Daníel hlaut bjartsýnisverðlaunin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 21:19 Daníel Bjarnason Mynd/Aðsend Daníel Bjarnason, tónlistamaður og hljómsveitarstjóri, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2018 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé.Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en álverið ISAL í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.Í dómnefnd verðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.Daníel Bjarnason er fæddur árið 1979. Hann stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2003. Hann stundaði framhaldsnám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi á árunum 2004–2007. Forseti Íslands veitti verðlaunin.Mynd/AðsendAf hljómsveitum sem hann hefur unnið með má nefna Fílharmóníusveitir Los Angeles og New York, sinfóníuhljómsveitirnar í Toronto, Tókýó og Gautaborg, Philharmonia, London Symphony Orchestra, Fílharmóníusveit BBC, Britten Sinfonia og Asko/Schoenberg Ensemble auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitar Íslensku óperunnar.Á síðasta ári voru m.a. frumflutt tvö ný verk eftir Daníel. Annars vegar var um að ræða óperuna Brothers, sem byggð er á samnefndri kvikmynd Susanne Bier, og var sýnd á vegum dönsku þjóðaróperunnar í Árósum. Sýningin var valin tónverk ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum og hlaut einnig Reumert-verðlaunin sem ópera ársins í Danmörku. SHitt verkið er nýr fiðlukonsert sem Pekka Kuusisto og Fílharmóníusveit Los Angeles frumfluttu í Hollywood Bowl undir stjórn Gustavo Dudamel. Í kjölfarið hefur Kuusisto flutt konsertinn margoft á tónleikum í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum m.a. undir stjórn Esa-Pekka Salonen og Osmo Vänskä.Um síðastliðna helgi var leiksýningin Ríkharður III frumsýnd með tónlist Daníels Bjarnasonar í Borgarleikhúsinu og á nýársdag var upptaka af sýningu Íslensku óperunnar Bræður sýnd Rúv.Daníel hefur verið staðartónskáld hjá Frits Philips Muziekgebouw í Eindhoven síðan 2016. Hann gegndi einnig stöðu staðarlistamanns hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015-2018. Daníel hefur gefið út hljómdiska undir fána Bedroom Community og Sono Luminus. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Daníel Bjarnason, tónlistamaður og hljómsveitarstjóri, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2018 sem afhent voru á Kjarvalsstöðum í dag. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé.Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en álverið ISAL í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.Í dómnefnd verðlaunanna eru Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.Daníel Bjarnason er fæddur árið 1979. Hann stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2003. Hann stundaði framhaldsnám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi á árunum 2004–2007. Forseti Íslands veitti verðlaunin.Mynd/AðsendAf hljómsveitum sem hann hefur unnið með má nefna Fílharmóníusveitir Los Angeles og New York, sinfóníuhljómsveitirnar í Toronto, Tókýó og Gautaborg, Philharmonia, London Symphony Orchestra, Fílharmóníusveit BBC, Britten Sinfonia og Asko/Schoenberg Ensemble auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitar Íslensku óperunnar.Á síðasta ári voru m.a. frumflutt tvö ný verk eftir Daníel. Annars vegar var um að ræða óperuna Brothers, sem byggð er á samnefndri kvikmynd Susanne Bier, og var sýnd á vegum dönsku þjóðaróperunnar í Árósum. Sýningin var valin tónverk ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum og hlaut einnig Reumert-verðlaunin sem ópera ársins í Danmörku. SHitt verkið er nýr fiðlukonsert sem Pekka Kuusisto og Fílharmóníusveit Los Angeles frumfluttu í Hollywood Bowl undir stjórn Gustavo Dudamel. Í kjölfarið hefur Kuusisto flutt konsertinn margoft á tónleikum í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum m.a. undir stjórn Esa-Pekka Salonen og Osmo Vänskä.Um síðastliðna helgi var leiksýningin Ríkharður III frumsýnd með tónlist Daníels Bjarnasonar í Borgarleikhúsinu og á nýársdag var upptaka af sýningu Íslensku óperunnar Bræður sýnd Rúv.Daníel hefur verið staðartónskáld hjá Frits Philips Muziekgebouw í Eindhoven síðan 2016. Hann gegndi einnig stöðu staðarlistamanns hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015-2018. Daníel hefur gefið út hljómdiska undir fána Bedroom Community og Sono Luminus.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira