Enski boltinn

Bjarki Már markahæstur í sigri

Dagur Lárusson skrifar
Bjarki Már.
Bjarki Már. vísir/getty
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk þegar hann var í eldlínunni fyrir Fuchse Berlin gegn Magdeburg í þýska handboltanum í dag.

 

Fyrir leikinn í dag var Fuchse Berlin fjórum stigum á eftir Magdeburg í fjórða sætinu í deildinni og því gríðarlega mikilvægur leikur.

 

Það var mikið jafnræði meðal liðanna í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að vera með forystuna. Það var þó Magdeburg sem leiddi í hálfleik 12-11.

 

Liðsmenn Magdeburg héldu þeirri forystu til að byrja með í seinni hálfleiknum en þegar líða fór á leikinn fóru liðsmenn Berlin almennilega í gang og var Bjarki Már einn þeirra.

 

Eftir að Magdeburg komst í 16 mörk þá stoppaði markaskorun þeirra í nokkra mínútur á meðan liðsmenn Berlin gátu ekki hætt að skora og var staðan orðin 16-22 á tímabili.

 

Liðsmenn Magdeburg náðu sér aldrei almennilega frá þessu og því fögnuðu liðsmenn Fuchse Berlin góðum og mikilvægum sigri, lokastaðan 27-25. Bjarki Már var markhæstur í liði Fuchse Berlin með sjö mörk.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×