hlutina kaupir hann úr leikfangabúðum. Minni hluti eins og tré og vegi sérpantar Atli á netinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×