Einstæð þriggja barna móðir reynir að lifa af mánuð á lágmarkslaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 17:15 Anna Lára Friðfinnsdóttir er búin að reikna út hvernig janúar 2019 á að ganga upp. Hún hefur 89.400 krónur í mat og ófyrirséðan kostnað en hún sér fyrir þremur börnum. Anna Lára Friðfinnsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði WOW air, ætlar annað árið í röð að fylgjast vel með peningunum í janúar. Í fyrra tók fjölskyldan út 100 þúsund krónur til að lifa af dagana 31 í janúar. Í ár ætlar Anna Lára að setja sig í spor þeirra sem eru með lágmarkslaun, með 300 þúsund krónur á mánuði.Fjölskyldan náði markmiði sínu í fyrra, að eyða innan við 100 þúsund krónum í helstu nauðsynjar. Þau áttu eftir 7200 krónur þegar mánuðurinn var úti. „Þegar kom að því að finna þá upphæð sem ætti að duga fjölskyldunni til framfærslu þennan mánuðinn ákvað ég horfa til þeirra sem þurfa að lifa á lágmárkslaunum. Lágmarkslaun á Íslandi fyrir fulla vinnu eru í dag 300þ fyrir skatta og gjöld. Kjarasamningar eru lausir en illa gengur að fá þá sem hér stjórna til sjá og viðurkenna að erfitt getur verið að lifa af á þessum launum,“ segir Anna Lára. Lágmarkslaun hækkuðu í 300 þúsund krónur hér á landi á liðnu ári. „Amma mín sagði alltaf að maður ætti að setja sig í spor annara til að skilja betur þeirra sjónarmið, ég skora því á fulltrúa SA og ríkistjórn Íslands að koma með mér í þetta ferðalag, bara í einn mánuð ! ykkur finnst nefninlega sjálfsagt að þetta sé raunveruleiki margra,“ segir Anna sem heldur úti Snapchat-reikningnum abalabba. Anna Lára segir útreikningana miða við einstæða móður með þrjú börn á framfæri í leiguhúsnæði þar sem hiti, rafmagn, sjónvarpsáskrift og internet er innifalið í leigu. „Ég tek barnabætur inn í útreikninginn (hlutfallaðan niður á mánuði) en þær eru ekki greiddar út nema fjórum sinnum á ári. Útgangspunkturinn er sá sami og í fyrra, að spara og nýta allt það sem til er, en þar sem kjarasamningar eru nú lausir lá vel við að nýta tækifærið að skora á aðra að vera með.“ 82 kjarasamningar losnuðu um áramótin og 152 til viðbótar losna í mars. Viðræður Eflingar, VR og VLFA við Samtök atvinnulífsins hófust á milli jóla og nýárs. Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Anna Lára Friðfinnsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði WOW air, ætlar annað árið í röð að fylgjast vel með peningunum í janúar. Í fyrra tók fjölskyldan út 100 þúsund krónur til að lifa af dagana 31 í janúar. Í ár ætlar Anna Lára að setja sig í spor þeirra sem eru með lágmarkslaun, með 300 þúsund krónur á mánuði.Fjölskyldan náði markmiði sínu í fyrra, að eyða innan við 100 þúsund krónum í helstu nauðsynjar. Þau áttu eftir 7200 krónur þegar mánuðurinn var úti. „Þegar kom að því að finna þá upphæð sem ætti að duga fjölskyldunni til framfærslu þennan mánuðinn ákvað ég horfa til þeirra sem þurfa að lifa á lágmárkslaunum. Lágmarkslaun á Íslandi fyrir fulla vinnu eru í dag 300þ fyrir skatta og gjöld. Kjarasamningar eru lausir en illa gengur að fá þá sem hér stjórna til sjá og viðurkenna að erfitt getur verið að lifa af á þessum launum,“ segir Anna Lára. Lágmarkslaun hækkuðu í 300 þúsund krónur hér á landi á liðnu ári. „Amma mín sagði alltaf að maður ætti að setja sig í spor annara til að skilja betur þeirra sjónarmið, ég skora því á fulltrúa SA og ríkistjórn Íslands að koma með mér í þetta ferðalag, bara í einn mánuð ! ykkur finnst nefninlega sjálfsagt að þetta sé raunveruleiki margra,“ segir Anna sem heldur úti Snapchat-reikningnum abalabba. Anna Lára segir útreikningana miða við einstæða móður með þrjú börn á framfæri í leiguhúsnæði þar sem hiti, rafmagn, sjónvarpsáskrift og internet er innifalið í leigu. „Ég tek barnabætur inn í útreikninginn (hlutfallaðan niður á mánuði) en þær eru ekki greiddar út nema fjórum sinnum á ári. Útgangspunkturinn er sá sami og í fyrra, að spara og nýta allt það sem til er, en þar sem kjarasamningar eru nú lausir lá vel við að nýta tækifærið að skora á aðra að vera með.“ 82 kjarasamningar losnuðu um áramótin og 152 til viðbótar losna í mars. Viðræður Eflingar, VR og VLFA við Samtök atvinnulífsins hófust á milli jóla og nýárs.
Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30
Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00