Forsætisráðherra bjartsýn á tillögur til lausnar húsnæðisvanda Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 13:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði. visir/vilhelm Forsætisráðherra segir að tillögur stjórnvalda í húsnæðismálum muni liggja fyrir eftir miðjan næsta mánuð. Þörf sé á byggingu allt að átta þúsund íbúða til að mæta þörfum lægst launaða fólksins í landinu sem stjórnvöld og fleiri aðilar þurfi að sameinast um að uppfylla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði sem kynnti stöðu mála á fundi hennar og fjármálaráðherra með aðilum almenna- og opinbera vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í gær. En forseti Alþýðusambandsins segir húsnæðismálin og skattamálin vera mikilvægust í tengslum við komandi kjarasamninga. „Ég er mjög bjartsýn á að þau muni koma með góðar tillögur sem verði mikilvægt innlegg til að leysa húsnæðisvandann. Við höfum lesið það þannig, eins og þú segir, verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á húsnæðismálin. Þau séu einn lykilinn að því að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin muni síðan kynna hugmyndir sínar um endurskoðun á tekjuskattskerfinu eftir áramót sem miði að því að styrkja stöðu lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa. Húsnæðishópurinn sé að skoða hvernig bregðast megi við skorti á húsnæði fyrir þessa hópa bæði til skemmri og lengri tíma. „Við vorum að fara yfir hvernig staðan er, hvað er í pípunum og hvað þarf til að leysa þennan vanda. Þar er talað um fimm til átta þúsund íbúðir eftir því hvort við erum að horfa á alla sem eru hér á landi. Þannig að þetta er verkefni,“ segir Katrín. Í dag leggja stjórnvöld til 18 prósent af stofnframlögum til byggingar tiltekins fjölda íbúða til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga. Allir verði að leggjast á eitt við enn frekari uppbyggingu íbúða. „Þar sem allir þurfa að leggja sitt að mörkum bæði ríki og sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þessi hópur var bjartsýnn á að hann muni skila af sér á réttum tíma sem er 20. janúar. Þannig að við eigum von á skýrum tillögum þá,“ segir forsætisráðherra. Þá sé ríkisstjórnin að skoða kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þannig að það sinni bæði tekjuöflunar og tekjujöfnunarhlutverki sínu betur. „En síðan þegar skattprósentan er stillt af, sem við gerum í raun og veru árlega, skiptir auðvitað máli hver staða efnahagsmála er,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Húsnæðismál Tengdar fréttir ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00 Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að tillögur stjórnvalda í húsnæðismálum muni liggja fyrir eftir miðjan næsta mánuð. Þörf sé á byggingu allt að átta þúsund íbúða til að mæta þörfum lægst launaða fólksins í landinu sem stjórnvöld og fleiri aðilar þurfi að sameinast um að uppfylla. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshóp í húsnæðismálum fyrir um hálfum mánuði sem kynnti stöðu mála á fundi hennar og fjármálaráðherra með aðilum almenna- og opinbera vinnumarkaðarins í Ráðherrabústaðnum í gær. En forseti Alþýðusambandsins segir húsnæðismálin og skattamálin vera mikilvægust í tengslum við komandi kjarasamninga. „Ég er mjög bjartsýn á að þau muni koma með góðar tillögur sem verði mikilvægt innlegg til að leysa húsnæðisvandann. Við höfum lesið það þannig, eins og þú segir, verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á húsnæðismálin. Þau séu einn lykilinn að því að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin muni síðan kynna hugmyndir sínar um endurskoðun á tekjuskattskerfinu eftir áramót sem miði að því að styrkja stöðu lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa. Húsnæðishópurinn sé að skoða hvernig bregðast megi við skorti á húsnæði fyrir þessa hópa bæði til skemmri og lengri tíma. „Við vorum að fara yfir hvernig staðan er, hvað er í pípunum og hvað þarf til að leysa þennan vanda. Þar er talað um fimm til átta þúsund íbúðir eftir því hvort við erum að horfa á alla sem eru hér á landi. Þannig að þetta er verkefni,“ segir Katrín. Í dag leggja stjórnvöld til 18 prósent af stofnframlögum til byggingar tiltekins fjölda íbúða til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga. Allir verði að leggjast á eitt við enn frekari uppbyggingu íbúða. „Þar sem allir þurfa að leggja sitt að mörkum bæði ríki og sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins. Þessi hópur var bjartsýnn á að hann muni skila af sér á réttum tíma sem er 20. janúar. Þannig að við eigum von á skýrum tillögum þá,“ segir forsætisráðherra. Þá sé ríkisstjórnin að skoða kerfisbreytingar á tekjuskattskerfinu þannig að það sinni bæði tekjuöflunar og tekjujöfnunarhlutverki sínu betur. „En síðan þegar skattprósentan er stillt af, sem við gerum í raun og veru árlega, skiptir auðvitað máli hver staða efnahagsmála er,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Húsnæðismál Tengdar fréttir ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00 Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. 27. nóvember 2018 20:00
Anna og Gísli stýra átakshópi um húsnæðisvanda til að liðka fyrir kjaraviðræðum Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, verða formenn átakshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði um húsnæðisvandann til að liðka fyrir kjaraviðræðum. 27. nóvember 2018 12:27