Vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. desember 2018 12:21 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formönnum félaganna, þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálmi Birgissyni. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér, segir að formennirnir telji sögulegt tækifæri fólgið í breiðri samstöðu stéttarfélaga almenns verkafólks og verslunarfólk um krónutöluhækkanir og hækkun lægstu launa. „Við undirrituð teljum að viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar og afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Það að vísa deilunni til sáttasemjara færir félögin nær aðgerðum, til að mynda verkföllum því áður en hægt er að boða til verkfalla eða annarra aðgerða þarf að vera búið að halda fundi hjá sáttasemjara.Áherslumunur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að áherslumunur hafi verið á milli þessarra þriggja félaga og annarra innan Starfsgreinasambandsins. „Reyndar höfum við Sólveig Anna hjá Eflingu lagt mikla áherslu á að mynda breiða samstöðu með VR íþessari kjaradeilu. Vegna þess að ef VR hefði til dæmis komið með okkur í Starfsgreinasambandinu hefðum við verið með 75 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins á bakvið okkur,“ sagði Vilhjálmur. Þá hafi þessi félög viljað vísa deilunni við samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara vegna þess að lítið hafi gerst í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hingað til og stjórnvöld ekki tekið við sér varðandi kröfur sem snúi að þeim. Félögin berjist fyrir því að lágmarkslaun nái þeim framfærsluviðmiðum sem velferðarráðuneytið hafi gefið út. Þetta hafi verið eitt af aðal kosningamálum Vinstri grænna, flokks forsætisráðherrans. „Okkar kröfugerð byggist að stórum hluta áþessu atriði. Og verkalýðshreyfing sem hefur ekki metnaðí sér til þess að leggja fram kröfugerð sem grundvallast áþví að fólk geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar á að finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði Vilhjálmur Birgisson. Kjaramál Tengdar fréttir Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Stéttarfélögin VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formönnum félaganna, þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálmi Birgissyni. Í yfirlýsingunni, sem sjá má í heild sinni hér, segir að formennirnir telji sögulegt tækifæri fólgið í breiðri samstöðu stéttarfélaga almenns verkafólks og verslunarfólk um krónutöluhækkanir og hækkun lægstu launa. „Við undirrituð teljum að viðræður síðustu vikna við Samtök atvinnulífsins hafi verið árangurslausar og afstöðu stjórnvalda skýra vísbendingu um að þau hyggist ekkert gera til að liðka fyrir viðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Það að vísa deilunni til sáttasemjara færir félögin nær aðgerðum, til að mynda verkföllum því áður en hægt er að boða til verkfalla eða annarra aðgerða þarf að vera búið að halda fundi hjá sáttasemjara.Áherslumunur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að áherslumunur hafi verið á milli þessarra þriggja félaga og annarra innan Starfsgreinasambandsins. „Reyndar höfum við Sólveig Anna hjá Eflingu lagt mikla áherslu á að mynda breiða samstöðu með VR íþessari kjaradeilu. Vegna þess að ef VR hefði til dæmis komið með okkur í Starfsgreinasambandinu hefðum við verið með 75 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins á bakvið okkur,“ sagði Vilhjálmur. Þá hafi þessi félög viljað vísa deilunni við samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara vegna þess að lítið hafi gerst í viðræðum við Samtök atvinnulífsins hingað til og stjórnvöld ekki tekið við sér varðandi kröfur sem snúi að þeim. Félögin berjist fyrir því að lágmarkslaun nái þeim framfærsluviðmiðum sem velferðarráðuneytið hafi gefið út. Þetta hafi verið eitt af aðal kosningamálum Vinstri grænna, flokks forsætisráðherrans. „Okkar kröfugerð byggist að stórum hluta áþessu atriði. Og verkalýðshreyfing sem hefur ekki metnaðí sér til þess að leggja fram kröfugerð sem grundvallast áþví að fólk geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar á að finna sér eitthvað annað að gera,“ sagði Vilhjálmur Birgisson.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34
Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent