Kúabændur byggja og byggja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2019 13:47 Afurðir hafa aukist síðustu árin þrátt fyrir fækkun kúabænda. Vísir/Magnús Hlynur Framkvæmdagleði ríkir hjá kúabændum landsins um þessar mundir því víða má sjá byggingakrana á sveitabæjum þar sem verið er að byggja ný fjós, ekki síst á Suðurlandi. Bændur eru einnig að byggja við eldri fjós. Á sama tíma fækkar kúabændum í landinu en afurðir aukast því kýrnar eru að mjólka miklu meira en þær gerðu til að mynda fyrir tuttugu árum síðan. Í dag eru tæplega sex hundruð kúabú í landinu. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda er ánægð með hvað kúabændur eru duglegir að byggja. „Já, það hefur verið töluverð framkvæmdagleði í kúabændum sem er mjög vel. Við sjáum það að það er mikill metnaður að uppfylla nýjar aðbúnaðarreglugerðir, við sáum það núna í byrjun árs að í fyrsta sinn eru lausagöngufjós, það er að segja fjós þar sem kýrnar ganga frjálsar um. Þau eru orðin fleiri heldur en hin hefðbundnu básafjós,“ segir Margrét. „Við erum að sjá að Íslendingar eiga heimsmet í mjólk sem kemur frá mjaltaþjónum svokölluðum, róbotum sem sjá um að mjólka og kýrnar fara sjálfar þegar þær vilja vera mjólkaðar svo þær geta ráðið því sjálfar.“ Fjós hafa stækkað mikið á síðustu árum, þau stærstu eru með yfir tvö hundruð kýr. Margrét segir slík fjós þó ekki flokkast sem verksmiðjufjós. „Það er ekki nema þrjú til fjögur fjós á Íslandi sem eru svona stór. Þá erum við að tala um að það eru 200 til 240 mjólkandi kýr. Þau eru ekki stærri en það og þau eru í rauninni langstærst. Meðal bústærðin er um 47 kýr í dag á Íslandi,“ segir Margrét Gísladóttir framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda. Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Framkvæmdagleði ríkir hjá kúabændum landsins um þessar mundir því víða má sjá byggingakrana á sveitabæjum þar sem verið er að byggja ný fjós, ekki síst á Suðurlandi. Bændur eru einnig að byggja við eldri fjós. Á sama tíma fækkar kúabændum í landinu en afurðir aukast því kýrnar eru að mjólka miklu meira en þær gerðu til að mynda fyrir tuttugu árum síðan. Í dag eru tæplega sex hundruð kúabú í landinu. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda er ánægð með hvað kúabændur eru duglegir að byggja. „Já, það hefur verið töluverð framkvæmdagleði í kúabændum sem er mjög vel. Við sjáum það að það er mikill metnaður að uppfylla nýjar aðbúnaðarreglugerðir, við sáum það núna í byrjun árs að í fyrsta sinn eru lausagöngufjós, það er að segja fjós þar sem kýrnar ganga frjálsar um. Þau eru orðin fleiri heldur en hin hefðbundnu básafjós,“ segir Margrét. „Við erum að sjá að Íslendingar eiga heimsmet í mjólk sem kemur frá mjaltaþjónum svokölluðum, róbotum sem sjá um að mjólka og kýrnar fara sjálfar þegar þær vilja vera mjólkaðar svo þær geta ráðið því sjálfar.“ Fjós hafa stækkað mikið á síðustu árum, þau stærstu eru með yfir tvö hundruð kýr. Margrét segir slík fjós þó ekki flokkast sem verksmiðjufjós. „Það er ekki nema þrjú til fjögur fjós á Íslandi sem eru svona stór. Þá erum við að tala um að það eru 200 til 240 mjólkandi kýr. Þau eru ekki stærri en það og þau eru í rauninni langstærst. Meðal bústærðin er um 47 kýr í dag á Íslandi,“ segir Margrét Gísladóttir framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda.
Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira