Bresk bílaframleiðsla féll um 8,2% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2019 08:15 Úr samsetningarverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi. Fréttablaðið Bílaframleiðsla í Bretlandi á nýliðnu ári dróst mikið saman frá fyrra ári, eða um 8,2% á fyrstu 11 mánuðum ársins, en endanleg tala fyrir síðasta mánuð ársins liggur ekki enn fyrir. Samdrátturinn í nóvember var gríðarmikill, eða 19,6% og voru framleiddir 31.551 færri bílar í landinu en í sama mánuði árið 2017. Helsti áhrifaþátturinn í þessari bröttu minnkun liggur í áhrifum af Brexit, þ.e. brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu og þeirri staðreynd að Bretland er ekki enn komið með neinn útgöngusamning við Evrópusambandið. Fyrstu 11 mánuði ársins í fyrra var framleiðsla bíla í Bretlandi komin í 1.441.334 og var ríflega 120.000 bílum minni en árið áður og munar um minna.Minnkunin aðallega í útflutningi Framleiðsla bíla í Bretlandi fyrir innanlandsmarkað minnkaði aðeins um 1,9% í nóvember en útflutningur bíla til annarra landa dróst saman um 22,8%. Útflutningurinn nam samt sem áður 81,5% svo segja má að Bretland sé mikið bílaframleiðsluland. Minna en 100 dagar eru til þess dags sem Bretland fer úr Evrópusambandinu og bílaframleiðendur í Bretlandi kalla með hárri röddu á ráðamenn um að klára brottfararsamninginn við Evrópusambandið og erfitt getur þeim reynst að plana framhaldið um framleiðsluna og mannaflaþörf. Þessi minnkun á bílaframleiðslu í Bretlandi í fyrra kemur í kjölfar 3% minnkunar árið 2017 frá árinu 2016, sem var reyndar metár í framleiðslu bíla í Bretlandi.Enn meiri vélaframleiðsla Þó svo bílaframleiðsla í Bretlandi sé mikil er framleiðsla á vélum enn meiri og voru 2,72 milljónir véla framleiddar árið 2017, þó þær hafi verið færri í fyrra. Í Bretlandi vinna um 8.000 starfsmenn eingöngu við vélaframleiðslu og 3.550 þeirra vinna við framleiðslu á dísilvélum sem eiga undir högg að sækja á flestum bílamörkuðum. Þar eru því miklar blikur á lofti og hætt við miklum samdrætti á næstu árum. Fjárfesting í bílaframleiðslu almennt í Bretlandi minnkaði talsvert á síðasta ári, eða úr 1,66 milljörðum punda árið 2017 í 1,1 milljarð punda í fyrra, en hún nam 2,5 milljörðum punda árið 2016. Í þeirri óvissu sem ríkir í bílaframleiðslu í Bretlandi má eðlilegt teljast að framleiðendur haldi að sér höndum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent
Bílaframleiðsla í Bretlandi á nýliðnu ári dróst mikið saman frá fyrra ári, eða um 8,2% á fyrstu 11 mánuðum ársins, en endanleg tala fyrir síðasta mánuð ársins liggur ekki enn fyrir. Samdrátturinn í nóvember var gríðarmikill, eða 19,6% og voru framleiddir 31.551 færri bílar í landinu en í sama mánuði árið 2017. Helsti áhrifaþátturinn í þessari bröttu minnkun liggur í áhrifum af Brexit, þ.e. brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu og þeirri staðreynd að Bretland er ekki enn komið með neinn útgöngusamning við Evrópusambandið. Fyrstu 11 mánuði ársins í fyrra var framleiðsla bíla í Bretlandi komin í 1.441.334 og var ríflega 120.000 bílum minni en árið áður og munar um minna.Minnkunin aðallega í útflutningi Framleiðsla bíla í Bretlandi fyrir innanlandsmarkað minnkaði aðeins um 1,9% í nóvember en útflutningur bíla til annarra landa dróst saman um 22,8%. Útflutningurinn nam samt sem áður 81,5% svo segja má að Bretland sé mikið bílaframleiðsluland. Minna en 100 dagar eru til þess dags sem Bretland fer úr Evrópusambandinu og bílaframleiðendur í Bretlandi kalla með hárri röddu á ráðamenn um að klára brottfararsamninginn við Evrópusambandið og erfitt getur þeim reynst að plana framhaldið um framleiðsluna og mannaflaþörf. Þessi minnkun á bílaframleiðslu í Bretlandi í fyrra kemur í kjölfar 3% minnkunar árið 2017 frá árinu 2016, sem var reyndar metár í framleiðslu bíla í Bretlandi.Enn meiri vélaframleiðsla Þó svo bílaframleiðsla í Bretlandi sé mikil er framleiðsla á vélum enn meiri og voru 2,72 milljónir véla framleiddar árið 2017, þó þær hafi verið færri í fyrra. Í Bretlandi vinna um 8.000 starfsmenn eingöngu við vélaframleiðslu og 3.550 þeirra vinna við framleiðslu á dísilvélum sem eiga undir högg að sækja á flestum bílamörkuðum. Þar eru því miklar blikur á lofti og hætt við miklum samdrætti á næstu árum. Fjárfesting í bílaframleiðslu almennt í Bretlandi minnkaði talsvert á síðasta ári, eða úr 1,66 milljörðum punda árið 2017 í 1,1 milljarð punda í fyrra, en hún nam 2,5 milljörðum punda árið 2016. Í þeirri óvissu sem ríkir í bílaframleiðslu í Bretlandi má eðlilegt teljast að framleiðendur haldi að sér höndum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent