Laun verði að duga fyrir framfærslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2018 20:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðið í þeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, spyr hvort það þyki eðlilegt að fólk selji vinnu sína án þess að geta framfleytt sér á laununum sem unnið er fyrir. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði á Rás 1 í gær laun hafa hækkað gríðarlega frá árinu 2015, eða frá síðustu kjarasamningalotu. Hún segir mörg fyrirtæki ekki hafa ráðið við hækkanirnar og því sé verið að bregðast við með uppsögnum. Launahækkanirnar hafi reynst erfiðar en í kauphækkunum, sem fóru fram í skrefum til ársins 2018, voru lágmarkslaun hækkuð upp í 300 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfinginn gerir nú kröfur um að lágmarkslaun fari upp í 425 þúsund og horfa VR og Efling þá til að launahækkanir fari fram í krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun eins og tíðkast hefur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðrún atvinnurekendur hafi staðið í þeirri trú árið 2015 að verið væri að færa sig nær norrænu samningalíkani sem átti að koma á stöðugleika. Sú sé ekki raunin nú. Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. „Stærsti punkturinn í þessu er að velferðarkerfið hér er ekki jafn sterkt og á norðurlöndunum. Við sjáum líka þess merki núna að þær launahækkanir sem samið var um 2015 hafa verið étnar upp af húsnæðismarkaðinum. Það er því ekki að undra að spjótunum sé dálítið beint að stjórnvöldum núna,“ segir Drífa. Hún segir gert mikið úr uppsögnum, þær séu ekki fram úr því sem algengt hefur verið. Það sést því atvinnuleysistölur fari ekki hækkandi. „Atvinnurekendur segjast ekki geta hækkað laun, þá verða þeir að svara því hvort þeir ætli fólki að selja vinnu sína fyrir laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Því hefur ekki verið svarað,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðið í þeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, spyr hvort það þyki eðlilegt að fólk selji vinnu sína án þess að geta framfleytt sér á laununum sem unnið er fyrir. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði á Rás 1 í gær laun hafa hækkað gríðarlega frá árinu 2015, eða frá síðustu kjarasamningalotu. Hún segir mörg fyrirtæki ekki hafa ráðið við hækkanirnar og því sé verið að bregðast við með uppsögnum. Launahækkanirnar hafi reynst erfiðar en í kauphækkunum, sem fóru fram í skrefum til ársins 2018, voru lágmarkslaun hækkuð upp í 300 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfinginn gerir nú kröfur um að lágmarkslaun fari upp í 425 þúsund og horfa VR og Efling þá til að launahækkanir fari fram í krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun eins og tíðkast hefur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðrún atvinnurekendur hafi staðið í þeirri trú árið 2015 að verið væri að færa sig nær norrænu samningalíkani sem átti að koma á stöðugleika. Sú sé ekki raunin nú. Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. „Stærsti punkturinn í þessu er að velferðarkerfið hér er ekki jafn sterkt og á norðurlöndunum. Við sjáum líka þess merki núna að þær launahækkanir sem samið var um 2015 hafa verið étnar upp af húsnæðismarkaðinum. Það er því ekki að undra að spjótunum sé dálítið beint að stjórnvöldum núna,“ segir Drífa. Hún segir gert mikið úr uppsögnum, þær séu ekki fram úr því sem algengt hefur verið. Það sést því atvinnuleysistölur fari ekki hækkandi. „Atvinnurekendur segjast ekki geta hækkað laun, þá verða þeir að svara því hvort þeir ætli fólki að selja vinnu sína fyrir laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Því hefur ekki verið svarað,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira