Vanræktasta neyðin í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó Heimsljós kynnir 20. desember 2018 11:00 Christian Jepsen/NRC Vanræktasta neyðin í heiminum er í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (DCR). Þar geisar bæði stríð og ebólufaraldur. Fréttaveita Reuters leitar árlega álits mannúðarsamtaka á vanræktustu neyðinni og birti í morgun niðurstöðu könnunarinnar. Kongó er í efsta sæti listans annað árið í röð. „Ég heimsótti Kongó á þessu ári og hef sjaldan orðið vitni að jafn miklum mun á þörfinni annars vegar og aðstoðinni hins vegar,“ segir Jan Egeland yfirmaður norska flóttamannaráðsins. „Grimmdin í átökunum er átakanleg en það er líka hryllilegt að horfa upp á afskiptaleysið, bæði innan lands og á alþjóðavísu,“ bætir hann við. Óvenju margar „gleymdar kreppur“ er að finna á lista ársins en auk Lýðstjórnarlýðveldins Kongó voru tilnefnd sjö önnur ríki, Miðafríkulýðveldið, Jemen, Afganistan, Suður-Súdan, Búrúndí, Nígería og Venesúela, auk svæðisins umhverfis Tjadvatnið í Mið-Afríku. Þrátt fyrir óskaplega neyð í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó komst ástandið þar sjaldan í heimsfréttirnar, jafnvel ekki síðustu dagana í aðdaganda tímamótakosninga í landinu sem óttast er að leiði af sér aukin átök. Þrettán milljónir af rúmum áttíu milljónum íbúa í Lýstjórnarlýðveldinu Kongó eru hjálparþurfi. Sex af 21 mannúðarsamtökum sem tóku þátt í könnun Reuters töldu ástandið verst í Kongó, meðal annars Matvælaáætlun SÞ (WFP), Norska flóttamannaráðið, Oxam og Acton Aid. Fimm samtök töldu ástandið í Miðafríkuríkinu verst, meðal annars OCHA, UNICEF, MercyCorps og Plan International.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent
Vanræktasta neyðin í heiminum er í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (DCR). Þar geisar bæði stríð og ebólufaraldur. Fréttaveita Reuters leitar árlega álits mannúðarsamtaka á vanræktustu neyðinni og birti í morgun niðurstöðu könnunarinnar. Kongó er í efsta sæti listans annað árið í röð. „Ég heimsótti Kongó á þessu ári og hef sjaldan orðið vitni að jafn miklum mun á þörfinni annars vegar og aðstoðinni hins vegar,“ segir Jan Egeland yfirmaður norska flóttamannaráðsins. „Grimmdin í átökunum er átakanleg en það er líka hryllilegt að horfa upp á afskiptaleysið, bæði innan lands og á alþjóðavísu,“ bætir hann við. Óvenju margar „gleymdar kreppur“ er að finna á lista ársins en auk Lýðstjórnarlýðveldins Kongó voru tilnefnd sjö önnur ríki, Miðafríkulýðveldið, Jemen, Afganistan, Suður-Súdan, Búrúndí, Nígería og Venesúela, auk svæðisins umhverfis Tjadvatnið í Mið-Afríku. Þrátt fyrir óskaplega neyð í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó komst ástandið þar sjaldan í heimsfréttirnar, jafnvel ekki síðustu dagana í aðdaganda tímamótakosninga í landinu sem óttast er að leiði af sér aukin átök. Þrettán milljónir af rúmum áttíu milljónum íbúa í Lýstjórnarlýðveldinu Kongó eru hjálparþurfi. Sex af 21 mannúðarsamtökum sem tóku þátt í könnun Reuters töldu ástandið verst í Kongó, meðal annars Matvælaáætlun SÞ (WFP), Norska flóttamannaráðið, Oxam og Acton Aid. Fimm samtök töldu ástandið í Miðafríkuríkinu verst, meðal annars OCHA, UNICEF, MercyCorps og Plan International.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent