Vígahnöttur yfir Íslandi: „Líkt og eldflaugaárás frá Sauðárkróki“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2019 14:30 Loftsteinn séður frá Ungverjalandi í ágúst í fyrra. myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Peter Komka Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. Eðlisfræðivefurinn greinir frá því að loftsteinninn hafi sést um klukkan tuttugu mínútur í átta í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að steinninn hafa sést víða af landinu og að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða.Klippa: Vígahnöttur yfir Íslandi Einn sem skilur eftir sig ummæli á facebook síðu Eðlisfræðivefsins segist hafa séð steininn á leið sinni frá Akureyri. Hann segist hafa séð miklar eldglæringar og litadýrð líkt og væri verið að gera eldflaugaárás frá Sauðárkróki eins og hann orðar það. Annar sem staddur var við Rauðavatn segir steininn hafa lýst upp himininn og horfið jafnskjótan. Maður staddur í Önundarfirði segist hafa séð bláan og fjólubláan ljóma á himni sem ferðaðist hratt yfir. „Þegar þeir verða svona bjartir kallast þeir vígahnettir,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri stjörnufræðivefsins. „Þá á hann að skilja eftir sig smá rák og slíkt. Það er alveg útilokað að svona hnöttur sem lifði í svona skamman tíma hafi komið alla leið niður. Þannig að hann hefur fuðrað upp þarna langt fyrir ofan okkur. Í gær og í nótt var loftsteinadrífa í gangi sem heitir Kvaðrantítar og það gæti vel verið að þetta hafi verið steinn úr henni.“ Geimurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. Eðlisfræðivefurinn greinir frá því að loftsteinninn hafi sést um klukkan tuttugu mínútur í átta í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að steinninn hafa sést víða af landinu og að um mikið sjónarspil hafi verið að ræða.Klippa: Vígahnöttur yfir Íslandi Einn sem skilur eftir sig ummæli á facebook síðu Eðlisfræðivefsins segist hafa séð steininn á leið sinni frá Akureyri. Hann segist hafa séð miklar eldglæringar og litadýrð líkt og væri verið að gera eldflaugaárás frá Sauðárkróki eins og hann orðar það. Annar sem staddur var við Rauðavatn segir steininn hafa lýst upp himininn og horfið jafnskjótan. Maður staddur í Önundarfirði segist hafa séð bláan og fjólubláan ljóma á himni sem ferðaðist hratt yfir. „Þegar þeir verða svona bjartir kallast þeir vígahnettir,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri stjörnufræðivefsins. „Þá á hann að skilja eftir sig smá rák og slíkt. Það er alveg útilokað að svona hnöttur sem lifði í svona skamman tíma hafi komið alla leið niður. Þannig að hann hefur fuðrað upp þarna langt fyrir ofan okkur. Í gær og í nótt var loftsteinadrífa í gangi sem heitir Kvaðrantítar og það gæti vel verið að þetta hafi verið steinn úr henni.“
Geimurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44