40 ár frá útgáfu eins stærsta stemmingslagsins 4. janúar 2019 08:00 Einhvern veginn svona er stemmingin í laginu Don't Stop Me Now en flestir lesendur hafa líklegast heyrt það lag. nordicphotos/getty Lagið Don’t Stop Me Now með Queen kom út fyrir heilum 40 árum í dag. Það var ekkert sérstaklega vinsælt þegar það kom út en vann heldur betur á og er í dag notað til að skapa stemmingu í auglýsingum og bíói um allan heim. Fyrir 40 árum sendi hljómsveitin Queen frá sér smáskífuna Don’t Stop Me Now. Hún náði níunda sæti á breska vinsældalistanum en einungis 86. sæti á þeim ameríska – þar í landi var lagið alls ekki vinsælt en fékk þó dálitla spilun á rokkstöðvum. Síðan þá hefur lagið einhver veginn haldið vinsældum og verið spilað jafnt og þétt í gegnum árin – það virðist raunar bara verða vinsælla og vinsælla með hverju árinu og líklega spilar það inn í að það hefur verið notað í nánast óteljandi auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Það hefur verið „koverað“ margoft. Lagið hefur nú náð platínusölu í Bretlandi og var valið þriðja besta lag hljómsveitarinnar Queen í tónlistartímaritinu Rolling Stone.Líklega eru fá lög sem hafa verið álitin jafn mikið miðjumoð á sínum tíma sem verða svo nánast einkennislag hljómsveitar eins og Don’t Stop Me Now. Lagið undirstrikar margt það sem einkenndi sveitina – píanóið hans Freddies Mercury, röddunina í viðlaginu og kraftinn í laginu. Blaðamaðurinn Alexis Petridis skrifaði í The Guardian að lagið væri líklegast besta lag sveitarinnar og í því kæmi fram hedónismi Freddies og lauslæti, væri eins og óður hans til lífsgleðinnar. Alexis veltir fyrir sér hvort titill lagsins hafi kannski verið skot á hina meðlimi Queen sem hann segir ekki hafa verið alveg jafn ódannaða. Það er við hæfi að rifja þetta lag upp enda hljómsveitin Queen heldur betur verið í sviðsljósinu upp á síðkastið eftir að kvikmyndin Bohemian Rhapsody kom út seint í fyrra en hún fjallar um ævi og störf Freddies Mercury. Myndin fékk nokkuð góða dóma þó að tónlistaraðdáendur hafi verið sammála um að þar hafi kannski ekki verið farið alveg rétt með staðreyndir. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Gagnrýnendur segja tónlistaratriðin frábær. 24. október 2018 11:00 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira
Lagið Don’t Stop Me Now með Queen kom út fyrir heilum 40 árum í dag. Það var ekkert sérstaklega vinsælt þegar það kom út en vann heldur betur á og er í dag notað til að skapa stemmingu í auglýsingum og bíói um allan heim. Fyrir 40 árum sendi hljómsveitin Queen frá sér smáskífuna Don’t Stop Me Now. Hún náði níunda sæti á breska vinsældalistanum en einungis 86. sæti á þeim ameríska – þar í landi var lagið alls ekki vinsælt en fékk þó dálitla spilun á rokkstöðvum. Síðan þá hefur lagið einhver veginn haldið vinsældum og verið spilað jafnt og þétt í gegnum árin – það virðist raunar bara verða vinsælla og vinsælla með hverju árinu og líklega spilar það inn í að það hefur verið notað í nánast óteljandi auglýsingum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Það hefur verið „koverað“ margoft. Lagið hefur nú náð platínusölu í Bretlandi og var valið þriðja besta lag hljómsveitarinnar Queen í tónlistartímaritinu Rolling Stone.Líklega eru fá lög sem hafa verið álitin jafn mikið miðjumoð á sínum tíma sem verða svo nánast einkennislag hljómsveitar eins og Don’t Stop Me Now. Lagið undirstrikar margt það sem einkenndi sveitina – píanóið hans Freddies Mercury, röddunina í viðlaginu og kraftinn í laginu. Blaðamaðurinn Alexis Petridis skrifaði í The Guardian að lagið væri líklegast besta lag sveitarinnar og í því kæmi fram hedónismi Freddies og lauslæti, væri eins og óður hans til lífsgleðinnar. Alexis veltir fyrir sér hvort titill lagsins hafi kannski verið skot á hina meðlimi Queen sem hann segir ekki hafa verið alveg jafn ódannaða. Það er við hæfi að rifja þetta lag upp enda hljómsveitin Queen heldur betur verið í sviðsljósinu upp á síðkastið eftir að kvikmyndin Bohemian Rhapsody kom út seint í fyrra en hún fjallar um ævi og störf Freddies Mercury. Myndin fékk nokkuð góða dóma þó að tónlistaraðdáendur hafi verið sammála um að þar hafi kannski ekki verið farið alveg rétt með staðreyndir.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Gagnrýnendur segja tónlistaratriðin frábær. 24. október 2018 11:00 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45
Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29
Malek sagður bjarga sótthreinsaðri Queen-mynd Gagnrýnendur segja tónlistaratriðin frábær. 24. október 2018 11:00
Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30