Fjölmiðlafulltrúi Cardi B hellti sér yfir konu á flugvelli: „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 18:04 Cardi B á góðri stundu. Theo Wargo/Getty Patience Foster, fjölmiðlafulltrúi bandaríska rapparans Cardi B, náðist á myndbandsupptöku hella sér yfir konu á flugvelli í Ástralíu um helgina. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Sydney. Cardi var á leið í gegnum flugvöllinn ásamt Foster og öryggisvörðum sínum þegar hópur ljósmyndara tók að taka myndir af hópnum, en Cardi huldi andlit sitt og virtist ekki kæra sig um myndatökur. Ljósmyndararnir létu þó ekki segjast og þurftu öryggisverðir Cardi nokkrum sinnum að skerast í leikinn til þess að fá ljósmyndarana til þess að bakka frá tónlistarkonunni. Viðstaddir virtust margir hverjir óánægðir með áhugaleysi Cardi á að baða sig upp úr sviðsljósinu. Á myndbandi þar sem Cardi sést ganga ásamt starfsliði sínu í gegnum flugvöllinn má heyra í konu sem var viðstödd, þar sem hún virðist ekki par hrifin af tilraunum rapparans til þess að sleppa við myndatökur. „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér,“ heyrist konan greinilega segja og vísar þar til skilnaðar Cardi við eiginmann hennar, rapparann Offset. Fjölmiðlar vestanhafs telja skilnaðinn hafa stafað af framhjáhaldi eiginmannsins, en hann hefur ítrekað biðlað til Cardi um að taka hann í sátt.Sjá einnig: Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sínaVið þessi ummæli konunnar brjálaðist fjölmiðlafulltrúinn Foster og hellti sér yfir konuna. „Tík ég slæ þig. Ekki láta mig heyra þig tala um fjandans manninn hennar. Passaðu hvað þú segir.“ Aðstæðurnar mögnuðust þó ekki frekar en þetta en Cardi og starfslið hennar héldu áfram ferð sinni um flugvöllinn, nokkuð áfallalaust eftir því sem fréttastofa kemst næst. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.While at the airport in Australia, Cardi B’s publicist lost her patience with a woman who told Cardi, “no wonder your husband left you” after she didn’t take a photo with her. pic.twitter.com/WiMaAorRVR — Pop Crave (@PopCraveNet) December 30, 2018 Tónlist Tengdar fréttir Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30 Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47 Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Patience Foster, fjölmiðlafulltrúi bandaríska rapparans Cardi B, náðist á myndbandsupptöku hella sér yfir konu á flugvelli í Ástralíu um helgina. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Sydney. Cardi var á leið í gegnum flugvöllinn ásamt Foster og öryggisvörðum sínum þegar hópur ljósmyndara tók að taka myndir af hópnum, en Cardi huldi andlit sitt og virtist ekki kæra sig um myndatökur. Ljósmyndararnir létu þó ekki segjast og þurftu öryggisverðir Cardi nokkrum sinnum að skerast í leikinn til þess að fá ljósmyndarana til þess að bakka frá tónlistarkonunni. Viðstaddir virtust margir hverjir óánægðir með áhugaleysi Cardi á að baða sig upp úr sviðsljósinu. Á myndbandi þar sem Cardi sést ganga ásamt starfsliði sínu í gegnum flugvöllinn má heyra í konu sem var viðstödd, þar sem hún virðist ekki par hrifin af tilraunum rapparans til þess að sleppa við myndatökur. „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér,“ heyrist konan greinilega segja og vísar þar til skilnaðar Cardi við eiginmann hennar, rapparann Offset. Fjölmiðlar vestanhafs telja skilnaðinn hafa stafað af framhjáhaldi eiginmannsins, en hann hefur ítrekað biðlað til Cardi um að taka hann í sátt.Sjá einnig: Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sínaVið þessi ummæli konunnar brjálaðist fjölmiðlafulltrúinn Foster og hellti sér yfir konuna. „Tík ég slæ þig. Ekki láta mig heyra þig tala um fjandans manninn hennar. Passaðu hvað þú segir.“ Aðstæðurnar mögnuðust þó ekki frekar en þetta en Cardi og starfslið hennar héldu áfram ferð sinni um flugvöllinn, nokkuð áfallalaust eftir því sem fréttastofa kemst næst. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.While at the airport in Australia, Cardi B’s publicist lost her patience with a woman who told Cardi, “no wonder your husband left you” after she didn’t take a photo with her. pic.twitter.com/WiMaAorRVR — Pop Crave (@PopCraveNet) December 30, 2018
Tónlist Tengdar fréttir Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30 Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47 Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30
Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47
Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30