SA býður afturvirkni með skilmálum Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2019 06:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í dag fer fram annar samningafundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA við Eflingu, VR og Verkalýðsfélag Akraness. Fyrsti fundurinn fór fram milli jóla og nýárs en á þeim fundi var ríkissáttasemjari fyrst og fremst að kalla eftir upplýsingum frá deiluaðilum. Meðal þess sem verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á er að samningar verði afturvirkir. Halldór segir að krafan um afturvirkni sé ekki ný af nálinni og geti verið skynsamleg ef skynsamlegir samningar nást. „Um þessi stóru efnisatriði eins og launahækkanir, samningstíma og afturvirkni er tekin ákvörðun í lok viðræðna.“ Hann segir kröfuna um afturvirkni byggja á norrænni fyrirmynd þar sem stéttarfélög skilgreini það sem eitt af sínum mikilvægustu hlutverkum að gera kjarasamninga sem raski ekki samkeppnisstöðu meginatvinnugreinanna. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Leggja áherslu á að sett verði upp áætlun fyrir viðræðurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 28. desember 2018 11:40 Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. 5. janúar 2019 09:00 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Til þess að liðka fyrir viðræðum og lausn geta Samtök atvinnulífsins fallist á að gildistaka kjarasamninga verði afturvirk frá 1. janúar 2019. Skilyrðið fyrir því er þó að samningar náist fyrir lok þessa mánaðar sem taki mið af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana. Þetta tilboð fellur auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað til verkfalla enda ber allt samfélagið kostnað af þeirri aðgerð,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í dag fer fram annar samningafundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA við Eflingu, VR og Verkalýðsfélag Akraness. Fyrsti fundurinn fór fram milli jóla og nýárs en á þeim fundi var ríkissáttasemjari fyrst og fremst að kalla eftir upplýsingum frá deiluaðilum. Meðal þess sem verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á er að samningar verði afturvirkir. Halldór segir að krafan um afturvirkni sé ekki ný af nálinni og geti verið skynsamleg ef skynsamlegir samningar nást. „Um þessi stóru efnisatriði eins og launahækkanir, samningstíma og afturvirkni er tekin ákvörðun í lok viðræðna.“ Hann segir kröfuna um afturvirkni byggja á norrænni fyrirmynd þar sem stéttarfélög skilgreini það sem eitt af sínum mikilvægustu hlutverkum að gera kjarasamninga sem raski ekki samkeppnisstöðu meginatvinnugreinanna.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Leggja áherslu á að sett verði upp áætlun fyrir viðræðurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 28. desember 2018 11:40 Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. 5. janúar 2019 09:00 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00
Leggja áherslu á að sett verði upp áætlun fyrir viðræðurnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, býst ekki við löngum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 28. desember 2018 11:40
Missum yfirleitt tökin á toppi hagsveiflunnar Eftir ríflegar launahækkanir á umliðnum árum er hlutfall launa af verðmætasköpun atvinnulífsins orðið það hæsta hér á landi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar. 5. janúar 2019 09:00