Laun verði að duga fyrir framfærslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 30. desember 2018 20:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðið í þeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, spyr hvort það þyki eðlilegt að fólk selji vinnu sína án þess að geta framfleytt sér á laununum sem unnið er fyrir. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði á Rás 1 í gær laun hafa hækkað gríðarlega frá árinu 2015, eða frá síðustu kjarasamningalotu. Hún segir mörg fyrirtæki ekki hafa ráðið við hækkanirnar og því sé verið að bregðast við með uppsögnum. Launahækkanirnar hafi reynst erfiðar en í kauphækkunum, sem fóru fram í skrefum til ársins 2018, voru lágmarkslaun hækkuð upp í 300 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfinginn gerir nú kröfur um að lágmarkslaun fari upp í 425 þúsund og horfa VR og Efling þá til að launahækkanir fari fram í krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun eins og tíðkast hefur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðrún atvinnurekendur hafi staðið í þeirri trú árið 2015 að verið væri að færa sig nær norrænu samningalíkani sem átti að koma á stöðugleika. Sú sé ekki raunin nú. Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. „Stærsti punkturinn í þessu er að velferðarkerfið hér er ekki jafn sterkt og á norðurlöndunum. Við sjáum líka þess merki núna að þær launahækkanir sem samið var um 2015 hafa verið étnar upp af húsnæðismarkaðinum. Það er því ekki að undra að spjótunum sé dálítið beint að stjórnvöldum núna,“ segir Drífa. Hún segir gert mikið úr uppsögnum, þær séu ekki fram úr því sem algengt hefur verið. Það sést því atvinnuleysistölur fari ekki hækkandi. „Atvinnurekendur segjast ekki geta hækkað laun, þá verða þeir að svara því hvort þeir ætli fólki að selja vinnu sína fyrir laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Því hefur ekki verið svarað,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir atvinnurekendur hafa staðið í þeirri trú, í kjarasamningagerð 2015, að verið væri að nálgast norrænt samningalíkan til að koma á meiri stöðugleika í samfélaginu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, spyr hvort það þyki eðlilegt að fólk selji vinnu sína án þess að geta framfleytt sér á laununum sem unnið er fyrir. Guðrún Hafsteinsdóttir sagði á Rás 1 í gær laun hafa hækkað gríðarlega frá árinu 2015, eða frá síðustu kjarasamningalotu. Hún segir mörg fyrirtæki ekki hafa ráðið við hækkanirnar og því sé verið að bregðast við með uppsögnum. Launahækkanirnar hafi reynst erfiðar en í kauphækkunum, sem fóru fram í skrefum til ársins 2018, voru lágmarkslaun hækkuð upp í 300 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfinginn gerir nú kröfur um að lágmarkslaun fari upp í 425 þúsund og horfa VR og Efling þá til að launahækkanir fari fram í krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun eins og tíðkast hefur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðrún atvinnurekendur hafi staðið í þeirri trú árið 2015 að verið væri að færa sig nær norrænu samningalíkani sem átti að koma á stöðugleika. Sú sé ekki raunin nú. Forseti ASÍ segir markmið árið 2015 hafi verið að fólk gæti lifað á lægstu laununum, þeim markmiðum hafi ekki enn verið náð. „Stærsti punkturinn í þessu er að velferðarkerfið hér er ekki jafn sterkt og á norðurlöndunum. Við sjáum líka þess merki núna að þær launahækkanir sem samið var um 2015 hafa verið étnar upp af húsnæðismarkaðinum. Það er því ekki að undra að spjótunum sé dálítið beint að stjórnvöldum núna,“ segir Drífa. Hún segir gert mikið úr uppsögnum, þær séu ekki fram úr því sem algengt hefur verið. Það sést því atvinnuleysistölur fari ekki hækkandi. „Atvinnurekendur segjast ekki geta hækkað laun, þá verða þeir að svara því hvort þeir ætli fólki að selja vinnu sína fyrir laun sem duga ekki fyrir framfærslu. Því hefur ekki verið svarað,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira