„Var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2019 15:30 Alma er að gera það gott sem lagahöfundur. „Þetta er mikið hark til að byrja með og getur tekið nokkurra ára hark að komast á einhvern góðan stað. Það er heldur engin algjör lógík í því hvernig hægt er að vinna sig upp í þessu. Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu, en þú gætir líka gert það eftir þrjú ár og þú verður bara að halda áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Alma Guðmundsdóttir, lagahöfundur í Los Angeles og fyrrum meðlimur stúlknasveitarinnar sálugu Nylon, sem undanfarið hefur náð góðum árangri á sínu sviði ytra. Skemmst er að minnast þess að lag úr hennar smiðju, Remedy með hinum sænska Alesso og söngvaranum Conor Maynard, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu og náði hátt á fjölmörgum topplistum. Þá hefur lagið verið spilað hátt í hundrað milljón sinnum á Spotify og tæplega fimmtíu milljón sinnum á Youtube.Áheyrnarprufur leiddi til ellefu ára samstarfs Alma gerði garðinn fyrst frægan ásamt þeim Emilíu, Klöru og Steinunni í Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan, eftir að Einar Bárðarson leiddi hópinn saman eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma minnist tímans í sveitinni með hlýhug og segir þær fjórar enn í dag vera bestu vinkonur. Hún viðurkennir þó að umtalið sem fylgdi athyglinni á sínum tíma hafi vissulega stundum tekið á. „Þegar þetta byrjaði og við vorum búnar að koma fram, þá byrjaði Barnaland bara að loga. Það var bara „þessi er svona og þessi er svona og af hverju er hún svona“ og bara þvílíka gagnrýnin. Ég man að ég hringdi í Einar grátandi einhvern tímann bara miður mín yfir einhverju sem var verið að segja,“ segir Alma.Myndaði þykkan skráp Hún ákvað hins vegar að láta mótlætið styrkja sig frekar en að brjóta. „Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“Klippa: Ísland í dag - Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
„Þetta er mikið hark til að byrja með og getur tekið nokkurra ára hark að komast á einhvern góðan stað. Það er heldur engin algjör lógík í því hvernig hægt er að vinna sig upp í þessu. Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu, en þú gætir líka gert það eftir þrjú ár og þú verður bara að halda áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Alma Guðmundsdóttir, lagahöfundur í Los Angeles og fyrrum meðlimur stúlknasveitarinnar sálugu Nylon, sem undanfarið hefur náð góðum árangri á sínu sviði ytra. Skemmst er að minnast þess að lag úr hennar smiðju, Remedy með hinum sænska Alesso og söngvaranum Conor Maynard, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu og náði hátt á fjölmörgum topplistum. Þá hefur lagið verið spilað hátt í hundrað milljón sinnum á Spotify og tæplega fimmtíu milljón sinnum á Youtube.Áheyrnarprufur leiddi til ellefu ára samstarfs Alma gerði garðinn fyrst frægan ásamt þeim Emilíu, Klöru og Steinunni í Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan, eftir að Einar Bárðarson leiddi hópinn saman eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma minnist tímans í sveitinni með hlýhug og segir þær fjórar enn í dag vera bestu vinkonur. Hún viðurkennir þó að umtalið sem fylgdi athyglinni á sínum tíma hafi vissulega stundum tekið á. „Þegar þetta byrjaði og við vorum búnar að koma fram, þá byrjaði Barnaland bara að loga. Það var bara „þessi er svona og þessi er svona og af hverju er hún svona“ og bara þvílíka gagnrýnin. Ég man að ég hringdi í Einar grátandi einhvern tímann bara miður mín yfir einhverju sem var verið að segja,“ segir Alma.Myndaði þykkan skráp Hún ákvað hins vegar að láta mótlætið styrkja sig frekar en að brjóta. „Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“Klippa: Ísland í dag - Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira