Falsanir kosta Strætó hátt í 200 milljónir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2018 09:30 Jóhannes segir að grípa þurfi til aðgerða. Hann vill sama fyrirkomulag og tíðkast erlendis þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér í vagna. Fréttablaðið/Stefán „Það er grátlegt að vita af því að það sé fólk sem svindlar á sameiginlegri þjónustu sem greidd er af skattfé,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Fölsuð strætókort hafa verið áberandi í strætisvögnum að undanförnu og hefur félagið brugðið á það ráð að senda eftirlitsmenn í vagnana til þess að sannreyna kortin. Aðgerðir Strætó hófust í síðustu viku eftir að karlmaður, sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi til Íslands, var stöðvaður í tollinum með fimmtíu fölsuð strætókort í fórum sínum. Tveir hafa verið gripnir síðan þá. „Við erum búin að góma tvo en við komumst ekki að þessu fyrr en í síðustu viku þegar lögreglan stoppaði þennan aðila í flugstöðinni. Við vissum því ekkert hvernig þetta leit út fyrr en þá, og erum nýbyrjuð í þessum aðgerðum,“ segir Jóhannes.Kortin eru keimlík. Fölsuðu kortin eru úr annars konar pappír og þynnri.Umrædd kort eru almennt níu mánaða kort sem kosta 63 þúsund krónur á miðasölustöðum Strætó. Hin fölsuðu kort eru að seljast á um 16 til 20 þúsund krónur. „Þetta er mjög líkt og maður áttar sig ekki á muninum á kortunum nema taka aðeins í þau. Þau eru þynnri og pappírinn annar,“ segir hann og bætir við að vagnstjórar séu allir meðvitaðir um muninn á þessum kortum. Aðspurður segir Jóhannes falsanir ekki óalgengar. Félagið verði af tugum, jafnvel hundruðum milljóna króna vegna þeirra. „Það er rosalega erfitt að segja hvert umfangið er en það getur verið um 200 milljónir á ári. Við byggjum það á tölum sem koma að utan.“ Jóhannes kallar eftir viðurlögum vegna tíðra falsana. „Við höfum rætt það nokkrum sinnum þegar við höfum komið fyrir umhverfis- og samgöngunefnd, og reynt að koma á sama fyrirkomulagi og tíðkast erlendis, þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér inn í vagnana,“ segir hann. Núna hins vegar hafi félagið hug á að breyta greiðslufyrirkomulaginu til þess að sporna við slíkum brotum. „Við erum að undirbúa það að taka upp rafrænt greiðslukerfi og fá heimild til að bjóða það út á næsta ári,“ segir hann. „Annars höfða ég bara til samvisku fólks um að skipta við rétta söluaðila og kaupa kort á réttu verði. Við byggjum á því að farþegar skili sínu því þannig getum við bætt leiðakerfi okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
„Það er grátlegt að vita af því að það sé fólk sem svindlar á sameiginlegri þjónustu sem greidd er af skattfé,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Fölsuð strætókort hafa verið áberandi í strætisvögnum að undanförnu og hefur félagið brugðið á það ráð að senda eftirlitsmenn í vagnana til þess að sannreyna kortin. Aðgerðir Strætó hófust í síðustu viku eftir að karlmaður, sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi til Íslands, var stöðvaður í tollinum með fimmtíu fölsuð strætókort í fórum sínum. Tveir hafa verið gripnir síðan þá. „Við erum búin að góma tvo en við komumst ekki að þessu fyrr en í síðustu viku þegar lögreglan stoppaði þennan aðila í flugstöðinni. Við vissum því ekkert hvernig þetta leit út fyrr en þá, og erum nýbyrjuð í þessum aðgerðum,“ segir Jóhannes.Kortin eru keimlík. Fölsuðu kortin eru úr annars konar pappír og þynnri.Umrædd kort eru almennt níu mánaða kort sem kosta 63 þúsund krónur á miðasölustöðum Strætó. Hin fölsuðu kort eru að seljast á um 16 til 20 þúsund krónur. „Þetta er mjög líkt og maður áttar sig ekki á muninum á kortunum nema taka aðeins í þau. Þau eru þynnri og pappírinn annar,“ segir hann og bætir við að vagnstjórar séu allir meðvitaðir um muninn á þessum kortum. Aðspurður segir Jóhannes falsanir ekki óalgengar. Félagið verði af tugum, jafnvel hundruðum milljóna króna vegna þeirra. „Það er rosalega erfitt að segja hvert umfangið er en það getur verið um 200 milljónir á ári. Við byggjum það á tölum sem koma að utan.“ Jóhannes kallar eftir viðurlögum vegna tíðra falsana. „Við höfum rætt það nokkrum sinnum þegar við höfum komið fyrir umhverfis- og samgöngunefnd, og reynt að koma á sama fyrirkomulagi og tíðkast erlendis, þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér inn í vagnana,“ segir hann. Núna hins vegar hafi félagið hug á að breyta greiðslufyrirkomulaginu til þess að sporna við slíkum brotum. „Við erum að undirbúa það að taka upp rafrænt greiðslukerfi og fá heimild til að bjóða það út á næsta ári,“ segir hann. „Annars höfða ég bara til samvisku fólks um að skipta við rétta söluaðila og kaupa kort á réttu verði. Við byggjum á því að farþegar skili sínu því þannig getum við bætt leiðakerfi okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira