Flugeldamengunin verður til staðar þrátt fyrir vind Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2019 15:15 Flugeldar yfir Kópavogi. Vísir/Vilhelm Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segist hvergi nærri hættur í baráttunni sinni fyrir minni flugeldanotkun. Hann segir mælingar á loftgæðum um áramótin sýna að flugeldaskotgleði landsmanna sé ekki saklaus leikur. Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar var svifriksmengun á höfuðborgarsvæðinu um þrefalt minni nú um áramótin en um þau síðustu. Svifryksmengun mældist um 1.600 míkrógrömm á miðnætti en var um 4.600 um síðustu áramót. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, sagði í fréttum RÚV í gær að skýringuna mætti finna í hægri suðaustanátt sem blés menguninni í burtu. Sagðist Þorsteinn hafa tilfinningu fyrir því að ekki hefði verið skotið upp minna í ár en áður. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að fyrstu tölur gefi til kynna að salan á flugeldum hjá björgunarsveitum hafi verið aðeins minni árið 2018 en árið 2017. Ekki sé samt að merkja óþekkta sveiflu sem valdi því, salan sé sveiflukennd eftir árum. Samkeppni geti haft áhrif á það sem og veðurfar.Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar.Vísir/BaldurSalan á rótarskotum fór fram úr björtustu vonum. Framleidd voru fimmtán þúsund umslög sem seldust upp fyrir áramótin og urðu meðal annars þess valdandi að fjöldi lét sjá sig á flugeldasölum sem hafði aldrei stigið þangað fæti. Sævar Helgi segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að mengun hafi mælst minni en áður þá megi ekki gleyma því að þó vindur blási hana í burtu þá sé hún alltaf til staðar í umhverfinu. Hún finni sér stað þar sem hún veldur skaða. Hún sest á göturnar sem bílar þyrla síðan upp og fari út á haf og valdi þar skaða á lífríkinu. Þetta sé því langt því frá saklaus leikur sem hafi mikil áhrif á líf fólks með öndunarfæri sjúkdóma og náttúruna. Sævar deildi tölum um loftgæði á Twitter á nýársdag þar sem hann velti fyrir sér hvað Kópavogsbúar væru að sprengja. Gildin í Dalsmára í Kópavogi voru langt fyrir ofan aðra staði. „Fólk lærir ekki fyrr en þetta verður tekið af því og bannað,“ ritaði Sævar.Hvað í veröldinni eru Kópvagosbúar eiginlega að sprengja? Fólk lærir ekkert fyrr en þetta verður tekið af því og bannað. Því fyrr, því betra. https://t.co/T7G00vDNX7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 1, 2019 Sævar segist ætla að halda baráttu sinni gegn flugeldum ótrauður áfram. Hann ætlar sér að gera það með fræðslu á skaðsemi þeirra og segist ekki kveinka sér undan því að taka umræðuna víða í samfélaginu. Flugeldar Tengdar fréttir „Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45 „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segist hvergi nærri hættur í baráttunni sinni fyrir minni flugeldanotkun. Hann segir mælingar á loftgæðum um áramótin sýna að flugeldaskotgleði landsmanna sé ekki saklaus leikur. Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar var svifriksmengun á höfuðborgarsvæðinu um þrefalt minni nú um áramótin en um þau síðustu. Svifryksmengun mældist um 1.600 míkrógrömm á miðnætti en var um 4.600 um síðustu áramót. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar, sagði í fréttum RÚV í gær að skýringuna mætti finna í hægri suðaustanátt sem blés menguninni í burtu. Sagðist Þorsteinn hafa tilfinningu fyrir því að ekki hefði verið skotið upp minna í ár en áður. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, segir að fyrstu tölur gefi til kynna að salan á flugeldum hjá björgunarsveitum hafi verið aðeins minni árið 2018 en árið 2017. Ekki sé samt að merkja óþekkta sveiflu sem valdi því, salan sé sveiflukennd eftir árum. Samkeppni geti haft áhrif á það sem og veðurfar.Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar.Vísir/BaldurSalan á rótarskotum fór fram úr björtustu vonum. Framleidd voru fimmtán þúsund umslög sem seldust upp fyrir áramótin og urðu meðal annars þess valdandi að fjöldi lét sjá sig á flugeldasölum sem hafði aldrei stigið þangað fæti. Sævar Helgi segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að mengun hafi mælst minni en áður þá megi ekki gleyma því að þó vindur blási hana í burtu þá sé hún alltaf til staðar í umhverfinu. Hún finni sér stað þar sem hún veldur skaða. Hún sest á göturnar sem bílar þyrla síðan upp og fari út á haf og valdi þar skaða á lífríkinu. Þetta sé því langt því frá saklaus leikur sem hafi mikil áhrif á líf fólks með öndunarfæri sjúkdóma og náttúruna. Sævar deildi tölum um loftgæði á Twitter á nýársdag þar sem hann velti fyrir sér hvað Kópavogsbúar væru að sprengja. Gildin í Dalsmára í Kópavogi voru langt fyrir ofan aðra staði. „Fólk lærir ekki fyrr en þetta verður tekið af því og bannað,“ ritaði Sævar.Hvað í veröldinni eru Kópvagosbúar eiginlega að sprengja? Fólk lærir ekkert fyrr en þetta verður tekið af því og bannað. Því fyrr, því betra. https://t.co/T7G00vDNX7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 1, 2019 Sævar segist ætla að halda baráttu sinni gegn flugeldum ótrauður áfram. Hann ætlar sér að gera það með fræðslu á skaðsemi þeirra og segist ekki kveinka sér undan því að taka umræðuna víða í samfélaginu.
Flugeldar Tengdar fréttir „Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45 „Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1. janúar 2019 18:45
„Það er alltaf heilmikil almannahætta þegar það er svona mikið af sprengiefni í umferð“ Tryggingasérfræðingur segir það skjóta skökku við að aðrar reglur gildi um meðferð sprengiefnis í atvinnulífinu annars vegar og hjá almenningi um áramótin hins vegar. 30. desember 2018 21:00