Telur hunda sína hafa stöðvað innbrot í Mosfellsbæ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2018 10:45 Fenrir og Freyja, eftir varðstörf gærkvöldsins. Elísa Elínar Varðhundaeðli tveggja Alaskan Malamute-hunda er talið hafa komið í veg fyrir innbrot í Mosfellsbæ í gærkvöldi, ef marka má eiganda hundanna. Í samtali við Vísi segir eigandinn, Elísa Elínar, að sér hafi orðið bylt við þegar hún heyrði hundana, þau Fenri og Freyju, gelta í kór á hæsta styrk þegar þau lágu úti í frosti gærkvöldsins. „Þeim finnst náttúrulega best að liggja úti í frostinu enda eru þau Alaskan Malamute,“ segir Elísa. Sér hafi þótt geltið óvenjulegt, mikil umferð er framhjá íbúð þeirra, bæði af gangandi og keyrandi vegfarendum, sem hundarnir kippi sér alla jafna ekki upp við. „En þá standa þau bæði sperrt og horfa á svalirnar hjá nágranna mínum sem var á hækjum sér og ég auðvitað held að hann sé að reykja eða eitthvað,“ segir Elísa. Hún segist hafa flýtt sér að losa hundana og reyndi því næst að teyma þá aftur inn í íbúð sína, sem er við Víðiteig í Mosfellsbæ - „því auðvitað vil ég ekki að þau valdi nágrönnum mínum óþægindum með látum svona seint að kvöldi,“ segir Elísa.Elísa Elínar er eigandi þeirra Fenris og Freyju.Henni hafi tekist að koma Freyju inn en Fenrir lét sér ekki segjast. Áfram gelti hann á manninn sem stóð á svölum nágrannans. „Þannig að ég lít aftur á svalirnar og sé þar ungan mann í algjöru panikki [örvæntingu] hoppa yfir svalirnar og klifra niður á jarðhæð. Þá sé ég líka að allt var niðadimmt í íbúðinni og svalahurðin alveg lokuð,“ segir Elísa. Maðurinn hljóp fyrir horn og segist Elísa hafa misst sjónar á honum áður en hún gerði lögreglu viðvart. Hún segist þó hafa getað gefið lögreglu góða lýsingu á manninum; hann hafi ekki verið mikið eldri en 25 ára, klæddur í ljósar íþróttabuxur í svörtum síðum jakka með svarta húfa. „Lögreglan brást mjög vel við og renndi við í hverfið að svipast um eftir honum.“ Því næst hafi hún gert nágrönnum sínum viðvart, í íbúahóp á Facebook og af viðbrögðunum að dæma eru Mosfellingar ánægðir með að hafa slíkar „loðlöggur í nágrenninu.“ Fenrir og Freyja hættu þó ekki varðstörfunum eftir að hinn meinti innbrotsþjófur var á bak og burt. „Eftir þetta hleypur Freyja beint inn í herbergi þar sem sonur minn 2 ára sefur og hún fór ekki fra honum þangað til ég fór að sofa. Fenrir neitaði að koma inn og svaf úti í garði,“ segir Elísa stolt. Áður hefur verið greint frá því að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. Dýr Mosfellsbær Tengdar fréttir Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47 Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Varðhundaeðli tveggja Alaskan Malamute-hunda er talið hafa komið í veg fyrir innbrot í Mosfellsbæ í gærkvöldi, ef marka má eiganda hundanna. Í samtali við Vísi segir eigandinn, Elísa Elínar, að sér hafi orðið bylt við þegar hún heyrði hundana, þau Fenri og Freyju, gelta í kór á hæsta styrk þegar þau lágu úti í frosti gærkvöldsins. „Þeim finnst náttúrulega best að liggja úti í frostinu enda eru þau Alaskan Malamute,“ segir Elísa. Sér hafi þótt geltið óvenjulegt, mikil umferð er framhjá íbúð þeirra, bæði af gangandi og keyrandi vegfarendum, sem hundarnir kippi sér alla jafna ekki upp við. „En þá standa þau bæði sperrt og horfa á svalirnar hjá nágranna mínum sem var á hækjum sér og ég auðvitað held að hann sé að reykja eða eitthvað,“ segir Elísa. Hún segist hafa flýtt sér að losa hundana og reyndi því næst að teyma þá aftur inn í íbúð sína, sem er við Víðiteig í Mosfellsbæ - „því auðvitað vil ég ekki að þau valdi nágrönnum mínum óþægindum með látum svona seint að kvöldi,“ segir Elísa.Elísa Elínar er eigandi þeirra Fenris og Freyju.Henni hafi tekist að koma Freyju inn en Fenrir lét sér ekki segjast. Áfram gelti hann á manninn sem stóð á svölum nágrannans. „Þannig að ég lít aftur á svalirnar og sé þar ungan mann í algjöru panikki [örvæntingu] hoppa yfir svalirnar og klifra niður á jarðhæð. Þá sé ég líka að allt var niðadimmt í íbúðinni og svalahurðin alveg lokuð,“ segir Elísa. Maðurinn hljóp fyrir horn og segist Elísa hafa misst sjónar á honum áður en hún gerði lögreglu viðvart. Hún segist þó hafa getað gefið lögreglu góða lýsingu á manninum; hann hafi ekki verið mikið eldri en 25 ára, klæddur í ljósar íþróttabuxur í svörtum síðum jakka með svarta húfa. „Lögreglan brást mjög vel við og renndi við í hverfið að svipast um eftir honum.“ Því næst hafi hún gert nágrönnum sínum viðvart, í íbúahóp á Facebook og af viðbrögðunum að dæma eru Mosfellingar ánægðir með að hafa slíkar „loðlöggur í nágrenninu.“ Fenrir og Freyja hættu þó ekki varðstörfunum eftir að hinn meinti innbrotsþjófur var á bak og burt. „Eftir þetta hleypur Freyja beint inn í herbergi þar sem sonur minn 2 ára sefur og hún fór ekki fra honum þangað til ég fór að sofa. Fenrir neitaði að koma inn og svaf úti í garði,“ segir Elísa stolt. Áður hefur verið greint frá því að innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa.
Dýr Mosfellsbær Tengdar fréttir Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47 Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Lögreglan biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu að vera vel á verði vegna fjölda innbrota Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember og þar af fjölgaði innbrotum á heimili og í bíla mikið. Lögreglan biður íbúa að vera á vel á verði vegna þessa. 18. desember 2018 10:47
Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. 19. desember 2018 13:09