Sólveig Anna valin maður ársins af fréttastofunni 31. desember 2018 15:41 Sólveig Anna Jónsdóttir er maður ársins 2018 að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrir óvænta, einarða og hvassa verkalýðsbaráttu. Á árinu bauð hún sig fram sem óbreyttur félagsmaður til formennsku í næst fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, Eflingu, og hlaut yfirburðakosningu. Róttæk framganga hennar hefur vakið þjóðarathygli og ósveigjanleg kröfugerð, sem hún talar fyrir, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífskjör þorra landsmanna. Sólveig mætti í Kryddsíldina og sagðist mjög upp með sér að hafa verið valin og hún tæki heiðrinum alvarlega. Sem formaður Eflingar sagði Sólveig að laun hinna lægst settu í íslensku samfélagi væru skelfilega lág. Nefndi hún sérstaklega laun leikskólakennara og sagðist hafa mikla reynslu þaðan. Ómögulegt væri að lifa á slíkum launum. Varðandi kjarabaráttuna sem stendur nú yfir sagði Sólveig að allir hljóti að sjá að þörf sé á að hækka lágmarkslaun og að krafa Eflingar um 425 þúsund króna lágmarkslaun, í lok samningstímabilsins, væri ófrávíkjanleg. „Við munum að sjálfsögðu berjast fyrir því að vinna fullnaðarsigur í þeirri baráttu,“ sagði Sólveig. Hún sagði mögulegt að ekki væri mjög langt í aðgerðir eins og verkföll. Sólveig var spurð að því hvernig hennar fyrirmyndarríki. „Mitt fyrirmyndarsamfélag væri samfélag réttlætis og jöfnuðar, þar sem allt fólk fengi að blómstra og rækta hæfileika sína og að fólk þyrfti ekki að lifa með skugga efnahagslegrar óvissu yfir sér. Ég held að slíkt samfélag sé besta mögulega samfélagið.“ Hún beindi orðum sínum einnig að forystufólki stjórnmálaflokka á Alþingi, sem einnig voru í salnum og spurði þau hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins. Hvort þau treystu sér til að tryggja efnahagslegt öryggis sitt og fjölskyldu þeirra á „þeim smánarlegu launum“ sem mörgum sé greitt. „Mig langar jafnframt að spyrja þau hvort þau sjái sér ekki fært að stíga fram og styðja við kröfuna okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun til handa þeirra sem hér vinna á lægstu laununum. Hvort við getum ekki sameinast í því í þessu ríka landi, sem vill kenna sig við lýðræði og mannréttindi, að tryggja öllum sem hér lifa og starfa efnahagslegt réttlæti og sanngirni?“ Fréttir ársins 2018 Kjaramál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir er maður ársins 2018 að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fyrir óvænta, einarða og hvassa verkalýðsbaráttu. Á árinu bauð hún sig fram sem óbreyttur félagsmaður til formennsku í næst fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, Eflingu, og hlaut yfirburðakosningu. Róttæk framganga hennar hefur vakið þjóðarathygli og ósveigjanleg kröfugerð, sem hún talar fyrir, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir lífskjör þorra landsmanna. Sólveig mætti í Kryddsíldina og sagðist mjög upp með sér að hafa verið valin og hún tæki heiðrinum alvarlega. Sem formaður Eflingar sagði Sólveig að laun hinna lægst settu í íslensku samfélagi væru skelfilega lág. Nefndi hún sérstaklega laun leikskólakennara og sagðist hafa mikla reynslu þaðan. Ómögulegt væri að lifa á slíkum launum. Varðandi kjarabaráttuna sem stendur nú yfir sagði Sólveig að allir hljóti að sjá að þörf sé á að hækka lágmarkslaun og að krafa Eflingar um 425 þúsund króna lágmarkslaun, í lok samningstímabilsins, væri ófrávíkjanleg. „Við munum að sjálfsögðu berjast fyrir því að vinna fullnaðarsigur í þeirri baráttu,“ sagði Sólveig. Hún sagði mögulegt að ekki væri mjög langt í aðgerðir eins og verkföll. Sólveig var spurð að því hvernig hennar fyrirmyndarríki. „Mitt fyrirmyndarsamfélag væri samfélag réttlætis og jöfnuðar, þar sem allt fólk fengi að blómstra og rækta hæfileika sína og að fólk þyrfti ekki að lifa með skugga efnahagslegrar óvissu yfir sér. Ég held að slíkt samfélag sé besta mögulega samfélagið.“ Hún beindi orðum sínum einnig að forystufólki stjórnmálaflokka á Alþingi, sem einnig voru í salnum og spurði þau hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins. Hvort þau treystu sér til að tryggja efnahagslegt öryggis sitt og fjölskyldu þeirra á „þeim smánarlegu launum“ sem mörgum sé greitt. „Mig langar jafnframt að spyrja þau hvort þau sjái sér ekki fært að stíga fram og styðja við kröfuna okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun til handa þeirra sem hér vinna á lægstu laununum. Hvort við getum ekki sameinast í því í þessu ríka landi, sem vill kenna sig við lýðræði og mannréttindi, að tryggja öllum sem hér lifa og starfa efnahagslegt réttlæti og sanngirni?“
Fréttir ársins 2018 Kjaramál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent