Innlent

Systkinin saman í kirkjugarðinn í meira en hálfa öld

Sighvatur Jónsson skrifar
Systkinin Ragna og Guðmundur í Fossvogskirkjugarði í morgun.
Systkinin Ragna og Guðmundur í Fossvogskirkjugarði í morgun. Vísir/Baldur
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Fossvogskirkjugarðinn frá klukkan átta í morgun til að vitja leiða ástvina og ættingja fyrir jólin.

Meðal þeirra sem fréttastofa hitti í garðinum í morgun voru systkinin Ragna og Guðmundur Ágústsbörn. Þau hafa farið saman í Fossvogskirkjugarð fyrir jólin frá árinu 1964.

„Þetta er indælt, gott veður, þægilegt að vera hérna með systur sinni,“ sagði Guðmundur.

Ragna sagði að þau hafi verið fimm og sex ára þegar þau fóru fyrst í kirkjugarðinn fyrir jól. „Ég er svo að fara að vinna í kvöld. Ég vinn á sjúkrahúsi, það verður einhver að vera á vaktinni,“ sagði Ragna.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×