Bitcoin "algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 11:30 Andri Snær Magnason Fréttablaðið/Stefán Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku sem sé ella sóað. Guðni A. Jóhannessen, orkumálastjóri, og Andri Snær hafa tekist á um umhverfismál í skoðanapistlum að undanförnu. Í jólahugvekju til starfsmanna Orkustofnunar talaði Guðni um „fólk sem hatar rafmagn“ og svaraði Andri Snær Guðna í pistli í Kjarnanum í gær undir yfirskriftinni „Þegar orkumálastjóri trollaði jólin“. Andri Snær var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um pistil sinn og pistil Guðna. Meðal þess sem bar á góma voru rafmynt á borð við Bitcon sem skotið hafa upp kollinum á undanförnum árum. Andri Snær er ekki hrifinn af rafmyntum og segir þær fela í sér gríðarlega orkusóun. „Svo sjáum við eitthvað fyrirbæri sem allt í einu verður til fyrir nokkrum árum eins og rafmyntir. Einhverjum snillingi datt í hug að til þess að búa til sýndarmynd þyrfti orkufreka reikniaðferð til þess að finna þessa mynt. Þessi bóla, alheimsbóla, hefur sogað til sín nánast alla umframorku og í rauninni nánast núllað út allar framfarir í hreinni orku, uppsetningu á vindmyllum og sólarorku á síðustu árum, bara þessi Bitcoin-bóla,“ sagði Andri Snær.Vinnslan mjög orkufrek Í stuttu máli byggir útgáfa rafmynta á borð við Bitcoin á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Þeim sem útvega nauðsynlegan tækjabúnað, oft á tíðum mörg þúsundir skjákorta og annan tölvubúnað, með mikla reiknigetu til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur, er launað með nýjum rafmyntum.Vinnslan er hins vegar afar orkufrek en gagnaverum hér á landi, þar sem grafið er eftir rafmyntum, hefur fjölgað mjög á undanförnum árum ogmeira segja skotið upp á ólíklegustu stöðum. Reiknað er með að gröftur eftir rafmyntum hér á landi noti meiri orkuen öll heimili landsins til samans. Á heimsvísu er áætlað að heildarorkuþörf Bitcoin-námugraftar sé 22 terawatt-stundur, semjafngildir allri orkuþörf Írlands á einu „Þar einmitt varð til óendanleg eftirspurn á ákveðnum tíma. Mikið af því sem hefur verið virkjað á síðustu árum hefur einmitt farið í það hérlendis. Það eru einhverjar 100-150 megawött hér sem fara í að leita að einhverju sem er ekki neitt. Eitthvað sem er bara einhver sýndarveruleiki,“ sagði Andri Snær.Bitcoin er ekki til í föstu formi en svona gæti myntin litið út samkvæmt tölvunarfræðingnum Mike Caldwell.Nordicphotos/AFPLeggur til að orkumálastjóri beiti sér fyrir banni á Bitcoin-vinnslu Segir Andri Snær að mikilvægt sé fyrir samfélög að standa í lappirnar gegn fyrirbærum á borð við Bitcoin og láta ekki undan kröfum um að virkja allt sem hægt sé að virkja fyrir skammtímagróða. Það sé ekki hlutverk landsmanna að fullnýta landið og jafn vel þó að rafmyntabólan springi muni alltaf eitthvða nýtt koma til þar sem krafa er gerð um að virkja til að auka orkuframleiðslu landsins. „Jú, við getum verið ofsalega gjafmild og látið af okkar einstæðu náttúru. Þessar bólur munu koma alla öldina. Það kemur upp eitthvað sem er svo stórt á heimsvísu að það getur gleypt okkur á fimm árum. Við eigum einhverjar fjórar til fimm ár eftir sem einhver burður í. Það mun koma einhver svona 100 terawatta bóla í heiminum sem okkur verður allt í einu sagt að við verðum að stökkva á,“ sagði Andri Snær. Hvatti hann Guðna orkumálastjóra til þess að nýta krafta sína á heimsvísu til þess að koma í veg fyrir að frekari orku væri sóað í vinnslu rafmynta. Þannig mætti spara orkuna sem fer í það í verkefni sem eru nytsamleg, án þess að virkja þurfi allt sem rennur eða brenna kol til að framleiða rafmagn á heimsvísu. „Við gætum gengið fram fyrir skjöldu og við gætum hreinlega bara bannað Bitcoin-námur vegna þess að þetta er algjört eyðingarafl um allan heim, í Kína, í Bandaríkjunum og alls staðar er þetta að soga til sín orku og einhverra hluta vegna hefur þetta verið leyft.“ Rafmyntir Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku sem sé ella sóað. Guðni A. Jóhannessen, orkumálastjóri, og Andri Snær hafa tekist á um umhverfismál í skoðanapistlum að undanförnu. Í jólahugvekju til starfsmanna Orkustofnunar talaði Guðni um „fólk sem hatar rafmagn“ og svaraði Andri Snær Guðna í pistli í Kjarnanum í gær undir yfirskriftinni „Þegar orkumálastjóri trollaði jólin“. Andri Snær var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um pistil sinn og pistil Guðna. Meðal þess sem bar á góma voru rafmynt á borð við Bitcon sem skotið hafa upp kollinum á undanförnum árum. Andri Snær er ekki hrifinn af rafmyntum og segir þær fela í sér gríðarlega orkusóun. „Svo sjáum við eitthvað fyrirbæri sem allt í einu verður til fyrir nokkrum árum eins og rafmyntir. Einhverjum snillingi datt í hug að til þess að búa til sýndarmynd þyrfti orkufreka reikniaðferð til þess að finna þessa mynt. Þessi bóla, alheimsbóla, hefur sogað til sín nánast alla umframorku og í rauninni nánast núllað út allar framfarir í hreinni orku, uppsetningu á vindmyllum og sólarorku á síðustu árum, bara þessi Bitcoin-bóla,“ sagði Andri Snær.Vinnslan mjög orkufrek Í stuttu máli byggir útgáfa rafmynta á borð við Bitcoin á hinni svokölluðu kubbakeðjutækni (e. blockchain technology). Um er að ræða eins konar dreifða skrá þar sem hægt er að sannreyna að allar upplýsingar innan hennar séu sannar og réttar. Þeim sem útvega nauðsynlegan tækjabúnað, oft á tíðum mörg þúsundir skjákorta og annan tölvubúnað, með mikla reiknigetu til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur, er launað með nýjum rafmyntum.Vinnslan er hins vegar afar orkufrek en gagnaverum hér á landi, þar sem grafið er eftir rafmyntum, hefur fjölgað mjög á undanförnum árum ogmeira segja skotið upp á ólíklegustu stöðum. Reiknað er með að gröftur eftir rafmyntum hér á landi noti meiri orkuen öll heimili landsins til samans. Á heimsvísu er áætlað að heildarorkuþörf Bitcoin-námugraftar sé 22 terawatt-stundur, semjafngildir allri orkuþörf Írlands á einu „Þar einmitt varð til óendanleg eftirspurn á ákveðnum tíma. Mikið af því sem hefur verið virkjað á síðustu árum hefur einmitt farið í það hérlendis. Það eru einhverjar 100-150 megawött hér sem fara í að leita að einhverju sem er ekki neitt. Eitthvað sem er bara einhver sýndarveruleiki,“ sagði Andri Snær.Bitcoin er ekki til í föstu formi en svona gæti myntin litið út samkvæmt tölvunarfræðingnum Mike Caldwell.Nordicphotos/AFPLeggur til að orkumálastjóri beiti sér fyrir banni á Bitcoin-vinnslu Segir Andri Snær að mikilvægt sé fyrir samfélög að standa í lappirnar gegn fyrirbærum á borð við Bitcoin og láta ekki undan kröfum um að virkja allt sem hægt sé að virkja fyrir skammtímagróða. Það sé ekki hlutverk landsmanna að fullnýta landið og jafn vel þó að rafmyntabólan springi muni alltaf eitthvða nýtt koma til þar sem krafa er gerð um að virkja til að auka orkuframleiðslu landsins. „Jú, við getum verið ofsalega gjafmild og látið af okkar einstæðu náttúru. Þessar bólur munu koma alla öldina. Það kemur upp eitthvað sem er svo stórt á heimsvísu að það getur gleypt okkur á fimm árum. Við eigum einhverjar fjórar til fimm ár eftir sem einhver burður í. Það mun koma einhver svona 100 terawatta bóla í heiminum sem okkur verður allt í einu sagt að við verðum að stökkva á,“ sagði Andri Snær. Hvatti hann Guðna orkumálastjóra til þess að nýta krafta sína á heimsvísu til þess að koma í veg fyrir að frekari orku væri sóað í vinnslu rafmynta. Þannig mætti spara orkuna sem fer í það í verkefni sem eru nytsamleg, án þess að virkja þurfi allt sem rennur eða brenna kol til að framleiða rafmagn á heimsvísu. „Við gætum gengið fram fyrir skjöldu og við gætum hreinlega bara bannað Bitcoin-námur vegna þess að þetta er algjört eyðingarafl um allan heim, í Kína, í Bandaríkjunum og alls staðar er þetta að soga til sín orku og einhverra hluta vegna hefur þetta verið leyft.“
Rafmyntir Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent