Um ellefu hundruð búa ólöglega í Hafnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. desember 2018 07:00 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldinn sem búi í ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði geti verið um ellefu hundruð manns. Alls segir slökkviliðsstjórinn að á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu öllu. Slökkviliðsstjórinn vitnar í bréfi sínu til úttektar sem stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað í ársbyrjun 2017 að ráðast í. Kortleggja átti óleyfisíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin. Síðast hafi slíkt verið gert ítarlega árið 2008. „Í þessu samhengi er vert að árétta að kortlagning eins og þessi getur aldrei verið jafn áreiðanleg og eldvarnarskoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru.“ Að sögn slökkviliðsstjórans var að þessu sinni farið yfir skráningu lögheimila og skráð heimilisföng á Já.is. „Meginvinnan fólst síðan í að ganga götur á atvinnusvæðum og kanna vísbendingar um búsetu, til dæmis ljós í gluggum að kvöldlagi og óreiðu á sorpi,“ lýsir Jón Viðar. Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin langmest í Hafnarfirði frá 2008. Talið er að nú sé búið ólöglega á nærri þrefalt fleiri stöðum þar en fyrir tíu árum. Hraunahverfi og Helluhverfi eru í aðalhlutverki. Margir búa á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði í nóvember. Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi málið á fundi sínum í gær. Þar var samþykkt að fela Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að taka málið upp innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Rósa hefur að sögn slökkviliðsstjórans haft fyrrgreindar upplýsingar frá því í september. Lítið virðist eiga að gera áþreifanlegt að sinni í Hafnarfirði. „Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni sameiginlega að samantekt á ólöglegri búsetu innan sveitarfélaganna. Mikilvægt er að greina þau gögn að lokinni samantekt og vinna heildstæðar tillögur að úrbótum. Mikilvægt er að brunavarnir og útgönguleiðir séu fullnægjandi til að tryggja öryggi íbúanna fyrir fram. Það er forgangsverkefni,“ segir bæjarráðið. Fulltrúar minnihlutans á fundi skipulagsráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag vildu að bærinn hraðaði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu. „Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður,“ bókuðu fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks: „Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldinn sem búi í ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði geti verið um ellefu hundruð manns. Alls segir slökkviliðsstjórinn að á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu öllu. Slökkviliðsstjórinn vitnar í bréfi sínu til úttektar sem stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað í ársbyrjun 2017 að ráðast í. Kortleggja átti óleyfisíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin. Síðast hafi slíkt verið gert ítarlega árið 2008. „Í þessu samhengi er vert að árétta að kortlagning eins og þessi getur aldrei verið jafn áreiðanleg og eldvarnarskoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru.“ Að sögn slökkviliðsstjórans var að þessu sinni farið yfir skráningu lögheimila og skráð heimilisföng á Já.is. „Meginvinnan fólst síðan í að ganga götur á atvinnusvæðum og kanna vísbendingar um búsetu, til dæmis ljós í gluggum að kvöldlagi og óreiðu á sorpi,“ lýsir Jón Viðar. Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin langmest í Hafnarfirði frá 2008. Talið er að nú sé búið ólöglega á nærri þrefalt fleiri stöðum þar en fyrir tíu árum. Hraunahverfi og Helluhverfi eru í aðalhlutverki. Margir búa á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði í nóvember. Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi málið á fundi sínum í gær. Þar var samþykkt að fela Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að taka málið upp innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Rósa hefur að sögn slökkviliðsstjórans haft fyrrgreindar upplýsingar frá því í september. Lítið virðist eiga að gera áþreifanlegt að sinni í Hafnarfirði. „Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni sameiginlega að samantekt á ólöglegri búsetu innan sveitarfélaganna. Mikilvægt er að greina þau gögn að lokinni samantekt og vinna heildstæðar tillögur að úrbótum. Mikilvægt er að brunavarnir og útgönguleiðir séu fullnægjandi til að tryggja öryggi íbúanna fyrir fram. Það er forgangsverkefni,“ segir bæjarráðið. Fulltrúar minnihlutans á fundi skipulagsráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag vildu að bærinn hraðaði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu. „Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður,“ bókuðu fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks: „Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira