Sóknarprestur um Klaustursmálið: „Þótt enginn sé syndlaus þá er fólk upp til hópa ekki siðlaust“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2018 10:53 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju er ekki skemmt þegar hugtök úr guðfræðinni eru slitin úr samhengi og merkingunni snúið á hvolf. Mynd/Anton Brink Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju vakti athygli á því hversu áberandi lykilhugtök úr guðfræðinni hafa verið í þjóðmálaumræðunni að síðustu. Þrátt fyrir að Davíð sé hæstánægður með að orð á borð við „iðrun“, „fyrirgefning“ og „syndleysi“ séu viðhöfð að því er virðist í auknu mæli finnst honum ástæða til að rifja upp guðfræðilegt samhengi þeirra. Davíð vakti máls á þessu í aðsendri grein sem birtist í Mannlífi. „Það að vilja halda misgjörðum til streitu og láta gerendur sæta ábyrgð hefur verið úthrópað sem ókristileg langrækni og heift,“ segir Davíð sem bætir við að slík túlkun á fyrirgefningunni sem hugtaki byggist á mjög yfirborðslegum skilningi. „Þegar dæmisögur Jesú eru skoðaðar kemur nefnilega í ljós að fyrirgefningin er alltaf þrælskilyrt við játningu, iðrun og yfirbót. Án þessa getur ekki verið um neina fyrirgefningu að ræða.“ Ósannsögli, yfirklór fullyrðingar um að aðrir hafi gerst sekir um verri gjörðir sé ekki líklegt til að leiða til fyrirgefningar. Þá gerir Davíð setninguna „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ að umfjöllunarefni í pistli sínum en í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér í kjölfar Klausturshneykslisins vitnaði hann í „bókmenntir“ guðfræðinnar með þessum hætti.Gunnar Bragi vitnaði til orða frelsarans í yfirlýsingu vegna Klausturshneykslisins.Vísir/VilhelmDavíð Þór minnir á að Jesú hafi látið þessi orð falla til að „verja forsmáða, valdalausa og varnarlausa konu fyrir grjótkasti vel stæðra karla úr stétt góðborgara.“ „Að heyra þessum orðum, sem sögð voru í þágu undirokaðra og réttlausra sem gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, beitt til að verja rétt vel stæðra karla úr stétt góðborgara til að kasta grjóti í þá sem minna mega sín hlýtur að nísta þá inn að beini sem gert hafa Krist að leiðtoga lífs síns og kynnt sér að einhverju leyti hvað í því felst,“ segir Davíð. Að snúa merkingunni upp í andhverfu sína sé næstum því jafn ósvífið og að snúa Faðir vorinu upp á andskotann segir Davíð. Að endingu gerir Davíð hugtakið „syndleysi“ að umfjöllunarefni í pistlinum. „Er sá syndlaus sem ekki hæðist að fötluðu baráttufólki og gerir grín að fötlun þess? Er sá syndlaus sem ekki hjólar kerfisbundið með níði og svívirðingum í hvern þjóðfélagshópinn af öðrum, koll af kolli, sem þurft hefur að heyja réttindabaráttu til að standa jafnfætis vel stæðum körlum úr stétt góðborgara gagnvart stofnunum samfélagsins? Er sá syndlaus sem ekki stærir sig af mútuþægni í opinberu embætti, hvort sem hann segir satt eða ósatt?“ spyr Davíð. Hann bendir á að þótt enginn sé syndlaus þá sé „fólk upp til hópa ekki siðlaust.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju vakti athygli á því hversu áberandi lykilhugtök úr guðfræðinni hafa verið í þjóðmálaumræðunni að síðustu. Þrátt fyrir að Davíð sé hæstánægður með að orð á borð við „iðrun“, „fyrirgefning“ og „syndleysi“ séu viðhöfð að því er virðist í auknu mæli finnst honum ástæða til að rifja upp guðfræðilegt samhengi þeirra. Davíð vakti máls á þessu í aðsendri grein sem birtist í Mannlífi. „Það að vilja halda misgjörðum til streitu og láta gerendur sæta ábyrgð hefur verið úthrópað sem ókristileg langrækni og heift,“ segir Davíð sem bætir við að slík túlkun á fyrirgefningunni sem hugtaki byggist á mjög yfirborðslegum skilningi. „Þegar dæmisögur Jesú eru skoðaðar kemur nefnilega í ljós að fyrirgefningin er alltaf þrælskilyrt við játningu, iðrun og yfirbót. Án þessa getur ekki verið um neina fyrirgefningu að ræða.“ Ósannsögli, yfirklór fullyrðingar um að aðrir hafi gerst sekir um verri gjörðir sé ekki líklegt til að leiða til fyrirgefningar. Þá gerir Davíð setninguna „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ að umfjöllunarefni í pistli sínum en í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér í kjölfar Klausturshneykslisins vitnaði hann í „bókmenntir“ guðfræðinnar með þessum hætti.Gunnar Bragi vitnaði til orða frelsarans í yfirlýsingu vegna Klausturshneykslisins.Vísir/VilhelmDavíð Þór minnir á að Jesú hafi látið þessi orð falla til að „verja forsmáða, valdalausa og varnarlausa konu fyrir grjótkasti vel stæðra karla úr stétt góðborgara.“ „Að heyra þessum orðum, sem sögð voru í þágu undirokaðra og réttlausra sem gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, beitt til að verja rétt vel stæðra karla úr stétt góðborgara til að kasta grjóti í þá sem minna mega sín hlýtur að nísta þá inn að beini sem gert hafa Krist að leiðtoga lífs síns og kynnt sér að einhverju leyti hvað í því felst,“ segir Davíð. Að snúa merkingunni upp í andhverfu sína sé næstum því jafn ósvífið og að snúa Faðir vorinu upp á andskotann segir Davíð. Að endingu gerir Davíð hugtakið „syndleysi“ að umfjöllunarefni í pistlinum. „Er sá syndlaus sem ekki hæðist að fötluðu baráttufólki og gerir grín að fötlun þess? Er sá syndlaus sem ekki hjólar kerfisbundið með níði og svívirðingum í hvern þjóðfélagshópinn af öðrum, koll af kolli, sem þurft hefur að heyja réttindabaráttu til að standa jafnfætis vel stæðum körlum úr stétt góðborgara gagnvart stofnunum samfélagsins? Er sá syndlaus sem ekki stærir sig af mútuþægni í opinberu embætti, hvort sem hann segir satt eða ósatt?“ spyr Davíð. Hann bendir á að þótt enginn sé syndlaus þá sé „fólk upp til hópa ekki siðlaust.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48